Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Síða 20
Paul (jallicci
ý nátícfi tíi 4ciuiam
Framhaldssaga
G. Jensson þýddi
Það heyrðust þung fótatök í
ganginum. Ovenecka kapteinn
æddi inn í herbergið. Augu hans
skutu gneistum. Hann hélt um
skammbyssu í vasa sínum og á
hæla hans fylgdi Virslany más-
andi og blásandi.
Heidi stóð við vegginn og var
að hníga niður. Hiram gekk til
hennar og studdi hana. „Dreng-
urinn er horfinn,“ sagði hann.
„Við komum hingað til þess að
líta á hann, en þá er hann horf-
inn.“
„Tausend Donner!“ hrópaði
kapteinninn. „Það er ómögulegt,
„hann hlýtur að vera hér.“
Þeir fáu gestir, sem eftir voru
komu nú á vettvang og dreifðu
sér við að rannsaka íbúðina hátt
og lágt, en árangurslaust. Hiram
þaut niður stigana. Þar var eng-
an að sjá. Klukkan var hálf
tólf. Ljós logaði hjá dyraverðin-
um, en hann steinsvaf fram á
arma sína. Hann þaut út á göt-
una. Þar var dimmt og mann-
laust. Þrír leigubílar stóðu við
gangstéttina og bílstjórarnir
sátu í þeim hálfsofandi. Skammt
neðar í götunni var leigubíll að
leggja af stað. Hann ók framhjá
götuljósi og Hiram sá manninn
með falska skeggið bregða fyrir.
Hiram tók sprettinn, en hann var
sekúndu of seinn. Bíllinn jókferð-
ina og hvarf fyrir næsta horn.
Hiram sneri sér að bílstjórun-
um og öskraði upp í eyru þeirra
að barni hefði verið stolið. Hefðu
þeir orðið nokkurs varir. Hvort
þeir hefðu séð konu og skeggjað-
an mann. Þeir gláptu á hann og
svo hver á annan. Þeir skildu
ekki orð í öðru en tékknesku.
„Helv. aularnir,“ hrópaði Hir-
am, hann þaut inn aftur og vakti
dyra\ýirðinn, en hann skildi held-
ur ekki ensku. Hann þaut því
aftur upp í íbúðina, en þar
stjórnuðu kapteinninn og Virs-
lany atburðunum, en Heidi sat
hjá fóstrunni, hafði fengið slæmt
taugaáfall.
„Niðri finnst ekkert spor.
Dyravörðurinn sefur. Bílstjór-
arnir, sem bíða fyrir utan, sváfu
einnig, — og enginn skildi neitt
af því, sem ég sagði.
„Landamærunum er lokað,“
sagði kapteinninn skarpri röddu.
Ég hefi lokað þeim og engin
mannleg vera sleppur yfir þau.
Doktor Virslany var stöðugt í
símanum og talaði eins og sá, er
valdið hafði.
Hann ljómaði ekki lengur af
innri kæti og lífsgleði. Auguhans
voru ógnþrungin og svipurinn á
feitu andlitinu harður og ein-
beittur. „Lögregluforinginn verð-
ur hér eftir augnablik,“ sagði
hann.
„Heidi, hvað segir Jóhanna?“
spurði Hiram. Aftur leit hann
nábleikt andlit hennar og ótta-
slegið augnaráð, sem svo oft áð-
ur hafði birtzt honum í draumi.
„Hún heyrði ekkert og var
einskis vör. Peter var hér þegar
hún slökkti ljósið og sofnaði.“
Hún sneri sér að Virslany:
„Anton, hringdu í Mario og
segðu honum að koma.“ „Sími
Aquila greifa svarar ekki,“
rumdi í dr. Virslany.
Einkennisklæddir menn komu
æðandi inní íbúðina, hermenn og
lögregla.
Ovenecka kapteinn skyrpti út
úr sér fyrirskipunum eins og
vélbyssa, og dr. Virslany greip í
hálsmálið á lögregluforingja og
þrumaði yfir hann skipanir.
Hiram stóð á miðju gólfinu og
hugsanir hans voru á ringulreið.
Hann var fullur aðdáunar á þess-
um tveimur áhrifaríku mönnum
og hinum snöggu viðbrögðum
þeirra. Ef hægt væri að stöðva
barnsræningjana mundi þeim
takast það.
Hann hélt sig hafa vissu fyr-
ir hver hefði stolið barninu og
hvernig það hefði skeð. En hann
gat ekkert aðhafst; hann stóð
aðeins í sömu sporum og enginn
tók eftir honum, — nema Heidi.
Skyndilega hljóp hún til hans,
lagði hendur um háls honum og
hrópaði: „Ó, Hiram, Hiram!
Hjálpaðu mér. Finndu hann, þú,
sem hefir hjálpað okkur einu
sinni áður.“ Og hún hallaði sér
að brjósti hans og grét.
*
Svo það var þá hann, sem
Heidi leitaði til.
Aldrei á ævi sinni hafði Hiram
fundist hann vera eins mátt-
vana. Hann var útlendingur í
borg, þar sem talað var óskiljan-
legt tungumál. Hann skildi hrafl
í frönsku og þýzku, en tékk-
neskan var honum algjörlega ó-
skiljanleg, og þar að auki var
hann ekki leynilögreglumaður, en
hafði eytt þriðja hluta ævi sinn-
ar sem prófarkalesari á rit-
st j órnarskrif stof u.
Til þess að hafa upp á barn-
inu, þurfti vit, reynslu og vald
og hann vissi að allt þetta skorti
hann. Þarna gat Virslany notið
sín, með reynslu sína í hinu
flókna undirferli og bragðaleik
þessa lands; eða þá Ovenecka
kapteinn, stjórnmálamaður, og
hátt settur í hernum, en ekki
Holliday. Honum var einnigfyr-
irmunað að tala við Reck og
sækja ráð til hans, því kapteinn-
inn hafði tekið þagnarheit af öll-
um viðstöddum, ef orðrómur
kæmist á kreik, var hætta á að
drengurinn yrði drepinn. Þótt
hann gæti aflað sér ýmissa upp-
lýsinga hjá Heidi, gat hann ekki
sagt henni grun sinn, sem raun-
ar var orðin vissa, því Hiram
var í engum vafa um að d’
VÍKINGUR
182