Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 32
Sjóvinnunámskeið Nokkrir drengjanna frá sjóvinnunámskeiðinu í vetur, fyrir utan hús F.F.S.Í. á Báru- götu 11, en þar voru þeir í sunnudagshcimsókn hjá skipstjóra- og: stvrimannaféiaginu „Aldan" og sáu kvikmyndir frá ýmsu á sjónum. Eins og mörgum er kunnugt hafa verið halclin sjóvinnunám- skeið fyrir unglinga í Reykjavík á liðnum vetrum. Námskeið þessi hafa verið á vegum eða fyrir for- göngu Æskulýðsráðs Reykjavík- ur og hafa verið því betur sótt því oftar sem þau hafa verið haldin. Þeim mönnum, sem til þessara mála þekkja, blandast ekki leng- ur hugur um, að með sjóvinnu- kennslu þessari hefui- verið farið inn á réttar brautir, þó að sjálf- sögðu sé hægt að fullkomna kennsluna betur, þar sem nú þeg- ar hefur verið fengin góð reynsla af þessu starfi. Á slíkum námskeiðum sem þessum, er hægt að kenna ung- lingunum helztu vinnubrögð, sem þeir þurfa að læra áður en þeir fara til sjós, um leið og þau eru vel til þess fallin, ef rétt er á haldið, að auka áhuga ungra manna fyrir sjómannsstarfinu, sem er undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar eins og er og verð- ur það sjálfsagt um ófyrirsjáan- lega framtíð. Það virðist því ekki úr vegi að gerðar verði einhverjar fram- tíðaráætlanir viðvíkjandi þessari starfsemi og henni sköpuð við- eigandi skilyrði. Með breyttum atvinnuháttum, meiri hraða og aukinni vélvæð- ingu þarfnast sjómaðurinn ann- ars og meiri undirbúnings en áð- ur var. Margs konar vélar, verk- færi og tæki eru nú notuð til sjós, sem ekki voru þar áður og fer alltaf fjölgandi. 1 þessum tækj- um liggja óhemju verðmæti, sem oft og tíðum liggja undir skemmdum, vegna kunnáttu- eða æfingaleysis þeirra, sem með þau fara, þar sem engrar undirbún- ingsmenntunar er krafist til að fara með þau. Samkeppnin er hörð á öllum sviðum og þeir menn, sem eru leiðandi í útgerð og sjómennsku þurfa að gera sér grein fyrir breyttum tímum og horfa fram- sýnum augum til þeirra hluta, sem gera skal. Finnst ekki þessum mönnum tímabært, að stofnaður verði eins konar sjóvinnuskóli í Reykjavík, staðsettur við sjó og útbúinn þeim tækjum, sem við eiga að dómi reyndustu og beztu sjómanna og útgerðarmanna? Sjóvinnunámskeiðin é liðnum vetrum, þó í smáum stíl hafi ver- ið, benda ótvírætt í þá átt, að dómi margra, sem ég hef átt tal við um þetta. Aðrara þjóðir hafa einnig snú- ist þann við vöntun á vönum mönnum, þó að sjálfsögðu komi fleira til. Sj ómannaheimili. Mörgum, sem leið eiga um eða við Reykjavíkurhöfn verður sjálfsagt tíðlitið til Sjómanna- og verkamannaheimilisins, sem verið er að byggja austan við gömlu verbúðirnar hér í Reykja- vík. Þó að framkvæmdum virðist miða fremur hægt áfram, þá er ekkert við því að segja, aðeins ef vel verður séð fyrir þeirri starfsemi, sem þar á að verða. Fremur hljótt hefur verið um hvernig rekstur þessarar sjó- mannastofu eða heimilis á að verða hagað eða hve mikið hús- næði því er ætlað. Vonandi verð- ur vel séð fyrir þessum málum öllum, en óneitanlega væri skemmtilegt að fá fréttir hér í Víkingnum af því, á hvaða stigi þessi mál standa. Margur sjómaðurinn, sem til Reykjavíkur kemur á eflaust eftir að njóta þessa heimilis og þeirr- ar fyrirgreiðslu, sem það kemur til með að veita. Þörfinni á þessari starfsemi þarf ekki að lýsa fyrir neinum, um það ættu allir að geta verið sammála og vonandi verða sjó- menn ekki fyrir vonbrigðum. Ásgrímur Björnsson. VÍKINGUR 240

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.