Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 16
Bjarni sýslumaSur Halldórsson. Bjarni sýslumaður Halldórsson að Þingeyrum (f. 1701 d. 1773) var einhver hinn mesti stórbokki á fs- landi á 18. öld. Hann var bæði launheitur og illyrtur, bráður og langrækinn. Svo var hann vinnuharður við fólk sitt, að það hafði varla matfrið. Bjarni var svo feitur, að hann vó 36 fjórðunga, en þótt hann væri þungfær, var hann jafnan snemma á fótum og vakti hvem mann á bænum með hnefahöggi. Nálægt 1740 gat Pétur nokkur á Skagaströnd barn með stjúpdóttur sinni. Bjami sýslumaður dæmdi þau frá lífi og tók þau í hald til sín, en skrifaði utan, fyrir konung, og bað þeim lífs og griða. Næsta vetur voru sakamenn þessir í fjósinu á Þingeyrum og varð konan þá þunguð að nýju. Þegar sýslumaður þingaði að Þorkelshóli í Víði- dal 1741, lét hann færa Pétur þangað, las þar dauða- dóm yfir honum og lét höggva hann á flöt einni fyrir austan Nípukot. Jafnskjótt og því var lokið kom bréf á þingið, er komið hafði út með Höfðaskipi, og lýsti það yfir því, að Pétur væri náðaður og barnsmóðir hans. Konan hélt lífi, en ekki varð tekið aftur með Pétur. Bjama sýslumanni var brigzlað með aftöku Péturs á Alþingi og er fært í frásögur, að Skúli Magn- ússon hafi sagt þar, að Bjami væri feitur orðinn af blóði Péturs og merum Guðjóns frá Hnausum, þvi sagt er, að ráðskona Bjarna hefði.merarmjólk til smjörs og osta til drýginda og seldi svo hvort tveggja. Bjami sýslumaður lagðist seinast í kör vegna fitu og andaðist 13. dag jóla 1773. Áður hafði hann verið lasinn, en ekki þungt haldinn. Þá var það eitt sinn, að ráðskona hans kom að rúminu til hans og sagði, að nú mundi guð bráðum kalla hann til sín. Bjarni reiddist, tók reyrprik, er hann hafði fyrir ofan sig, og ætlaði að slá til ráðskonunnar. Hún vék sér undan, en Bjami steyptist fram úr hvílunni, og dró það fall hann til dauða fáum dögum síðar. Þegar átti að jarða Bjama, rak á hríð mikla, en kistan var ákaflega þung. Slitnuðu böndin að framan, og slapp kistan úr höndum líkmann- anna ofan í gröfina á þann hátt, að höfuðið vissi nið- ur. Var gröfin svo byrgð aftur, því ekki þótti standandi yfir moldum Bjarna, vegna hriðarinnar, og var þetta aldrei lagað. Sumir segja, að við erfi Bjarna væri ákaf- lega mikill hrafnagangur. Ástríður dóttir Bjarna, kona Halldórs sýslumanns Jakobssonar í Strandasýslu, keypti legstein mikinn yfir gröf föður síns, en hann komst aldrei til Þingeyra. Þegar menn vissu síðast til lá hann eða brot úr honum fyrir búðardyrum í Höfðakaup- stað, og var gengið þar á hónum. (Sbr. Grímu.) Trampe greifi. Árið 1805 reið Trampe greifi, sem þá var stiftamt- maður yfir íslandi, vestur um land og gisti í Haga hjá Guðmundi Scheving. Trampe var ljúfmenni hið mesta, og er saga þessi vottur um það, meðal annars. Þegar Trampe greifi fór suður um aftur, vildi hann fara sjó- leið yfir Breiðafjörð, og reið Guðmundur Scheving með honum til Brjánslækjar. Þar var þá prestur séra Jóhann Bergsteinsson (d. 1822). Guðmundur bað hann að ljá skip og formann til þess að flytja greifann til Flateyjar, og lofaði prestur því. Jón hét gamall for- A FRÍVJ maður, Pálsson. Hann bjó í Moshlíð. Prestur sendi þegar eftir honum, og kom Jón. Séra Jóhann sagði, að ekki væri annar til þess færari að flytja greifann en hann, enda var veður fremur ótryggilegt. Jón var mað- ur ófríður og tekinn fast að eldast, og er sagt, að greif- anum virtist hann ekki allföngulegur til forustunnar, en hann kvaðst verða að trúa þeim Scheving og presti og lagði hann af stað með Jóni. Veður var hvasst og höfðu þeir þverskeyting, en þegar þeir voru komnir nálægt helming leiðarinnar tók veður að harðna. Jóni þótti greifinn sitja meira til hlés en vera skyldi og mælti hann til hans: „Berðu þig að sitja réttara í skip- inu á helvítis borunni“. Greifinn skildi gjörla orð Jóns og þokaði sér til, en einhver háseta Jóns spurði hann, hvort hann væri orðinn vitlaus að tala svona við greif- ann. Greifinn heyrði þetta og sagði: „Hann er hér yfir mér, en ég ekki yfir honum“. Þá er þeir lentu í Flatey gaf greifinn Jóni spesíu, og heimtu þó yfirvöld frjálsan flutning um þessar mundir. (Úr Barðstrendingasögu. G. K.) Bárður listaþjófur. Bárður hét einn sveinn Odds Iögmanns Sigurðssonar og var kallaður brotinnefur. Hann var vel vitiborinn og slyngur til hvers, sem vera skyldi. Eitt sinn, er lög- maður var að láta járna hesta sína til alþingisreiðar, veðjaði lögmaður um það, að Bárður gæti ekki stolið hestskónöglum, svo að enginn yrði var við, en hann veðjaði á móti og kvaðst geta það. Margir menn voru við járninguna, og varð enginn þeirra þess var, að Bárður reyndi til þess að ná nöglunum, en hann bar tjöru neðan á skó sína og náði á þann hátt nokkrum nöglum, svo að hann vann veðmálið. Bárður þessi bjó síðan að Lokinhömrum vestur. GÍ8li Konrn.8sson. Hve gamall er ísinn? Vísindamenn þykjast nú geta ráðið hve gamall „borgarísjaki“ er, sem á leið þeirra verður. ísjakinn er nefnilega nokkuð meira heldur en frosið vatn, því ef svo væri ekki, væri liturinn blár eins og á vatni. Mikill hluti ísjakans er loft, og á því eða ástandi þessa lofts draga þeir sínar ályktanir. Með þvi að rannsaka þetta bundna loft í jakanum hafa þeir fundið út, að það er hundruðum þúsund ára gamalt. Kolsýruinnihald þessa lofts er nefnilega minna heldur en nú er, eða eins og það var á ísöldinni. I kvennabúrum Araba. Amerískur kvenlæknir, sem stai-fað hefur í Arabiu í nokkur ár, hefur haft þau forréttindi að kynnast nokk- uð lífinu í kvennabúri Saud Arabíukonungs. Læknir- inn upplýsir meðal annars, að ekki sé vitað hve margar 176 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.