Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 15
tjaldið til Jóa til að fá sér sopa. Jói lá venjulega á hnjánum í sandinum (það var enginn botn í tjaldinu) með prímusana fyrir framan sig og ósköpin öll af áhöldum raðað í krlngum sig. Þeg- ar margir voru búnir að heimsækja tjaldið, var lítil von um að fá kaffi, en Jói lumaði oftast á lögg í hitabrúsa, ef það var farið að kólna, var bollanum bara brugðið yfir prímusinn, það kom stundum dálítill olíukeimur af kaffinu, en það gerði ekki svo mikið til, maður var feginn að fá eitthvað heitt, þegar maður var blautur og kald- ur. Sonur Jóa heitir Óli, hann var varðmaður, er hann líka góður vélamaður og var mest megn- is við dælurnar. Hann fór ekki nærri alltaf að og frá borði í stólnum, heldur bara eftir vírun- um. Hinn varðmaðurinn (voru 2) heitir Ragn- ar, sonur Gísla á Melhól, hann er líka góður vélamaður og kom hvorttveggja sér vel, en að- alvélamaður okkar var Ragnar Steinsson vél- stjóri frá v/s Þór. Sunnudag 8. var kominn N-stormur og mjög mikið sand- og moldarok, og var illfært á strand- staðnum. Var samt leitast við að lagfæra víra, skipið þurrdælt. Síðan farið heim og tjaldbúarn- ir teknir með, því þar var orðin slæm vistar- vera. Næsta dag var enn allhvass N, en þó bæri- legt vegna lítils sandfoks. Var nú skipið byrjað að rétta sig og öll aðstaða því stórum betri. Var nú gert klárt til að kynda upp undir katlinum og var kominn dampur um kvöldið. Kom það í hlut ensku vélstjóranna að annast undirbúning og framkvæmdir við bað, enda lögðu þeir mjög hart að sér meðan á því stóð, annars voru þeir alltaf boðnir og búnir til að rétta hönd til hvers sem var. Hinn 11. voru teknir um borð dráttar- vírar frá v/s Þór. Þess hefur ekki áður verið getið, að skipið var með vörpuna í skrúfunni er það strandaði og stýrislaust. Sást um fjöru bæði vírar, járn og trébobbingar í skrúfunni, einnig netaflækja og húð. Veður var nú gott cg stækkandi straumur, og var nú farið að hugsa til að ná skrúfunni, en þeess hafði ekki verið kostur áður. Var nú fenginn froskmaður, Guð- niundur Jónsson, kortateiknari frá sjómælinga- deild Vitamálaskrifstofunnar. Guðmundur kaf- eði samdægurs og hann kom, og tókst að lása í sundur 3 lása, þar á meðal 2, er héldu tvöföld- 11 oi vír, er lá strengdur aftur af stýrinu, og kemur þar skýring á bví, hve erfitt var að ná skipinu að landi, því það var allan tímann eins og akkeri lægi aftur af því. Var nú húkkað í draslið í skrúfunni og hífð- ar tvær stórar buskur í burtu, bæði bobbingar °g net, en samt var mikið eftir og mjög erfitt var hjá Guðmundi að halda sér við skrúfuna, V í K I N □ U R vegna soga því þó veðrið væri gott, vildi sjór- inn ekki deyja út til fulls. Var nú símað til Péturs Sigurðssonar og hann beðinn at útvega tæki til að brenna í sundur víra undir yfirborði sjávar. Komu þau hinn 12. og með þeim sérfræðingur frá Vitamálaskrifstof- unni til að stjórna þeim. Guðmundur reyndi hvað eftir annað að nota tækin, en reyndist ó- gjörlegt vegna soga við skrúfuna. Eiríkur Kristófersson skipherra á v/s Þór var nú farinn að verða óþolinmóður og vildi fá að reyna krafta sína, og á flóðinu tók Þór í dráttarvírinn af miklu afli, en skipið bifaðist ekki. Dælt hafði verið út um 40 tonnum af brennsluolíu, en Eden vélstjóri fáraðist mikið yfir því, að hann gæti ómögulega fundið út hvort væri opið eða lokað á milli olíutankanna. Aftur og aftur tók hann leikningarnar og breiddi þær út á sín sótugu hné, en svo hristi hann bara höfuðið og tautaði: „I can not find it out“, — ég get ekki fundið það út. Er hér var komið var Eden bæði orðinn syfj- aður og þreyttur, búinn að vaka lengi og hafði bað á orði, að sig langaði til að yfirgefa þetta allt saman og fara heim að Melhól. Ég spurði hann hvort það væri ekki bara til að sjá Sig- rúnu (dóttur Gísla). Eden brosti dauflega og stakk sér niður um gatið yfir ,,fyrplássinu“. Skipið var nú svo að segja á réttum kili yfir flóð og rambaði nokkuð, en lagði sig töluvert um fjöru og alltaf á stb.hlið, en eftir að dælt hafði verið út olíunni lagðist það á bb.hlið. Föstudag 13. komu þeir Geir Zoega farar- stjóri og capt. Bandwood á strandstaðinn og mæltist capteinninn til að fá að vera með útúr brimgarðinum, er til kæmi, og var það fúslega sambykkt, en hann lét Eden hætta störfum og sendi hann landleiðis til Reykjavíkur. Það þótti mér slæmt, þá hafði ég Bill einan eftir, sem var orðinn æði teygður. Var nú allt gert klárt til burtferðar. Dælur fluttar til, vírar gerðir klárir, áhöld tekin um borð, dampur hafður á toppi. Guðmundur kaf- aði og tókst honum að hreinsa skrúfuna að mestu. Annar bóndinn er getið var um við hurð- arsmíðina fór í kafarabúning, hjálmlaust og óð út að skrúfunni, tókst honum að standa á kjal- arhælnum, sem var boginn til hliðar, og upp á ,7ið og lét eitt skrúfu blaðið hlífa sér fyrir ólög- unum, og aðstoðaði hann Guðmund. Guðmund- ur ýmist stakk sér í ólögin eða sat klofvega á skrúfuhausnum. Voru nú bæði brenndir vírar og höggnir, lásaðir í sundur lásar, húkkað í netabuskur og þær hífðar í burtu, og að lokum 175

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.