Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1960, Blaðsíða 29
Hluti af St. Lawrence-skipaskurðinum. verzlunarvöru yfir hafið. Ný 12.000 km. löng strandlengja, kölluð 4. strandlengja Ameríku, er nú komin í tiltölulega ódýrt flutningasamband við allar sjó- hafnir veraldarinnar. Hveiti frá sléttum Canada og bíla frá Detroit er nú hægt að flytja beint til fjarlægra hafna með miklu minni tilkostnaði en áður. Á hinn bóginn er hægt að flytja járnmálm frá Labrador, hrásykur frá Vesturheimseyjum og matvæli frá Evrópu á mark- aði Norður-Ameríku ódýrar en áður. Landssvæðin umhverfis vötn- in eru stærstu iðnstöðvar ver- aldar og er nú unnið kappsam- lega að því að gera þær enn meiri. Raforkan, sem fæst úr St. Lawrance-virkjununum er því ekki þýðingariítil fyrir iðnaðar- svæðin. Vatnsorkan er líka 40— 50 % ódýrari en raforka frá hita- stöðvum. Opnun sjóleiðarinnar hefur því geysi mikla þýðingu fyrir Norður-Ameríku og mjög mikla möguleika fyrir skiparekstur, sem þó ber í sér ýmsa erfiðleika. Sjómenn vanir siglingu á úthöf- um reka sig á ýmislegt þegar sigla á í skipaskurðum og á vötn- um. Verða þeir því að öðlast nokkra þjálfun í vatnasiglingu svo vel fari. Kom þetta mjög greinilega í ljós við opnun St. Lawrence-leiðarinnar og setti óneitanlega nokkurn skugga á glæstar vonir margra. Með tilliti til öryggis á sjó- leiðinni hafa verið settar mjög strangar reglur um byggingu og útbúnað skipa. Telja flestir þær skjóta langt fram hjá marki. Reiknað hefur verið út að venju- legu kaupskipi, 15.000 tonn dw, sem fullnægja ætti reglunum þyrfti að breyta fyrir allt að % milljón dollara. Siglingar á sjálfum vötnunum er þó ekki mjög erfið, en sigl- ingin um skurðina og skipastig- ana krefs.t lagni og þ.jálfunar, en þar hafa áhafnir vatnaskipanna öðlast mikla reynslu. Miklu erfiðara er að fara um skipastigana í St. Lawrence held- ur en í Panama. Á sitt hvorum bakka Panamaskurðarins eru rafknúnar dráttarlestir með þjálfuðu fólki er aðstoðar skip- in. I St. Lawrence er ekki um slíka aðstoð að ræða og dráttar- bátar jafnvel óþekkt fyrirbæri. Skipin verða algjörlega sjálf að sjá um sig og nota eigið starfs- lið við að koma á land landfest- um og flytja þær til eftir því sem skipið þokast áfram. Ætl- ast er til að skipin séu útbúin sérstökum bómmum aftan við bakkann til að koma mönnum á land við móttöku landfesta. Sér- stakur „dokkumeistari" fylgist þó með að allt fari sómasamlega fram. Hámarkslengd skipa, sem leyfð er sigling, er 730 fet og 75 feta breið. Masturstoppar ekki hærri en 117 fet, og ef þeir ná 110 feta hæð er skipið háð sérstökum ör- yggisreglum. Sérstakar reglur gilda um festarsmugur (hluss) og spil , svo og útbúnað á skips- hliðum til að verjast skemmdum á mannvirkjunum. Skipin verða að hafa stöðuga radiovakt á 2182 Ke/s og vera einnig viðbúin að hlusta á 2003 Ke/s. Á stærri skipum er algengast að hægt sé á 30 sek. að flyt.ja stýrið frá 35° á stjórnborða yfir í 35° á bakborða, þ. e. stýris- vélin þarf að geta snúið stýrinu 2Y2° á sek. Á þessari sjóleið er krafist, að hægt sé að snúa' stýrinu 41/)0 á sek. og þegar það er komið í boi’ð þarf það að mynda 45° út. Til að fullnægja þessu ákvæði er því oftast þöi'f breytinga á stýi'isvélaútbúnaðinum. Stjórntaksmerki, sem gefin ei'u með flautum, verður einnig að gefa með Ijósmerkjum svo skærum, að þau sjáist greini- lega á hábjörtum degi. Hátalara- kerfi þarf að vera í skipunum svo að hægt sé að gefa skýrar skipanir við flutninginn gegnum skipastigana. Yf KINGUR 237

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.