Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1956, Blaðsíða 3
síður en fiskiflotans, til hagsældar öllum lands- lýð. Þeim miklu fjárfúlgum, sem við árlega verðum að greiða, í erlendum gjaldeyri fyrir Vilhjálmur Þór fyrrv. forstjóri S. 1. S. leigu á erlendum flutningaskipum, er betur var- ið til afborgana og vaxtagreiðslu á lánum, sem fara til lífsnauðsynlegrar aukningar á okkar eigin skipastól. framkvæmdastj. Skipadeildar S. í S. Hjörtur Hjartar Um leið og Sjómannablaðið Víkingur óskar afmælisbarninu til hamingju með áratuginn og þann glæsilega árangur, sem náðst hefur, er það von hans að á næsta áratug bætizt enn fleiri hentug og glæsileg skip, svo að flutningar til og frá landinu komizt algjörlega í íslenzkar hendur. Ritstj. Hversvegna drekka menn? Þessari spurningu svaraði á^sinni tíð inn merki lífefnafræðingur Gustav von Bunge í Ba- sel, og þó að um 60 ár séu liðin síðan er svar hans jafn gott og gilt eins og það hefði verið gefið í gær eða dag. Hann segir svo: „Fyrsta aðalorsökin til ofdrykkjuvanans er in mannlega tilhneiging til að herma eftir öðrum. Fyrsta glasið er ekki betra á bragðið en fyrsti vindill- inn, en menn drekka það af því að aðrir drekka. En þegar maðurinn hefur vanið sig á að drekka, skortir hann aldrei ástæðu til að halda því áfram. Menn drekka, þegar þeir skilja, og þeir drekka, þegar þeir hittast aftur; þeir drekka, þegar þeir eru soltnir, til að sefa hungrið, og þeir drekka, þegar þeir eru saddir, til þess að auka matarlystina; þeir drekka til þess að hita sér, þegar kalt er, og þegar heitt er drekka þeir til að svala sér. Þegar þeir eru syfjaðir drekka þeir til þess að halda sér vakandi, og þegar þeir þjást af svefnleysi drekka þeir til þess að geta sofnað. Þeir drekka, þegar illa liggur á þeim, og þeir drekka, þegar vel liggur á þeim. Þeir drekka, þegar barn er skírt, og þeir drekka, þegar gamalmenni er jarðað. Þeir drekka til að gleyma áhyggjum sínum, sorgum og neyð. Þeir drekka til þess að losna við leiðindi og margs konar böl — og þeir drekka til þess að fá nægi- legt hugrekki til að — svipta sig lífi!“ Áfengisvamaráðunauturinn. Þaramjöl gerir kraftaverk. í ,,Piskaren“ 15. ágúst segir frá því, er Thorgersen, fulltrúi við þaramjölsverksmiðjuna í Kristiansund, fékk sendan að gjöf fagran postulínsöskubakka frá konu í þýzka bænum Neuen am Rhein. Kona þessi hafði borð- að þaramjöl frá verksmiðjunni með þeim árangri, að hún fékk hár sitt aftur. Þegar við hugsum um, hversu mikilvægt hárið er fyrir kvenþjóðina, erum við ekki undrandi yfir, að sú þýzka hafi viljað tjá þakklæti sitt á einhvern hátt. í Bandaríkjunum hefur þaramjölið frá Norður-Mæri einnig gert kraftaverk: Veðhlaupahesturinn Swapa, einn af fremstu brokkhestum landsins, er fóðraður á norsku þaramjöli. Þaramjölið er fyllilega á borð við grasmjölið sem fóður fyrir hænsni og kjúklinga, og það sem meira er það er miklum mun ódýrara. VÍ K I N B U R 163

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.