Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 27
félagsins koma hingað. — Bygginga- samvinnufélag prentara er byrjað að byggja 59 íbúða byggingu og verður bað stærsta íbúðarhús, s'em enn er til í landinu. • 1/7. Samkvæmt opinberum upp- lýsingum, sem fram komu í Dan- mörku, hækkaði meðaltimakaup verkamanna þar í landi úr 389 aur- um dönskum í 407 aura. — Gríski stórútgerðarmaðurinn Aristoteles Onassis hefur gert samning við handaríska skipasmíðastöð um smíði 100.000 rúmlesta olíuflutningaskips, sem verður það stærsta í heimi. — 128 menn fórust, er tvær flugvélar hröpuðu til jarðar í Koloradogljúfr- in í Arizona í Bandaríkjunum; er það stærsta flugslys til þessa í sögu farþegaflugsins. • 6/7. Brezkur sjóliðsforingi, Bail- es að nafni, hefur siglt 25 feta langri skútu frá Bretlandi til Nýja- Sjálands. — 24 þús. byggingaverka- manna og 16 þús. starfsmanna í pappírsiðnaðinum gera verkfall, og er þetta mesta verkfall í Noregi síðan fyrir stríð. — Brezka stjórnin hefur látið undan kröfu stjórnar Ceylons, að lagðar verði niður her- stöðvar Breta í landinu. • 10/7. Sameiginlegur leiðangur norskra, sovézkra og sænskra vís- indamanna mun fara til rannsókna í Norður-lshafinu í sumar. — Miklir jarðskjálftar hafa orðið á mörgum eyjum í Eyjahafi, og er vitað um 40 manns, er látið hafa lífið, en urn 20 er saknað. — Danski heimskauts- farinn og rithöfundurinn Peter Freuchen vann einnar milljónar kr. verðlaun í sjónvarpsgetraun í New York nýlega. • 15/7. Fischer Heinesen, hafnar- stjóri í Klakksvík á Færeyjum, hef- ur verið látinn laus úr fangelsi. — Ráðherrafundur ríkjanna í Efna- hagssamvinnustofnun Evrópu kom nýlega saman til umræðna um verzl- unarmál í aðalstöðvum stofnunar- innar í París. • 20/7. Bandaríkjastjórn hefir aft- urkallað tilboð sitt um að veita Egyptalandi aðstoð til þess að reisa Asvan-fyrirhleðsluna í Nílarfljóti. — Matyas Rakosi hefur sagt af sér starfi aðalframkvæmdastjóra i verkalýðsflokki Ungverjalands, og mun Ernö Gerö, sem verið hefur að- stoðarforsætisráðherra, taka við starfi af Rakosi. — Öryggisráð Sam- einuðu Þjóðanna samþykkti í dag í einu hljóði að mæla með inntöku Marokko í Sameinuðu Þjóðirnar. — Um 300 hundruð manns hafa farizt af völdum flóða í Mið- og Suður- Iran, og fjöldi manna eru heimilis- lausir. — Um þessar mundir sitja um 3000 barnalæknar alþjóðlega ráð- stefnu í Kaupmannahöfn. — Norð- menn ráðgera að senda leiðangur til Suðurskautsins í vetur og er það liður í framlagi þeirra til jarðeðlis- fræðiársins 1957—58. • 25/7. Harkalegur árekstur milli tveggja stórra farþegaskipa skammt undan New York. Skipin, sem rákust á, voru sænska skipið Stockholm og ítalska skipið Andrea Doria, sem siikk skömmu síðar. — Penguin-út- gáfufyrirtækið er „fullveðja“ í dag, en árið 1935 komu út fyrstu tíu Penguin-bækurnar. • 1/8. Rússar munu á næstunni tvöfalda síldveiðiflota sinn við Fær- eyjar. Hingað til hefur flotinn verið um það bil 150 togarar, en mun nú verða um 300 togarar auk móður- skipa. — Utanríkisráðherrar Bret- lands, Bandaríkjanna og Frakklands hafa ákveðið að kveðja á næstunni til ráðstefnu um alþjóðlega stjórn Súez-skurðarins. — Nálægt bænum Kuopio í Finnlandi ók strætisvagn með 36 manns út fyrir bílferju og sökk þegar; átta manns björguðust. — Onassis hefir gert 20 ára samn- ing við grísku stjórnina um sérleyfi á öllum flugleiðum í Grikklandi. — Meira en 200 skip og bátar hafa sokkið í Shang-Hai höfn vegna felli- byls, sem er sá versti er komið hef- ur í Kína síðastliðin 50 ár. • 5/8. Nokkur blöð í Englandi hafa birt ummæli, sem vara stjórnir vesturveldanna við því að beita valdi gegn Egyptalandi sökum þjóð- nýtingar Súezskurðarins. — 41. þing esperantista hófst nýlega í Kaup- mannahöfn. I þessu þingi taka þátt um 2000 esperantistar frá 40 þjóð- löndum. • 10/8. Norska selveiðiskipið Júpi- ter, sem var fyrir 11 mánuðum yfir- gefið eftir langar hrakningar og tal ið var glatað í Grænlandsís, er nú fundið heilt á liúfi inn á firði, í hundrað kilómetra fjarlægð þaðan sem það hvarf. — ítalska skipafé- lagið, sem átti hafskipið Andrea Doria, sem sökk eftir árekstur úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna, krefur nú sænsku Amerlkuu-línuna um 25 millj. dollara skaðabætur. • 12/8. Nasser, forseti Egyptalands, hefur hafnað þátttöku í Lundúna- ráðstefnunni um Súezskurðinn. — Nýlega hófst í borginni Chicago í Bandaríkjunum þing Demokrata- flokksins og verður höfuðverkefni þess að velja frambjóðanda flokks- ins í forsetakosningunum í haust. — Mörg frystihús í Noregi eru nú að taka í notkun nýja síldarþvotta- vél, sem er svo stórvirk, að hún þvær 250 pönnur af síld á einni klukkustund. — Tíunda alþjóðlega tdr.Iistar- og leiklistarhátíðin í . Ed- inborg hefst þar 19. þ. m., og er bú- izt við gífurlegum fjölda ferða- manna til Edinborgar meðan hátíðin stendur yfir. V í K I N □ U R 1B7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.