Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Síða 23
Hiram. „Ég veit, — ég veit það!“
„Segið okkur, Hiram, hvað
vitið þér?“
„Ég veit hvar drengurinn er,
eða hvar hann var, — er ennþá,
ef það er ekki of seint.“
Hann skalf í hnjáliðunum og
augu hans á bak við stálspangar-
gleraugun báru með sér hversu
æstur hann var. Hinn lágvaxni
greifi greip þéttingsfast í axlir
hans: „Er þetta satt, vinur
minn? Heidi hefur skýrt mér frá
því, hvernig þér hjálpuðuð henni
í London — og ég er reiðubúinn
til aðstoðar nú þegar, en verið
aðeins rólegur. ..“
Framkoma greifans hafði ró-
andi áhrif á Hiram.
„Alveg rétt, en komið án tafar,
áður en það verður of seint.
Komið bæði.“
Þau fylgdu honum eftir, undr-
andi, en smituð af ákafa hans.
Hann hljóp upp stigann og tók
þrjú þrep í skrefi, að dyrunum
að íbúð frú Ovenecka. „Berjið að
dyrum,“ hvíslaði hann að Heidi.
„Eruð þér nú viss í yðar sök?
Þér hljótið að vera genginn af
göflunum, kæri vinur,“ sagði
Mario d’ Aquila greifi.
„Nei, Nei!“ svaraði Hiram
ákveðinn. Núna veit ég hvað ég
geri. Ég var blindur áður, en nú
sé ég ljóst. Hann hlýtur að vera
hér!“
Heidi barði að dyrum. „Wer
ist da?“
„Svarið Heidi,“ sagði Hiram
hraðmæltur.
„Die Heidi, die Heidi ist da!“
svaraði Heidi syngjandi rómi,
eins og um kvöldið fyrir nokkr-
um dögum.
„Því miður, það má ekki trufla
frúna.“
Hiram benti á hurðina byrst-
ur á svip: „Við brjótum hana
upp. Greifinn henti sér fyrst á
hurðina. Það var auðsjáanlega
töggur í honum, þótt grannur
væri, því hurðin nötraði við, og
þegar Hiram henti sér á hana af
öllu afli, hrökk speldið frá og þau
hentust inn.
Hin háa sérkennilega hjúkr-
unarkona og frú Ovenecka stóðu
VÍKINGUR
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuimiiiiiiiiiiimiui
SPARaSJÓOUR
VÉLSTJÓRA
Bárugötu 11
Slml 16593
Pósthólf 425
Xr
Annast öll
venjuleg spari-
sjóðsviðskipti.
Opið daglega
kl. 13.30—17.30
föstud. 13.30—18.30
lokað laugardaga.
mmmmmmmmmmmmmmmmmii
i
oooooooooooooooooo
HÖFUM VARAHLUTI OG VEÍTUIV/
VIÐGERÐARÞJÓNUSTU FYRIR
BRYCE
olíuverkin
iöalumboBiB
8. Stefánsson & Co. h.f.,
Grandagarður — Sími 15579
OOOOOOOOOOOOOOOOOO
sitt hvoru megin við eldstæðið,
andlit þeirra voru afmynduð af
heift. Hiram leit varla á þær, en
hljóp rakleitt til svefnherbergj-
anna. Þar fundu þau Peter liggj-
andi náfölan í rúminu, augsýni-
lega undir áhrifum svefnlyfja.
Hiram greip hann í fang sér.
„Jæja, vinurinn, þá höfum við
þig.“ Framhald.
Um landsins gagn og .. .
Frh. af hls. 138
vegar bjartsýnn (hans er líka
framtíðin) og taldi engin vand-
kvæði á aukinni flugþjónustu til
allra þeirra staða, sem hefðu not-
hæf lendingarskilyrði.
Þetta var fróðlegt erindi um
gamalt vandamál, samgöngur við
dreifbýlið. Vandamál, sem alltaf
verður að leysa í sem beztu sam-
ræmi við aðstæður og breyting-
ar á lífsvenjum.
Þrjú til fjögur strandferða-
skip á fastri áætlun leysir það
ekki á viðunandi hátt, hvorki
hvað snertir þarfir fólksins né á
fjárhagslegum grundvelli. Hinar
vaxandi samgöngur á landi og í
lofti hafa kippt fótum undan
þessari útgerð, sem ekkert mátti
missa og líkur til að þær geri það
^enn frekar á næstu árum.
Eins til tveggja mánaða lokun
á fjallvegum réttlætir ekki þessa
þjónustu, það er hægt að leysa
málin á ódýrari hátt þegar (og
ef) þörf krefur. Við höfum í
flestum tilfellum fjölda skipa í
Reykjavík eða öðrum stöðum á
landinu, íslenzk eða erlend, sem
tiltæk eru, þegar vegir lokast.
RICHARD BECK:
KvöLdskin
(Minningamynd)
Lygnra voga blikar bró,
bjarmi um tinda háa,
út með ströndu stirnir á
strauma fagurbláa.
Þessi œsku yndismynd
enn þá vermir hjarta;
hlœr við sjón í hugans lind
hafið geislabjarta.
135