Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Side 12
EKIÐ UM
Reykjavíkurhöfn
Eftir Guðfinn Þorbjörnsson
Gamli Magni man áður sinn fífil fegri.
Annar áfangi. 2. grein.
Hagræðing í höfninni.
Það gengur illa að komast inn
fyrir Ingólfsgarð frá gömlu höfn-
inni, enda líður svo langur tími
milli ferða, að eitthvað er að ske
í gömlu höfninni milli ferða.
Nú er kominn hér nýr hús-
bóndi (var það reyndar í síðustu
ferð). Við bjóðum hann velkom-
inn í starfið og óskum honum
allra heilla.
Ekki er hægt að segja, að
sjáanleg séu merki þess, að þessi
breyting valdi neinum aldahvörf-
um í athafnalífi eða mannvirkja-
gerð hafnarinnar, enda erfitt
verk að breyta stefnu, ef skipið
hefur verið sett fast og stefnan
ákveðin langt fram í tímann.
Landvinningum hefur verið
haldið áfram, og er nú öll strand-
lengjan frá Eiði til Vatnagarða
í uppbyggingu og með stuttum
eyðum út undir miðjan Gufunes-
höfða, þ.e. Elliðaárósar og Graf-
arvogur.
Ekki verður séð að breyta eigi
að nokkru vinnuaðferðum við
þessar jarðvegatilfæringar. Þar
»------------------------------»
öllum sviðum og taka sem allra
fyrst við því hlutverki, sem því
mun hafa verið ætlað í byrjun, og
verða stórt, vandað vikurit, vin-
sælt af sífjölgandi lesendum, og ég
veit, að það hefur öll skilyrði til
þess að ná því marki, ef hvergi er
slakað á ólinni.
Reykjavík, 7. maí 1967.
Guðfinnur Þorbjörnsson.
koma ekki önnur tæki til greina
en bílar og aftur bílar. Mikið
mega vörubílstjórar þakka sínum
brautryðjendum fyrir það afrek,
sem þeir hafa unnið, þar sem
þeir bókstaflega virðast ráða
allri tilhögun við höfnina (við
tölum hér aðeins um höfnina),
allt virðist vera miðað við að
koma að sem flestum bílum við
livaða verk sem er án tillits til
hagkvæmni.
Smávægilegar breytingar hafa
þó orðið með gamlaMagna. Hann
hefur verið dreginn í Vestur-
höfnina, en gamla grafvélin hef-
ur fengið heiðurssætið við Gróf-
arbryggju. Ferðamenn og aðrir
heiðursmenn, sem heimsækja
borgina sjóleiðis og er skipaðupp
á gömlu Geirsbryggju, sjá nú
ekki lengur gamla Magna með
timburuppslætti fyrir alla glugga,
heldur æpandi tjöru grafvélar-
innar. Ég hafði vonað, að Magni
sálugi yrði leystur af með snyrti-
legri flotbryggju og fengi verð-
ugri útför en að vera dreginn
með bundið fyrir augu og lagt á
einhverjum versta stað í höfn-
inni. Hvers vegna er honum ekki
sökkt? Á að bíða eftir að hann
sökkvi í höfninni ? Hvað á graf-
vélin að liggja lengi á þessum
stað? Hvað um þau margumtöl-
uðu þrengsli í höfninni, þegar
gamalt járnrusl er látið liggja
áratugum saman við dýrustu
bryggjurnar, sem mestu þrengsl-
in eru við?
Heyrzt hefur, að nú séu dagar
kolakranans taldir og eigi hann
að hverfa fljótlega. Hvað kemur
í hans stað er ekki vitað, en
væntanlega verða það bílar og
hj ólandi dísilkranar.
Ennþá virðist sú regla viðhöfð
að hlaða upp veggi á görðum og
kantauppfyllingum (þar sem þeir
eru yfirleitt hlaðnir) með laus-
um steinum og byggja svo tré-
bryggjur út frá þeim. Að vísu
eru stálþil notuð nokkuð á stöku
stöðum í Vesturhöfninni. Enenn-
þá er skáhleðslan við Slysavarna-
félagshúsið — því til trausts og
halds? sem torveldar mjög upp-
og framsátur bj örgunarbátsins
og eykur að óþörfu (?) þrengsli
á þessum yfirhlaðna stað.
Hvenær förum við að byggja
bryggjur og önnur hafnarmann-
virki eins og aðrir menn?
Hvenær lærist okkar hafnar-
sérfræðingum að hagnýta flóð og
fjöru eins og aðrar þjóðir, sem
hafa svipuð skilyrði?
Reykjavíkurhöfn hefur þósem
betur fer ekki farið inn á stein-
kerin, sem mikið hafa verið not-
uð víðs vegar um landið, víðast
hvar með hörmulegum árangri
og miklum kostnaði. Við megum
þakka guði og okkar ágætu hafn-
arstjórn fyrir það.
Næst byrjum við við Ingólfs-
garð og höldum inn Skúlatún eða
hina götuna fyrir neðan. Vænt-
anlega verður sú gatan ennþá ut-
ar, ekki orðin fær þá.
G. Þorbjörnsson.
VÍKINGUR
124