Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 7
Er vörpugerð ónumið fag? Það er langt síðan ég byrjaði að skrifa um vörpugerð í sjó- mannablaðið „Víkingur". Ég hef þegar komið að flestu því, sem máli skiptir í vörpugerð og er í beinni andstöðu við gildandi reglur. Ég hef vonazt eftir, að framá- maður í vörpugerð, gerði annað tveggja, andmæla mér með rök- um, eða viðurkenna, að viðhorf mitt til vörpugerðar væri ekki svo fráleitt. — Þar sem ég er nú vonlaus um, að menn ræði vörpu- gerð opinskátt og styðji gildandi reglur með fræðilegum dæmum, hef ég ákveðið að leggja bréf mín inn til viðkomandi ráðuneytis til þess að höfundarréttur minn, að þessu viðhorfi til vörpugerðar, verði viðurkenndur. Með því und- irstrika ég, að ég er sannfærð- ur um að hafa á réttu að standa, hvað við kemur að vinna net til vörpugerðar og menn verða að koma með einhvern fræðilegan grundvöll fyrir gildandi vörpu- gerð, ef þeir vilja ekki viður- kenna það. Engan hef ég fengið til að við- urkenna, að vörpugerð sé ónum- ið fag. Ég held því fram, að fagvinna verði að grundvall- ast á þeim fræðum, sem hafa byggt upp fagið. Eins og unnið er að vörpugerð virðist mér hún ekki styðjast við neitt annað en gamla hefð. Þær rangtúlkanir á neti, sem upprunalega voru í vörpunni eru þar enn og sízt betri. I þessu bréfi mínu kem ég með uiillinet. Það þekkja allir tog- aramenn. Venjuleg lengd á millineti er 30 fet. Ef riðillinn er 9 leggir á alin ættu 4V2 möskvi að vera á alin, eða 30 fetin 67i/£ möskvi. En nú fara ekki saman leggir á alin og möskvatal. Það er atriði, sem við kemur hnútunum og þarf > sérstakrar skýringar við. En Ví KINGUR 70 móskisar. 22. fei Mynd 1. Mynd 2. hnútarnir eru í netinu og verða að reiknast með því.-------Við skulum hafa millinetið 70 möskva langt og 70 möskva breitt. Það hæfir því belgbyrði, sem ég hef komið með teikningu af áður. Þannig eru gildandi teikning- ar bæði hér og erlendis. Neta- firmu senda svona teikningar væntanlegum kaupendum og all- ir vita við hvað er átt. Sam- kvæmt minni kenningu, getur þessi teikning ekki staðizt. Teikn- ingin sýnir fullopna möskva og hliðarnar 30 fet. Þetta er vill- andi og alrangt. Séu hliðarnar 30 fet, eru möskvarnir lokaðir á langveginn. — Ef möskvarnir eru fullopnir eru hliðarnar eng- in 30 fet. — Ef taka ætti mark á teikningunni, þá er þetta milli- net 70 möskva langt og 70 möskva breitt. Það er gefið upp 30 fet á lengd og eftir teikning- unni jafnbreitt, sem sagt 30 fet á breidd. En þá sýnir teikningin lokaða möskva á langveginn, bæði á lengd og breidd. Hvernig er svona teikning skýrð fyrir verðandi vörpugerðarmeisturum? Nú kem ég með teikningu af sama neti eftir mínu kerfi (teikningin er 1 möskvi : 10 —; 9 leggir á alin. Þannig lítur sama net út eftir mínu kerfi. Það verður ekki lengra en 22 fet, þegar möskv- arnir eru fullopnir. — Þar sem það fer saman, að millinetið, sem er aðal fiskgeymslan, þegar um mikinn afla er að ræða, hleðst þannig, að möskvarnir fullopn- ast. — Þá er það bara sjálfs- blekking að telja netið lengra en það raunverulega er, þegar það gegnir hlutverki sínu. Nú vil ég koma með teikningu af venjulegu millineti eins og flestir togarar eru með. Það er 60 möskva breitt eða 50 möskvar virkir milli jaðra. Þá lítur þetta net þannig út. Nú eru tvö svona net fast saman á jöðrunum og þess vegna, þegar fiskur fyllir þetta net, verður það sívalningur eða nethólkur, sem er nákvæmlega 22 fet á lengd og 10 fet í þvermál. — Þeg- ar þetta millinet er sett við belg er hann talinn 30 fetum lengri og gengið frá honum þannig. (Ég þekki þau rök, sem notuð eru fyrir þessum frágangi og legg þau að jöfnu við þau rök, sem 15,7 fet Mynd 3. 215 /

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.