Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 19
__^aíóteinn i3iö\ nomóóon Aðalsteinn Björnsson yfirvélstjóri á m/s Heklu varð 60 ára 13. júní 1956. Hann er fædd- ur í Reykjavík, í Vesturbænum, og ólst þar upp hjá fósturforeldrum sínum, þeim hjónunum Snæbirni og Málfríði, foreldrum Bjarna læknis í Hafnarfirði. Síðar, er faðir hans giftist aftur, en konu sína missti hann, er Aðalsteinn var missiris gamall, fór hann að nýju til föður síns °g stjúpu og ólst upp hjá þeim. Aðalsteinn er, eins og áður er sagt, bæði Reyk- víkingur og Vesturbæingur, og er það allnokk- uð. Alloft hefur verið litið svo á, að það sé frami nokkur að vera Vesturbæingur, af þeim er heima hafa átt fyrir vestan læk. 1918 gekk Aðalsteinn á Vélstjóraskólann og útskrifaðist að 2 árum liðnum. Sigldi hann fyrst eftir það sem vélstjóri á togurum, því næst nokk- ur ár sem vélstjóri hjá Eimskipafélagi íslands, en lengst af hefur Aðalsteinn siglt hjá Ríkis- sjóði á skipum ríkisins, fyrst varðskipunum og eftir það á Esju hinni eldri og því næst á Esju yngri og nú á m/s Heklu. Við Aðalsteinn höfum siglt saman í 3 áratugi á Esjunum báðum og á Heklu. Vorum við einnig saman erlendis meðan á byggingu m/s Esju og m/s Heklu stóð yfir, höfðum við umsjá með byggingu skipanna fyrir hönd útgerðarinnar. Það má segja, að margt skeður á langri leið og fæstir sigla ávallt í ljúfu leiði, en okkar sam- starf á sjónum hefur verið ágætt og er vert að minnast þess við þessi tímamót á ævi Aðal- steins. Hann er mjög skyldurækinn vélstjóri, hefur góða stjórn á þeim, er vinna undir hans umsjá svo hefur lekinn sem kom að káetunni hjálpað til. En að skipið rétti sig aftur má þakka hjálp- inni frá Þór og svo þessu óskiljanlega. Um ld. 11 á laugardagsmorgun var búið að festa togaranum aftan í v/s Þór, hann lagði af stað og skreið drjúgan. Á leiðinni til Reykjavíkur skeði ekkert mark- vert, veðrið var gott og menn voru glaðir og i’eifir, þrátt fyrir vökur og erfiði og rakar og kaldar vistarverur. Menn stóðu til skiptis við dælurnar, aðrir í brúnni. Ekki hafði verið hirt um að ná í vistir frá Þór áður en lagt var af stað og var því heldur knappt um mat, en mikið var drukkið af ketilkaffi úr hryllilega óhrein- um könnum. Komið var á ytri höfnina í Reykjavík um há- degi á sunnudag, þá farið um borð í Þór og borð- VÍ K|N □ U R uð þar góð máltíð. Síðan var skipið fest upp að bryggju í Reykjavíkurhöfn. Daginn eftir var það afhent h.f. Hamri til varðveizlu og við- gerðar. Tveim dögum seinna kom í ljós þetta óskilj- anlega er getið er um hér að framan. Það var nefnilega mikill leki á stb. hliðartank og hafði hann fyllst af sjó, náttúrulega án þess að menn vissu, og þannig hjálpað til að rétta skipið við aftur. Ég hugsa með hlýjum hug til Meðallendinga, er með mér unnu við þessa björgun, og yfirleitt allra er ég kynntist þar eystra. Vel væri vert að geta ýmsra manna, er unnu mjög erfið störf og ekki alltaf áhættulaus, þó það sé ekki gert hér af ástæðum sem að fram- an greinir. 179

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.