Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 19
M.s. FREYR Nýr 100 tonna dieseltogari bættist við togaraflota ís- lendinga hinn 24. ágúst sl. er togarinn „FREYR“, RE 1, sem ísbjörninn h.f. í Reykja- vík (Ingvar Vilhjálmsson) hefur látið smíða hjá A. G. „WESER“ Werk Seebeck, Bremerhaven þ. 19. þ. m., lagðist að bryggju í Rvík. Aðalmál á bv. „Frey“ eru: Lengd 210 fet. Breidd 33 fet, 9 tommur. Dýpt 18 fet. Brúttó Reg. tonn 987. Nettó Reg. tonn 341. Lestarstærð 760 kúbikmetrar, (alúminíum), eða fyrir ca 500 tonn af fiski. Slorgeymar fyrir 50 tonn. Lifrargeymar fyrir 40 tonn. Aðalvélin er „WERKSPOOR" dieselvél, 2300 hestöfl við 280 sn. Vélin er tengd við skiptiskrúfu af „Escher-Wyss“-gerð, en tengingin er svokölluð „Wulcan-kupplung". í stjórnkassa í stýrishúsi, þar sem mörg stjórntæki hafa verið sam- byggð, er hægt að stjórna skipti- skrúfunni og einnig þaðan hægt að tengja skrúfuna frá aðalvélinni, sem án efa er til mikils öryggis þegar verið er að veiðum. Framan við aðalvélina er tengd- ur tvöfaldur rafall (fyrir togvindu og fyrir ljósnet), sem gerir mögu- legt að hægt er að nota aðalvélina eina, bæði við togveiðar og á keyrslu. Hjálparvélar eru tvær: 120 KW, hugtök sem atómvísindin hafa myndað. Stærðfræði: Kenndur áætlun- arútreikningar og undirstöðu- atriði differentialreiknings.. Kjarneðlisfræði er ein af stærstu námsgreinunum, auk þess er kennd hitafræði, raf- magnsfræði (þar með rafkerfið í ,,Savannah“), reaktor“-fræði, í sambandi við beinar æfingar á ,,reaktor“ skólans. Mælitækni, sérstaklega í sambandi við geisla- Togurinn Freyr BE 1 siglir fánum skrýddur inn á Reykjavíkurhöfn. 200 hö. Deutz og 30 KW 70 hö. M. W. M. Stýrisvélin er af Atlas-gerð, raf- magnsvökvadrifin, með tvöföldu drifkerfi. Togvindan er af Achgeli-gerð, rafmagnsdrifin, 280 hö. Hún er gerð fyrir 1200 faðma af 3VÓ tommu vír og útbúin loftbremsum, sem stjórn- að er frá stýrishúsi. Önnur tæki í skipinu eru: Radar af Kelvin Hughes gerð. Djúpmælir af Atlas gerð með fisksjá. Djúpmælir fyrir togvörpu (Net- sonde) af Atlas gerð. Áttaviti af Atlas gerð (Dan- mörku) með sjálfstýringu. Áttaviti frá John Lilley & Gilley, Englandi. Loftskeytastöðin er frá M. P. Pet- ersen, Danmörku. Lorantæki frá Landssíma Islands. Sími og kallkerfi er um allt skip- virkni. Efnisfræði, heilsufræði, teikning, þar með skýringateikn- ing við atómkjarnann; hitaleiðni, almenn vélfræði. Ennfremur æf- ingar við eftirlíkingar á stjórn- borðum á „Savannah" í sex vik- ur, og síðan kynning í sjálfu skipinu. Að auki eiga nemendurnir að vera við nám minnst 15 vikur við aðra bandaríska skóla sem kenna ýmis konar afbrigði atóm- fræðinnar. Jón Einarsson. ið, einnig hátalarar í hverju herergi. íbúðir skipverja eru bæði fram í og aftur í skipinu, en fjögur her- bergi eru ofanþilja miðskipa fyrir yfirmenn, en þar er einnig sjúkra- herbergi. Alls eru íbúðir fyrir 48 menn og eru hvergi fleiri en fjórir menn í herbergi. Þá er í skipinu mjög rúmgóður matsalur, sameiginlegur fyrir alla skipverja. Eldhús er með rafmagns- eldavél og fullkomnum búnaði, stórt búr og tveir kæliklefar m. m. Björgunartæki: Einn björgunarbátur fyrir 48 menn er á miðju bátaþilfari undir krana-davíðu, en auk þess eru sex 12 manna gúmmí-björgunarbátar á skipinu. Skipið hefur framhallandi peru- lagað stefni, sem sett hefur verið á bæði enska og þýzka togara und- anfarin ár með góðum árangri. Allur er frágangur skipsins hinn vandaðasti og fullkominn. Reynslu- ferð var farin þ. 19. þ. m. og reynd- ist hraðinn vera 16.1 sjómíla. Skipið kostar DKr. 4.287.000,00. Skipstjóri á skipinu er Guðni Sig- urðsson, stýrimaður Guðm. Guð- laugsson, 1. vélstjóri Aðalsteinn Jónsson. Samningar um smíði skipsins voru undirritaðir af Ingvari Vil- hjálmssyni útgerðarmanni í ágúst sl. ár, en eftirlit með verklýsingu og samningum höfðu þeir Hjálm- ar Bárðarson, skipaskoðunarstjóri Ví KÍNGUR 227

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.