Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 10
Hinn 13. júlí sl. varð einn af merkustu em- bættismönnum þessa lands, Júlíus Havsteen, bæjarfógeti á Húsavík og sýslumaður í Norður- Þingeyjarsýslu, sjötugur. Það mun harla óvenjulegt, að opinberir em- bættismenn hér á landi, í seinni tíð, skipti sér af flestu því, sem fram fer í þjóðfélaginu, taki opinberlega þátt í stjórnmálum, skrifi langar fræðilegar ritgerðir um þjóðréttar- og land- helgismál, taki virkan þátt í slysavarnarmál- um, berjist fyrir hafnarbótum, byggingu fram- leiðslutækja, svo sem síldarverksmiðja o. fl. En í þessum málum hefur Júlíus Havsteen sýslu- maður komið við sögu og það svo um munar. Með sönnum fídons- krafti hefur hann barizt gegn er- lendri ásælni í fiskimið okkar, hann hefur gefið sér tíma til að grafa upp úr gömlum skræðum og skýrslum sögulegan og siðferðis- legan rétt okkar til landhelginnar. Hann hefur fylgzt eins og lærður vísindamaður með þróun og upp- eldi fiskstofnsins um áratugi, en hvað nákvæmast síðan nýju frið- unarlögin voru sett, með uppeldis- skilyrðum ungviðsins á flóum og fjörðum norðanlands, með eigin at- hugunum og fyrirspurnum til glöggra og athugulla sjómanna. Úr þessum fróðleik, sem hann hefur aflað sér með mikilli vinnu 'og fyrirhöfn, hefur honum unnizt tími til að afla efnis í langar rök- studdar greinar og ritgerðir, sem geymast munu sem mikilsverðar heimildir, þegar stundir líða fram. Júlíus Havsteen sýslumaður mun í framtíðinni verða talinn meðal þeirra „Fjölnismanna" 20. aldar- innar, sem lét sér ekkert mann- legt óviðkomandi, en var virkur þátttakandi í mörgum þeim mál- um, sem horfðu til heilla og fram- fara fyrir land og þjóð. Víðsýni, bjartsýni og trúin á landið og þjóðina hefur verið honum aflgjafi í þeim ótal framfaramálum, sem hann hefur bar- izt fyrir. Hann hefur næman skilning á sögu lands og þjóðar, frumlegur í hugsun og skrifar léttan og skáldlegan stíl, svo að unun er að lesa. Lesendum Víkingsins er óþarft að kynna Júlíus Havsteen sýslumann. Hinar fjölmörgu fræðilegu greinar hans hér í blaðinu, ásamt skemmtilegum og hnyttnum frásögnum af ferð- um hans til fjarlægra landa, hefur aflað honum sérstakra vinsælda meðal hinna f jölmörgu kaup- enda blaðsins. Enda þótt Júlíus Havsteen eigi nú sjötíu ár Júlíus Havsteen, sýslumaður. 170 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.