Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Síða 5
Ungir menn fá fræð'slu um tunnur með eldfimum efnum og livernig bregðast skuli við
ef eldur brýzt út með þennan liættulega farin.
fá fræðslu og verklegar æfingar í
eldvörnum. — Má sameina þessa
kennslu gúmmíbáta-námskeiðum og
ætti þannig eins dags námskeið að
vera skylda áður en skráning fer
fram.
Hér á landi hefur fræðsla á sviði
eldvarna verið mjög af skornum
skammti fram til þessa og hafa
raunverulegar slökkviæfingar að-
eins náð til slökkviliða og varðskipa-
deildar Stýrimannaskólans í Rvík.
Bókakostur er lítill, en þess skal
samt getið, að árið 1964 kom út
Ágrip af slökkvitækni eftir Guð-
mund Karlsson, en sú bók er eink-
um ætluð slökkviliðum, þó að þar
sé margt um eldvarnir, sem á erindi
til allra.
Innan ramma námsreglugerða
beggja stýrimannaskólanna er auð-
vitað vikið að þessu viðamikla efni.
Hefi ég t.d. látið nemendur mína í
Stýrimannaskólanum í Vestm.eyjum
lesa 10 bls. fjölritaðan ritling, sem
ég hefi tekið saman um eldvarnir
um borð í skipum. Takmarkaður
tími til alls námsins og svo skortur
fjár og aðstöðu til raunverulegra
slökkviæfinga takmarka einkum víð-
tækari kennslu í þessum efnum. Þó
hafa verið sýnd einföld slökkvitæki
og raunhæf notkun þeirra hjá
slökkviliði Vestm.eyja, en endurtek-
in slys sanna, að kennsla um svo
viðamikið efni nær of skammt. Eft-
ir undangengin skelfileg slys af
völdum elds er því fastur eldvarnar-
skóli og stöðug og aukin fræðsla í
þessum efnum knýjandi nauðsyn og
gæti sparað þjóðinni fjölda manns-
lífa og mikil efnaleg verðmæti. —
Mörgum mun sennilega þykja í mik-
ið ráðizt að gera tillögu um nýjan
skóla með ríkisframlagi nú á erfið-
um tímum, en með það í huga að
mikil verðmæti gætu sparast og svo
þá staðreynd, að menntun atvinnu-
stéttanna er í mörgu tilliti langt á
eftir því sem eðlilegt gæti talizt (Til
fræðslumála í sjávarútveginum fara
nú tæpar 16 millj. kr. af rúmum
milljarði sem til fræðslumála fara)
þá á þessi stofnun tvímælalaust rétt
á sér. Slíkur skóli myndi auk þess
koma mun fleiri einstaklingum og
fyrirtækjum til góða, en þeim, sem
eru í beinum tengslum við sjóinn.
Óskir sjómanna ganga nú þegar í
þessa átt og hefi ég iðulega orðið
þessa var. 1 síðasta tbl. Sjómanna-
blaðsins Víkings skrifar Guðmund-
ur Hallvarðsson stýrimaður á v.s.
Árvakri athyglisverða grein, þar sem
hann bryddar einmitt á þessu máli.
Hvetur Guðmundur í grein sinni til
aukinnar kennslu í eldvömum á sjó,
og sem vakandi maður í miðju starfi
finnur hann að sjálfsögðu hvar skór-
inn kreppir.
1 eldvarnarskóla, sem hér starfaði
allt árið þyrftu að kenna sérfróðir
menn með tækni- eða verkfræði-
menntun í þessu fagi. Þar þyrftu að
komast á lengri og skemmri nám-
skeið fyrir nemendur Stýrimanna-
skólanna, nemendur Vélskólans, sjó-
menn alla og þá einkum yfirmenn
allra skipa, slökkviliðið frá bæjum
og sveitarfélögum og starfshópa ým-
issa fyrirtækja.
Þó að slíkur skóli hefði aðsetur í
Reykjavík og væri í nánum tengsl-
um við slökkviliðið þar og Vélskóla
íslands, er ekki þar með sagt, að
skólinn þyrfti að vera rígnegldur í
Reykjavík. Kennarar og starfslið
þyrftu auðvitað að ferðast um land-
ið til kennslu og æfinga.
Þá myndi þessi stofnun geta orð-
ið miðstöð allrar fræðslu og upplýs-
inga varðandi eldvarnir. Hefur oft
reynst erfitt að fá kvikmyndir og
annan lifandi fróðleik um þetta efni.
Hið bezta sem hefur verið á boð-
stólum er kvikmynd, sem BP hér á
Hér er vcriiV aiV æfa menn viiV aiV slökkva eld í vélarúmi ineiV froiVu-
sliikkviefni.
VÍKINGUR
139