Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 10
Teiknlngamar eru bæði af flotmögnuðum
fiskum og þungum fiskum: Úthafskrabb-
inn POLYBIUS HEUSLOWI (a) og djúp-
rækjan SERGESTES (b) eru þyngri í sér
en sjór og verða að synda til þess að
sökkva ekki. Sandhverflan (d) er um 5
prósent þyngri en sjór, hún er botnfiskur.
Gashólf i skel kolkrabbans NAUTILUSS
(h) gerir hann léttan í sjónum. Kolkrabb-
inn SEPIA OFFICINALIS (f) fær breyti-
legt flotmagn sitt í gas og vökvafylltu
beini, sem er næstiun 10 prósent af fyrir-
ferð hans. GALUS MINUTUS (i) er táknrænn fyrir fiska sem hafa ---- -------=- ------
sem er fuiiur af fitu í stað gass. Fitumagn fisksins ei- um 15 prósent af fyrirferð hans. Kolkrabbar af flokki CRAUCHIDAE (c og g)
eru með vökva í holrúmi, sem fleytir þeim. Hinn algengi koikrabbi, OMMASTREPHES ILLECEBROSA, (e) hefur engan sérstakan út-
búnað til að lyfta undir sig, hann verður að synda til þess að halda sér uppi. Teikningarnar eru ekki í réttum stærðarhlutfoUum.
gasfylltan sundmaga. CYCLOTONE (j) er líka með sundmaga,
hafa verið mestmegnis súrefni.
1 síðari rannsóknum komst Biot
að því að sundmagagas úr fisk-
um, sem teknir voru nærri yfir-
borði var stundum súrefnis-
snauðara en andrúmsloftið og að
sundmagagas úr fiskum, sem
veiddust af miklu dýpi var mest-
megnis súrefni.
Vitanlega er það æðakerfi
fisksins sem fyllir sundmagann
af súrefni. Hið merkilega mót-
streymiskerfi hins undraverða
háræðanets, sem oft sér um hinn
mikla þrýsting gassins í sund-
maganum, hefur verið útskýrt af
þeim P. F. Scholander, sem nú
starfar við Kaliforníuháskólann
í La Jolla, og Jonathan Witten-
berg við Albert Einstein tækni-
háskólann í New York. Að vissu
leyti er sundmaginn hliðstæður
hinum loftfylltu lungum slöngu-
lausa kafarans, sem er með loft-
forða sinn meðferðis á flösku.
Kafarinn getur þó stjórnað loft-
gjöfinni inn í lungun, en fisk-
urinn hefur enga beina stjórn á
sundmaganum.
Furðanlega margir fiskar kom-
ast vel af án sundmaga. Sand-
hverflan t. d., hún er 5 prósent
þéttari í sér en sjór og heldur
sig niður við botn. Steinbítur og
koli verða að beita sér á erfiðu
sundi ef þeir fara upp frá botni.
Þó gegnir enn meiri furðu að
makríll og túnfiskur, sem eru
útsævisfiskar, skuli verða að
halda sér uppi á stöðugu sundi.
Athuganir, sem gerðar hafa ver-
ið á makríl í sjóbúri, sýna að
ef hann hættir að synda þá sekk-
ur hann. Að þessu leyti er hann
ekki betur settur en rækjan og
krillið (eftirsótt fæða mörgæsa),
sem stöðugt verða að damla til
þess að halda sér við í sviflag-
inu, sama gildir líka um úthafs-
krabbann Polybius, hann sést oft
af skipsfjöl langt frá landi, þar
er hann á stöðugu sundi, þó sjáv-
arbotninn sé tveimur mílum neð-
ar. Þar sem makríllinn er sund-
magalaus þá getur hann fært sig
til upp og niður viðstöðulaust í
efstu lögum sjávarins. Skyndi-
218
VIKINGUR