Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 4
Þórður Jónsson, Látrum Skemmtileg sjóferð Niðurlag Það var eins og það kæmi augnabliks hik á hann, þar sem hann sat þarna á þóftunni og hallaði sér fram á árarnar. Svo hló hann og sagði: „Ég hefði líka beðið hann Erlend að lána okkur stiga, ef ég hefði vitað að þú gætir ekki stokkið ofan af stefni á smá bát“. Svo hlógum við báðir. Ég kvað þá bezt að reyna aftur og láta sjá hvorum tækist betur, mér að stökkva, eða hon- um að róa, og skyldi hann nú velja sér lagið sjálfur. Hann kvað svo vera skyldi. Enn var beðið lags. Birgir sat á austurrúmsþóftu og sparn fæti i næstu þóftu fyrir framan. Árunum hafði hann snúið, því bátnum skyldi róa aftur á bak frá berginu. Ég stóð fremst í barkanum með kassann á bakinu tilbúinn er skipunin kæmi. Allt í einu öskrar Birgir, eins og hann væri að taka inn óklárt troll á íslenzkum togara: „Tilbúinn". Mér hnikkti við, færði mig ofar í barkann, og sté öðrum fæti upp á hnífilinn. Birgir hamlaði knálega að berginu og var kominn nokkur skriður á bátinn. Þá reis alda undir og jók ferðina ískyggilega, ég leit aftur. Sá ég Birgi spyrna báðum fótum í þóftuna. Andlitið var þrútið af átökum, árarnar djúpt í sjó og sveigðar undir brot, samt rann báturinn allt of hratt. Höggið hlyti að verða mikið er hann rækist á klett- inn. Ég leit fram aftur, en um leið heyrði ég brest mikinn fyrir aftan mig. En nú var um seinan frir mig að líta við, ég þóttist þó vita hvað gerst hefði. Annað- hvort önnur, eða báðar árarnar höfðu brostið undan ofurtökum ræðarans. Fyrir mig var ekki annað að gera en stökkva, ég hlaut hvort eð var að hrökkva út við höggið. Ég hallaði mér áfram, og beinlínis hentist upp í bergfótinn, um leið og báturinn rakst í. Eftir nokkur æsandi augnablik, tókst mér að ná handfestu. Ég heyrði járnklætt stefni bátsins skröngla við bergið fyrir neð- an. Á næsta augnabliki gæti hann henzt á mig, en það varð ekki. Það var hvorttveggja jafn snemma, að ég gat snúið mér við, og litið yfir hvað gerst hafði og Birgir komst frá berginu á heilum bát, hvernig veit ég ekki. Eri hann var nú þarna að leggja út þá árina er fyrr hafði brotnað, hin hafði brotnað um legginn og var með öllu ónýt. Við veifuðum hvor öðrum sigri hrósandi. Ég lét hendina síga skyndilega. Var það ekki heldur fljótt að hrósa sigri. Hvernig var ástandið Birgir var í bátnum með eina og hálfa ár. Það var illt að leggja upp að eins og var, með tvær árar heilar. Ef sjó yki, myndi úti lokað að gjöra það með einni og hálfri ár. En þyrftum við þá nokkuð að vera að leggja upp að aftur? Nei, það hafði þó komið fyrir áður undir Látrabjargi, að svo skjótt brimaði, að taka varð menn á „vaðdrætti". Var þá hafður „vaður“ milli báts og lands og mennirnir dregnir á honum á milli, verst var auðvitað fyrir þann sem síðast fór. Jú, þetta hlýtur að takast hjá okkur sem öðrum. Með það sneri ég mér að uppgöngunni. Fyrst var að fara niður 35 m. lóðréttan klett, bergið var sæsorfið langt upp eftir, og því fast og gott að fá handfestu. Mátti því heita gott að fara það, þó bratt væri, var ég því fljótur. Er upp úr klettinum kemur, myndast svolítill ávali, sem er gott að fóta sig á. Eftir honum er haldið til vinstri um 10 m., kemur þá 1 litla hvos, sem er beint undir kleifinni, en hún er um 6 m. ofar, en það er versti spottinn af allri leiðinni. Er þar mjög laust og sleipt af fugladriti. Neðri brúnin á hvosinni, sem er afslepp er brúnin yfir hvelfinguuni er fyrr getur. Er ég stóð þarna í hvosinni og leit niður, virtist svo sem ég væri beint yfir bátnum, færi ég þarna fram af, myndu miklar líkur á því að Birgir næði í hræið. En nú var síðasti og versti áfanginn eftir og ég sneri mér að honum. Um aðeins eina leið var að ræða upp úr hvosinni og fór ég að klóra mig eftir henni, reyndi hverja handfestu eftir því sem aðstaða leyfði. Ef svo færi að einhver hand- eða fótfesta brysti, er ég treysti á hana, myndi ég eftir nokkur augnablik vera kominn niður í bát til félaga míns, og ekki vildi ég vera í hans sporum þá. Þá var betra að fá það hlutskipti að falla. Nei, nú bar mér að fara gætilega, svo sem ég hafði lofað föður mínum. Er ég átti um 1. m. ófarinn upp í kleifina, hugsaði ég ráð mitt vandlega, því ekki dugði að dunda á sjálfri brúninni. Hundruð fugla, skelfingu lostnir, myndu þjóta á móti mér, og það gat haft alvar- legar afleiðingar fyrir mann, sem stóð tæpt. Svo var athugað. Þarna virtist öruggt tak fyrir hægri hendina, þarna var hægt að tilla þeirri vinstri, og einhverja ó- jöfnur myndu sokkaleistarnir finna sér til stöðvunar. Jú, þetta virtist öruggt. Og þar með gerði ég áhlaupið. Er ég var kominn hálfur upp á brúnina sá ég minn kost vænstan, að leggjast áfram, svo hratt ruddist fuglinn á móti mér, með gargi og vængjaslætti. Þeir ruddust hver um annan, allir vildu vera fyrstir að bjarga lífi sínu, en ég sóttist ekkert eftir lífi fugl- anna að þessu sinni, ef svo hefði verið, mátti ég ekki leggjast áfram, heldur henda mér á móti þeim og hrekja þá inn skútann og fremja þar fjöldamorð. Það 164 VÍKIN □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.