Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 38
ur, skrapp einn túr til Grænlands með togara fyrir stuttu. 10 af há- setunum komu nýjir um borð þenna túr, nær allt báðungir piltar, sem báfsmaðurinn taldi „miklu líklegri til afreka heldur en þá sem fóru í land í síðasta túr“. Nær helmingur hásetanna var einhvers konar menntafólk", þar af tveir barna- kennarar, færeyskur háskólanor- rænunemi, ungverskur fyrrverandi bílaiðnaðarmaður, ungur lögfræð- ingur, þrír gagnfræðaskólanemend- ur. Það kostaði tveggja daga sam- felldan auglýsingaáróður í ríkisút- varpinu að hóa saman í þenn- an ágæta hóp, á einn af glæsi- legustu togurum íslenzka flotans! Hrjáður á leið til fjarlægra miða af hugleiðingum um það „fargan“ gagnvart þjóð sinni, að ferðast á svo stórum og dýrum togara til þess að ná í smáslatta af fiski, hresstist maður við af þjóðlegu stolti yfir sama „fargani" er þar komu í ljós splunkunýir brezkir togarar af sömu gerð, ennþá flott- ari þýzkir skuttogarar af ýmsum gerðum, við sams konar veiðar og við, og ennfremur splunkunýir spánskir, franskir og portúgalskir togarar af mikið stærri gerð við saltfiskveiðar. En pínulítið dró úr þjóðernishrokanum, þegar togað var við hliðina á stóru nýju fær- eysku togurunum, og sérstaklega með þá staðreynd í huga, að hinir fámennu frændur vorir, Færeyingar, eiga nú sem stendur fleiri nýja og fullkomna togara heldur en íslend- ingar, sem eins og fleiri góðir menn eru ávallt „mestir“ í hlutfalli við höfðatölu! Það bætti svo ekki úr skák, að vita til þess að verðmæti aflans sem inn kom hjá okkur væri metið um 2 kr. pr. kg. í heimalandi okkar, en afl- inn sem inn kom hjá hinum væri til jafnaðar greiddur með 6 til 8 kr. pr. kg. í þeirra heimalandi og brúttóverðmæti aflans við heim- komu hjá okkur eftir þriggja vikna úthald var sem næst þeirri brúttó- upphæð, sem inn kemur á 6 til 7 aflaríkum kvöldstundum á meiri háttar skemmtistöðum í okkar kæru höfuðborg. H. J. Veiðiferð Aflatregða íiefur verið mikil á þessu ári hjá togaraflotanum, og er ekki ólíklegt að nú sé svo komið, að togaraflotinn verði að sækja 60 til 70% aflans á fjarlæg mið, Græn- land og Newfoundland. Þetta þýðir að sjálfsögðu, að með því verðlagi sem nú er á fiskinum til útgerðarinnar verður fjárhags- tjón hennar mikið, og laun sjó- mannsins, sem að verulegu leyti eru miðuð við aflahlut, verða neð- an við allt sem þekkist í atvinnu- greinum í landi. Sjómaðurinn, sc-m kemur heim eftir þriggja vikna út- hald við Grænland eða Newfound- land fær raunverulega greitt sitt vinnustunda framlag með hlutfalls- legri upphæð við það sem vinna landmanns er metin til með einnar viku vinnuframlagi. Með öðrum orðum, togarasjómað- urinn leggur að jafnaði fram 330 sólarhringa úthaldstíma til árs- launa, meðan maðurinn í landi legg- ur að meðaltali fram innan v'ð 200 sólarhringa til svipaðrar árslauna- upphæðar. Fyrir aðeins 10 árum var meðal- aldur togaraskipverja um 40 til 45 ára, en er nú um 22 til 24 ára. Þetta þýðir að sjálfsögðu að starfs- reynsla almennt er margfalt lægri en áður var, og vegna hinna lálegu launaskilyrða verður togaravinnan aðeins ígrip hjá mörgum frá öðrum betur launuðum atvinnugreinum í landi. Sá sem þessar hugleiðingar rc-k- Guðmundur Pétursson loftskeytamaður, sem hefur lengstan samfclldan starfstíma togaraloftskeytamanna að baki sér. VÍKINGUR 246

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.