Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 10
Merktir ungskúmar, sem end-
urheimtir hafa verið á ýmsum
stöðum, hafa sýnt, að nokkrir
þeirra reika hundruð og jafnvel
þúsundir mílna meðfram strönd-
um Suðurskautslandsins. Engin
vitneskja hefur fengizt um, að
þeir fari til annarra meginlanda.
Fimm dauðir skúmar hafa fund-
izt í Ástralíu og Nýja-Sjálandi,
þangað hefur þá hrakið undan
stormum að því er virðist. Að
því er bezt verður séð, elur
skúmurinn allan sinn aldur á
sjálfu meginlandinu, þar sem
hann verpir. Sex kaldari mánuði
ársins fer hann ekki út fyrir
takmörk íssins umhverfis landið.
Suðurskautsskúmurinn er því
heimskauts fugl í raun og sann-
leika.
Höfundur: Carl R. Eklund Scienti-
íie American, febr. 1964.
Grímur Þorkelsson.
UM HÖFUNDINN.
Carl R. Eklund var yfirmaður
þeirrar deildar rannsóknarstofn-
unar bandaríska landhersins,
sem annaðist rannsóknir á
heimskautasvæðunum. — Hann
andaðist eftir að hann lauk við
greinina „Suðurskautsskúmur-
inn.“ Eklund fæddist 1909 í
Tomahawk í Wisconsin. 1932
tók hann B A próf við Carleton-
skólann í Oregon. Er hann hafði
haft umsjón með rannsóknum á
skógum um þriggja ára skeið,
þá hlaut hann árið 1936 mennta-
gráðuna M. A. við ríkisháskól-
ann í Oregon. 1939 fór hann í
fyrsta sinn til Suðurskautslands-
ins, sem fuglafræðingur í leið-
angri Byrds. Þá ferðaðist hann
1264 mílur á 84 dögum og kort-
lagði 350 mílna strandlengju af
Suðurskautslandinu. Er þessi
för talin vera ein hin frábær-
asta, sem vitað er um að farin
hafi verið á þessum slóðum. —
Hann fann einnig eyjaklasa í
Georgs konungs VI. sundi. Eru
eyjarnar síðan við hann kennd-
ar og heita Eklundseyjar.
Bandaríski flugherinn hafði
sameinaða upplýsingaþjónustu
fyrir hitabeltið og heimskauta-
löndin í síðari heimsstyrjöldinni
og var Eklund majór í þeirri
deild, sem hafði rannsóknina á
hendi á heimskautasvæðunum.
Eftir það vann hann að rann-
sóknum í líffræði og fuglafræði
við Fiska og Dýralífsstofnun
Bandaríkjanna. — Frá 1956 til
loka jarðeðlisfræðiársins var
hann í vísindaleiðangri í Wilkes-
stöðinni á Suðurskautslandinu.
Árið 1959 varði Eklund doktors-
ritgerð í dýrafræði við Mary-
landháskóla. í doktorsritgerðinni
er fjallað um Suðurskautsskúm-
inn, sem og 1 þessari grein.
ÞýS.
Nokkrar ráðleggingar
viö veiðiskap
Þessum ófullkomna uppdrætti
læt ég fylgja nokkrar línur til
að vekja athygli þeirra drengja,
sem á sjóvinnunámskeið fara,
og þeirra annarra, sem veiðar
stunda til athugunar, og verða
mætti til einhvers gagns.
Ég hefi á langri leið til sjós
kynnst því að fiskur heldur sig
á vissum stöðum, oftast eftir
botnlagi eða gróðri, og vil ég
nefna nokkra líklega staði. Það
er ákaflega oft að fiskur heldur
sig með hraunköntum og hraun-
rimum, álköntum, krikum. renn-
um og hólum og öðru misdýpi.
Þetta á ekki fremur við Faxa-
flóa, sem þessi uppdráttur er af,
heldur er það svona allt í kring-
um landið.
Ég vil því eindregið hvetja
verðandi formenn og skipstjóra
ef þeir finna líklega staði og á-
líta, að það standi eitthvað
glöggt með fisk, að hafa með sér
VlKINGUR
Alþjóðasamþykktin um öryggi mannslífa á sjó mun koma
t.il framkvæmda 26. maí 1965. Er það sem næst 5 árum eftir
að drög að þessari samþykkt komu fram, og 9 ár eru liðin
síðan hafskipið Andrea Doria fórst, en sá atburður kom af
stað umræðum um þetta mikla nauðsynjamál.
Slík vinnubrögð á alþjóða vettvangi eru sízt af öllu líkleg
til þess að örfa framtak og fyrirhyggju á þessu sviði.
Saga öryggisaðgerða á sjónum er því miður full af dæm-
um um brunna, sem ekki voru byrgðir fyrr en um seinan.
Kynnið yður reglur og fyrirskipanir á þessu sviði, og þér
munuð komast að raun um, að svo að segja allar meiriháttar
umbætur sem komizt hafa í framkvæmd, eru í rauninni af-
leiðing stórslysa á sjó.
Hinar þunglamalegu aðgerðir, sem beitt er til þess að
koma í framkvæmd alþjóðareglum, fegra ekki heldur á neinn
hátt þessa mynd. Miklar framfarir hafa orðið í smíði skipa og
tækni þar að lútandi, einkum hraða, stærð og öryggisbúnaði
síðan fyrst var hcifist handa um hinar sífellt síðbúnu öryggis-
varnir.
Vér vonum að heimspeki frumkvæðis og framsýni, frekar
en réttlætingar á þessu sviði, verði framvegis leiðarljós allra
siglingaþjóða heims.
(úr erlendu blaði)
H. J.
224