Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 17
ATÓMSKIP Grein þessi er a3 mestu leyti endursögu á viðtali við Lars Nord- ström verkfræðing hjá Götaverken í sænska útvarpinu, sem síSar birtist í blaJSi sænska vélstjórafélaganna. Elnstökum upplýsingum er líka safnað úr ýmsum áttum, svo sem frá Teknlsk Pressinforma- tion, kvikmynd um „Savannoli" og fleiri stöðum. Á heimshöfunum fljóta í dag a. m. k. 4 atómknúin skip, en um þau öll má segja að litlar upplýsingar um þau eru almenn- ingi aðgengilegar, að því er við- víkur tæknilegum atriðum. Is- brjóturinn „Lenin“ hefur fengið sína reynslu á Eystrasalti, og er sagður taka öllu fram sem áður hefur þekkst, enda hans 44 þús- und öxulhestöfl langmesta véla- orka sem ísbrjótur hefur státað af. En lítið er vitað um vélar hans annað en að til orkufram- leiðslu hefur hann 3 „reaktora" (sem ég vil ekki að svo stöddu þýða á íslenzku). Bandaríkja- menn eiga, að því er bezt verður vitað þrjá kafbáta atómknúna, en sú tala getur hæglega hafa breytzt frá í gær! Þeirra nafn- kunnastir eru „Nautilius" og „Skate“ og um þá er jafnlítið vitað og „Lenin“. En í byggingu er nú í Banda- ríkjunum flutningaskip knúið kjarnorku, og í mótsetningu við fyrirrennara sína er þar engu tækniatriði leynt, þvert á móti hefur verkfræðingum, eðlisfræð- ingum og öðrum sérmenntuðum mönnum frá ýmsum löndum heims verið boðið að koma og fylgjast með smíði og frágangi hinna flóknu kjarnorkutækia þess. Höfuðmarkmiðið méð smíði þess er ekki sú að hefja siglinga- samkeppni með nýtízku tæki, heldur að sýna almenningi og kynna á höfunum kjarnorku í friðsamlegri notkun, auglýsa og undirstrika að af henni þurfi ekki að stafa nein hætta, en al- menningur hefur fram að þessu sett kjarnorkuna í samband við eyðileggingu og dauða. Ef til vill — og reyndar mjög sennilega — verður „Savannah" fyrsta kjarn- orkuskipið, sem til Islands kem- ur. Þegar í sept. 1959 mun stjórn Bandaríkjanna hafa snúið sér til utanríkisráðuneyta ýmissa landa og boðið að senda hið nýja skip í heimsókn. Hvort okkar utan- ríkisráðuneyti hefur fengið slíkt boð vitum við ekki, og skiptir í raun og veru heldur ekki miklu máli. En ýmsar ráðstafanir munu verðar gerðar í þeim höfnum, sem ráðgert er að skipið heim- sæki, t. d. kemur á undan því nefnd sérfræðinga til að ráðg- ast við viðkomandi yfirvöld og hafnarstjórnir. Ekki er líklegt að það fái aðgang að „innstu“ höfnum í stórborgum eins og Kaupmannahöfn, Gautaborg eða Hamborg, heldur liggi það í „hæfilegri fjarlægð“. Og áreiðan- lega væri fátt eitt því til fyrir- stöðu að skipið heimsækti Reykjavík, við eigum nefnilega einhverja rúmbeztu „ytri höfn“ í allri Evrópu! En svo er hræðsla fólks við þessi kjarnorkuskip víða mögnuð, að blöð í Svíþjóð og Danmörku hafa í alvöru vakið máls á að banna „Lenin“ að sigla um Eyrarsund! „Savannah" er 12.000 dw. tonn, og hefur farrými fyrir 60 farþega. Vélaaflið er 22.000 öxul- hestöfl og á að knýja skipið um 20 sjómílur á klukkustund. Sýn- ingarferðalag þess til Evrópu- landa á að hefjast nú í haust. Lars Nordström verkfræðing- ur hjá Götaverken er einn þeirra mörgu sem þegið hafa boð Bandaríkjastjórnar um að kynna sér byggingu skipsins. „Ég fór utan í október“, segir hann, „og var í skipasmíðastöðinni nærri tvo mánuði. Að þeim loknum var skipulögð fyrir okkur námsferð í ýmsar verksmiðjur, þar sem vélar og tækniútbúnaður skips- ins er framleiddur, og fengum við þá dálitla innsýn í hvað fram- tíðin býður okkur á sviði kjarn- orkunnar. Sjálft skipið er smíðað í skipa- smíðastöðinni New York Ship Corporation í bænum Camden í New Jersey. Þar var engu lejmt fyrir okkur, við fengum aðgang að skrifstofum og teiknistofum, teikningum, smíðalýsingum og bréfabókum. Við máttum afrita, teikna og ljósmynda að vild og hafa á brott með okkur, en auð- vitað ekki fjarlægja neitt af sjálfum „eignum“ fyrirtækisins. Við gátum farið um skipið sjálft þar sem það var í smíðum, aðeins með þeim skilyrðum að við trufl- uðum hvergi vinnu, og gættum hreinlætis, sem sérstaklega átti við í byggingu „reaktorsins". Þar urðum við að fara í hreina sam- festinga og fá sérstaka hlífðar- skó á fætur, hanzka þurfti þó ekki. En að öðru leyti fór sú bygging fram líkt og við þekkj- um í okkar skipasmíðastöðvum. Sjálfur skipsskrokkurinn er af venjulegri gerð, nema hvað utan um „reaktorinn" eru óvenjulegar „styrkingar"; í botn- inum vegna þungans, sem er um 400 tonn, en hliðar og dekk vegna hugsanlegra árekstra. Þar er Ví KINGUR 225

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.