Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 9
Flotmagn ijávarclV ra Hæfileiki sjávardýra til þess á5 fljóta þykir sjálfsag«ur, en tii þess aS sökkva ekki verða þau annað hvort aS halda sér uppi á sundi, eða vera sköpuð með sérstökum líffærum, sem til þess eru gerð að halda þeim á floti. Margir fiskar verða að vera á stöðugu sundi, til þess að sökkva ekki. Vöðvar þeirra og bein eru þéttari í sér en sjórinn og leita niður að botni. Augljóst er að hæfileikinn til að fljóta fyrirhafnarlaust er til mikils hagræðis fyrir dýr sem hafast við í sjónum. Þess vegna eru margir fiskar með sundmaga, sem veitir þeim hæfilegt flot- magn, eða meðal þéttleika sem er jafn þéttleika sjávarins og leysir þá undan því erfiði að vera á stöðugu sundi. Tvær kolkrabba- tegundir hafa þróað með sér mjög frábrugðin flotlíffæri. Þessi sjávardýr urðu langt á undan manninum með að tileinka sér aðferðir kafbátsmanna og kúlu- kafara. Annað þessara dýra, bak- beinskrabbinn (cuttlefish), hef- ur beina stjóm á flotmagni sínu, en hitt dýrið, djúpkrabbinn (chrauchid squid), getur hafst við á miklu dýpi. Sundmaginn, sem er algeng- asta flotlíffærið er takmarkaður í vissum grundvallaratriðum. Venjulega er hann um 5 nrósent af fyrirferð fisksins. Hið létta £as blöðrunnar vegur á móti þyngd beina og vöðva, þannig að meðalþéttleiki fisksins verður jafn þéttleika sjávarins eða því sem næst. Þegar fiskurinn svnd- m niður á við í siónum vex þrýst- ingurinn um eina loftþvngrd á hverjum 33 fetum sem hann dýpkar á sér, ein loftþyngd er um 15 pund á ferþumlung. Hver slík þrýstingsaukning hefur í för nieð sér minnkaða fyrirferð gass- ’ns í sundmaganum samkvæmt iögmáli Boyle’s; ef fiskur fer frá vfirborði niður á 66 feta dýpi há minnkar fyrirferð sundmag- ans um einn þriðja. Brevting á fyrirferð sundmagans hefur í för ^eð sér breytingu á meðalþétt- ieika fisksins og flotmagni. Fisk- víkingur ur sem liggur algerlega kyrr á vissu dýpi kann að vera gæddur mátulegu flotmagni þar, en jafn- vel örlítil breyting á jafnvægi verður til þess að ýta honum upp eða niður með stöðugt vaxandi eða minnkandi flotmagni. Fyrstu vísindamönnum á þessu sviði virtist þetta fyrirkomulag svo óraunhæft að þeir töldu að fisk- urinn hlyti að hafa fyrirferð sundmagans undir beinni vöðva- stjórn, að hann gæti dregið hann saman á uppleið en þanið hann út á niðurleið. Árið 1876 sýndi franski lífeðlisfræðingurinn Ar- mand Moreau fram á að fiskur- inn getur ekki stjórnað sund- maganum með vöðvunum. Kolkrabbi djúpanna, HELIOCRAUCHIA PFEFFERI, lónar, snýr hausnum niður. Hann flýtur á Iíkamsvökva, sem er léttari í sér en sjór. Fyrirferð vökvans er tveir þriðju lilutar af fyrirferð kolkrabhans. Neðan við Iáréttu fellingnna er hausinn og annað augað. Hægra megin og neðan við augað er bunga, í henni er dragon (skiphom), sem er hreyfitæki. Kolkrabb- inn gengur fyrir sjógusum. Moreau uppgötvaði að fiskur- inn getur breytt gasmagni sund- magans og þannig haldið fyrir- ferð hans við. Hann bætir við gasið á niðurleið og minnkar það á uppleið. En það tekur langan tíma, jafnvel daga að koma sund- maganum í samt lag eftir að þrýstingsbreyting hefur átt sér stað. Fiskurinn er þannig í sí- felldu jafnvægisleysi og vegur á móti þrýstingsbreytingum með því að synda. Flestir fiskar þola einhverja breytingu á þrýstingi frá sjón- um, sem þeir synda í, en ekki má sú breyting verða of mikil. Ef fiskur er t. d. skyndilega dreginn upp frá 125 feta dýpi þá drepst hann. Þegar þrýsting- urinn minnkar margfalt, víkkar sundmaginn snögglega og þreng- ir að líffærum fisksins og rífur bau. Þess vegna koma lýsa, þorskur og fleiri fiskar næstum alltaf dauðir upp í botnvörpu. Þegar þrýstingur utan frá er jafn og stöðugur þá getur sund- maginn látið í té ákaflega mik- inn innri gasþrýsting. Frá kaf- arakúlum hafa fiskar sést lóna og synda í makindum eins og gullfiskar í búri þó dýpið væri 6.500 fet, en þá er þrýstingur- inn 3000 pund á ferþumlung. Fiskar hafa veiðst á 15000 feta dýpi þar sem sundmagar þeirra hafa orðið að standast 7000 punda þrýsting á ferþumlung: frá sjónum. Árið 1803 rannsakaði franski eðlisfræðingurinn Jean-Baptiste Biot fyi'stur manna gasið í sund- maganum nákvæmlega. Forvitni hans vaknaði þegar hann var á rannsóknarferð um Miðjarðar- hafið og sá að fiskar, sem snögg- lega voru halaðir upp af miklu dýpi voru útþandir af gasi oc með sundmagann standandi út úr kjaftinum. Hann setti sundmaga- gas og vatnsefni á þar til gert rannsóknarglas, hagaði síðan rannsókninni eins og venja er til þegar um gas er að ræða. Snögg- lega varð sprenging sem eyði- lagði glasið. Biot lét sér strax skiljast að sundmagagasið myndi 217

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.