Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Blaðsíða 6
Ræila í tilefni Sjómannadagsins 1967
Flutt af SVERRT GUÐVARÐSSYNI
«--------------------------æ
Heiðruðu áheyrendur nær og
fjær!
Það virðist oft á tíðum hefð á
slíku mannamóti sem hér er, að
gagnrýna þá hluti, sem ekki hafa
tekizt svo öllum líki, eins er það
jafn sjálfsagt að virða það, sem
vel hefur farið. Að því leyti til
er ég líklega engin undantekn-
ing, og þykir mér ástæða til á
þessum degi, að byrja á því að
undirstrika ýmislegt af því, sem
íslenzkir sjómenn og íslenzka
þjóðin hafa ástæðu til að harma
og óttast. Er ekki úr vegi að
undirstrika fyrst þá erfiðleika og
þau áföll, sem útflutningsat-
vinnuvegir okkar hafa orðið fyr-
ir á síðustu missirum. Þótt enn
hafi aðeins lítill hluti þjóðarinn-
ar orðið fyrir beinu tjóni af því
stórkostlega verðfalli, sem orðið
hefur á stórum hluta útflutþ-
ingsafurða okkar, er tjón þeirra,
sem fyrir því hafa orðið nú þeg-
ar því tilfinnanlegra. Þjóðin í
heild nýtur þess að búa við gjald-
eyrisvarasjóði, yfirfullar verzl-
anir, ný og fjölbreytt vinnutæki
í öllum atvinnugreinum. Sjó-
menn, útgerðarmenn og þeir sem
úr aflanum vinna, eru hins veg-
ar þeir sem fyrstir hafa orðið
fyrir tjóni af þessum sökum. Það
skal þá viðurkennt, að það kem-
ur líka fljótt í þeirra hlut er vel
aflast og árar. En sá er munur-
inn á launþegum í landi og sjó-
manninum, sem tekur laun sín í
aflahlut, að sjómaðurinn verður
að mestu leyti að hlýta einföld-
ustu markaðslögmálum og verð-
ur að taka því, að laun hans
hækki eða lækki eftir því verði,
sem fyrir afurðirnar fæst á er-
lendum mörkuðum. Þeir sem í
landi vinna, halda sínum launum
óskertum og gagnrýna jafnvel og
mótmæla, ef sjómenn telja eðli-
legt að hjálp komi af sameigin-
legu aflafé þjóðarinnar, þegar
þannig stendur á.
Sömu aðilum þykir sjálfsagt
að vitna til hæstu launa sjó-
manna, þegar vel gengur og gera
þá kröfur um sambærileg laun
frá sínum atvinnuvegi. Þegar
ofaná þetta bætist, að sú vetrar-
vertíð, sem nú er nýlokið, er ein
sú erfiðasta, sem fiskiskipafloti
okkar hefur búið við nú í tæpa
V2 öld vegna hinnar erfiðu veðr-
áttu og stöðugra ógæfta, er ekki
að undra þótt svartsýnismönn-
um tækist að kveikja ugg í
brjósti sumra. En ég hef sjálfur
þá trú á íslenzku þjóðinni, að
henni takist að komast yfir þá
stundarörðugleika, sem búið er
við nú, án þess að færa þurfi
fórnir af þeim lífsþægindum, sem
við búum við í dag. Hitt getur
skeð, að heildin verði að leggja
sitt af mörkum til að aðstoða þá,
sem standa í tímabundnum erfið-
leikum af orsökum, sem enginn
Islendingur fær ráðið við.
Nú næstu daga er þess að
vænta, að síldarverðið verði á-
kveðið. Það er ekki nema eðli-
legt, að síldarsjómenn séu orðnir
órólegir eftir því að fá að vita
hvaða verð eigi að gilda á sumar-
síldveiðum. Án þess að vilja
hætta mér um of út á þann hála
ís að ræða mál, sem ég hef ekki
fulla þekkingu á, vil ég þó láta
í ljósi þá skoðun mína, að of mik-
ill flýtir á verðákvörðun nú,
gæti orðið sjómönnum til tjóns,
þegar þess er gætt, að það er
álit margra, sem gleggst hafa vit
á, að verð síldarafurða hafi þeg-
ar náð lágmarki og megi jafn-
Sverrir Guðvarðsson.
vel sjá merki lítilsháttar breyt-
ingar upp á við. Oft hefur verið
látið að því liggja, að þær tölu-
legu upplýsingar, sem lagðar eru
til grundvallar síldarverðinu
væru ekki svo réttar sem skyldi,
því ber að fagna þeim áfanga,
sem sjómannasamtökin hafa náð,
er þau fengu sinn eigin fulltrúa
í stjórn Síldarverksmiðja ríkis-
ins, en lög þar um voru samþykkt
á síðasta alþingi. Þessi fulltrúi
sjómannasamtakanna mun eiga
þess kost að fylgjast með rekstri
og uppgjöri verksmiðjanna. Er
þess að vænta, að starf þess, sem
í þetta hefur verið skipaður, eigi
eftir að gefa síldveiðisjómönnum
þann ávöxt, er þeir vænta sér
þar af. Ég vil þó taka fram, að
þrátt fyrir þá gagnrýni, sem oft
á tíðum hefur komið fram á
stjórn þessa fyrirtækis, muni
sannleikurinn vera sá, að reikn-
ingar Síldarverksm. Ríkisins eru
eitt af því fáa, sem fulltrúar sjó-
manna meta og virða sem gögn,
er þeim sjálfum kemur að haldi
þegar deilt er um síldarverð.
VÍKINGUR
118