Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 9
ög tækið, sem er í bátnum, er mjög lítið og auð-
velt í meðförum, svo að á því má halda í hend-
inni.
Þegar tæki þessu hefur verið komið fyrir í
Grindavík er vonandi, að fiskibátum auðveldist
Móttökutækið um borð
mjög innsiglingin þar og slysahættan minnki.
Tækið um borð í bátnum er tiltölulega ódýrt
miðað við það gagn, sem það vonandi gerir. —
Þess má geta, að Hraunprýði í Hafnarfirði og
Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík lögðu fram
fé til kaupa á tækjum þessum.
— Smœlki —
Óli litli 7 ára hafði brotið rúðu hjá nágrannanum.
Móðir hans sagði við hann, að nú yrði hann að taka út
alla peningana úr sparibauknum til þess að borga með
rúðuna. Óli hugsaði sig um litla stund, en svarar svo:
— Ég borga ekki nema gatið á rúðunni.
*
— Af hverju ertu svona áhyggjufullur á svipinn?
— Konan mín er á leið í ferðalag.
— Ekki þarftu að vera svona áhyggjufullur þess
vegna.
— Jú, annars fer hún ekki.
*
Er það ekki einkennilegt, að einn bíllykill skuli lika
passa að hjöi-tum margra stúlkna?
annan ársfjórðung 1956 (1. apríl til 30. júní):
Selt í og frá Reykjavík .. .. kr. 21.849.667,00
Selt í og frá Seyðisfirði .... — 539.232,00
Selt í og frá Siglufirði .... — 1.194.089,00
Samtals kr. 23.682.988,00
Árið 1955 nam sala á sama tíma:
Selt í og frá Reykjavík .. .. kr. 18.860.337,00
Selt í og frá Seyðisfirði .... — 434.920,00
Selt í og frá Siglufirði .... — 1.286.629,00
Samtals kr. 20.581.886,00
Áfengi til veitingahúsa selt frá aðalskrifstofu
2. ársfjórðung fyrir kr. 839.564,00 (1. ársfjórð-
ung kr. 1.091.122,00).
Allveruleg hækkun varð á áfengi 18. maí
1955.
Sala áfengis frá Áfengisverzlun ríkisins nem-
ur alls kr. 45.366.744,00 fyrra misseri ársins
1956, en í fyrra á sama tíma nam salan alls
kr. 37.928.307,00.
Heildarsalan allt árið 1955 nam alls krónum
89.268.887,00.
Áfengisvamaráðunauturinn.
Reykjavík, 12. júlí 1956.
Brynleifur Tobiasson.
& & &
Dýrir skór i Port Said
í sænska sjómannablaðinu „Sjömannen“ eru
farmenn aðvaraðir við kaupmönnum í Port Said
við Suez-skurðinn vestanverðan. Það kemur
nefnilega oft fyrir, að reikningarnir, sem skip-
stjórinn fær vegna úttektar skipverja hjá kaup-
mönnunum, eru ekki í samræmi við verð það,
sem keypt var fyrir. Til skýringar skal þess get-
ið, að sá háttur er hafður á, að skipverjinn
kaupir af kaupmanninum ýmsar vörur, undir-
ritar reikninginn með árituðu verði vörunnar,
en skipstjórinn greiðir síðan af kaupi viðkom-
anda. Fyrir nokkru greiddi skipstjóri einn slík-
an reikning fyrir einn af skipverjum sínum, er
hafði keypt sér skó á £ 1-10-0, og hljóðaði
reikningurinn upp á £ 11-10-0. Kaupmaðurinn
hafði gert sér lítið fyrir og bætt einum fyrir
framan hið umsamda verð.
VÍKINGUR
169