Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Side 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Side 53
Fœddur 30. desember 1879 Dáinn 5. októbar 1961 5. okt. s.l. lézt í Hrafnistu Sigurjón Kristjánsson, vélstjóri. Með hvarfi hans er merkur forustumaður í launþegasam- takasögunni genginn. Ungur gerðist Sigurjón vél- stjóri á skipum, þar sem hann starfaði í mörg ár. í þessum nýja vélaheimi, sem hélt innreið sína í íslenzkt atvinnulíf, rak Sigurjón sig strax á, að margt var leyndardómi hulið og nauð- syn þekkingar á undi-asviði nýrrar óþekktrar tækni. Honum rann og til rifja mis- réttið; sem vélstjórar urðu að þola í starfi sínu á fyrstu frum- sporum tækninnar samfara litl- um skilningi á þvi, að menn þyrftu yfirleitt nokkrum verð- leikum að vera búnir til að geta annast slík störf. Sá Sigurjón að hér var þörf að stinga við fæti og efla sam- takamátt til að leiðrétta mis- skilninginn á starfi vélstjórans og reyna að koma á fót fræðslu fyrir menn, sem hyggðust starfa að vélgæzlu. Það varð úr að nokkrir vél- gæzlumenn ákváðu að koma saman og stofna félag til efling- ar samtakamætti starfandi og verðandi vélstjóra. Komu þeir saman á heimili Sigurjóns heitins að Smiðjustíg 6 í Reykjavík og undirbjuggu félagsstofnunina. Nokkru síðar eða 20. feb. 1909 var svo stofn- fundurinn haldinn á sama stað og mættu þar 8 stofnendur. Mun þetta vera eitt fámennasta fé- lag er stofnað hefur verið. 1 dag VlKINGUR eru 600 félagsmenn í þessu sama félagi. Sigurjón var kjörinn fyrsti formaður félagsins, sem hlaut nafnið Gufuvélagæzlumannafé- lag Reykjavíkur. Fyrsta starf félagsins var samning tillagna um vélgæzlulög, sem samþykkt voru á Alþingi og fengu konungsstaðfestingu 11. júlí 1911. Annað stórmál, sem unnið var að, var stofnun Vél- stjóraskólans, sem fékk farsælar lyktir. — í kaupgjaldsmálunum tókst félaginu einnig að rétta hlut vélstjóranna og vinnahinni nýju stétt álits og virðingar. Sigurjón heitinn var formað- ur árin 1909—1912. Féhirðir var hann árið 1913 og gegndi því til ársins 1920. Árið 1927 starfaði hann sem meðstjórnandi í félaginu. Sigurjón var geysiáhugasam- ur um félagsmálin og átti marg- ar góðar og skemmtilegar hug- myndir. Barðist hann mikilli hörku fyrir framgangi áhugamála sinna og var þá oft óvæginn. Skapaði þetta honum á stundum marga andstæðinga, og var þá tíðum gustur nokkur í félags- málum vélstjóra. Við ath. á gömlum gögnum úr sögu vélstjórastéttarinnar og persónulegum kynnum mínum af Sigurjóni eftir að hann varð gamall maður, virðist mér hann hafa verið róttækur og fram- sýnn umbótamaður í félagsstarf- seminni, sem vildi umbæturnar skjótt Alla tíma hafði Sigurjón á- huga fyrir sínu gamla félagi, og þegar honum fannst þrótturinn ekki nægur, gekk hann á félags- fundi og ræddi félagsmálin af krafti. Eftir að Sigurjón var kominn vel yfir sjötugt mátti enn sjá hann á fundum, þar sem hann reyndi að stappa stáli í yngri menn. Undraðist ég minni hans og kyngiskraft. Ein tillagna Sigurjóns, sem mér fannst merkileg, og sýndi að hann horfði fram á við,. var tillaga, sem fram kom 10. júlí 1922, um að stofna 12 manna ráð, er kallast skyldi Farmanna- ráð fslands. Ætlaðist Sigurjón til að ráðið mynduðu skipstjór- ar, stýrimenn, vélstjórar og há- setar. Átti ráðið að fjalla um og bera saman bækur sínar um málefni sjómannastéttarinnar í heild og gæta hagsmuna hennar í hvívetna. Tillagan var sam- þykkt og leitað samstarfs við önnur sjómannafélög. Samstarf- ið komst þó ekki á í það sinn, en varð síðar milli yfirmannafé- laganna, eins og kunnugt er. Árið 1942 var Sigurjón kjör- inn heiðursfélagi í Vélstjórafé- lagi íslands. Síðustu æviár sín starfaði Sigurjón sem smiður og aðstoð- armaður við orkuver Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Sýndi langur starfstími hans hversu harður Sigurjón var við sjálfan sig, því að í starfi var hann fast að átt- ræðu og þá léttur vel. Síðustu árin dvaldi Sigurjón í Hrafnistu og fékk þar að njóta umönnunnar í fyrirtæki, sem er hápunktur samtakamáttar sjó- mannastéttarinnar og fyrirmynd þess sem koma skal. Þá fyrir- mynd trúði Sigurjón á og vildi efla. f okkar hópi verður Sigurjóns ávallt minnst sem merks manns, er hóf brautryðjendastarf við frumstæð skilyrði, og sem við nú margir njótum ávaxta af. Hvíl þú í friði. Öm Steinsson. 267

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.