Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 10
unz Hafhverf opnaðist, og þá sléttist nú undir kjölnum. Nokkurn kipp innan við mynni Hafhverfis hafa Danir sett upp veðurathugunarstöð þá sem dag- lega heyrist ranglega nefnd Kristjánssund í íslenzka útvarp- inu í staðinn fyrir Hafhverf, sem er hið forna og rétta heiti. Við sigldum nú vestur sundið, sem er örmjótt milli himinhárra, næstum þverhníptra hamra- veggjá þar sem gróður festir ekki annan en yngtór á stöllum og meðfram fossandi lækjum. — Á nokkrum stöðum eru þó smávilc inn í bergvegginn og þröngar dalskorur sem opna leið afrennsli frá jöklinum efra, sumstaðar í sjó niður en þó víðar aðeins hálfa leið. Kokknum batnaði sjóveikin strax og slétti og tók hann nú til við að gera mönnum úrlausn með fæðuna; steikti egg og sló skyr sem hann hafði verið svo forsjáll að eyða ekki fyrr. — Gengu menn glaðir til hvílu er lagzt hafðiverið við akkeri í smáfirði einum fyrir vestan sundið, en höfði mikill sem gengur til suðurs gerir krók á enda þess og taka þá önnur sund við í ýmsar áttir. Fjörður sá sem við lögðumst á kallast Kangerdluk (-fjörður á grænlenzku, en mun hafa heitið Tófafjörður til forna. Er hann einskonar áframhald af Kófsundi (- Persussoq) sem sker sig þvert fyrir enda Hafhverfis frá suðri milli eyjanna Halllendu (- Sivin- gnaneq) og Málmeyjar. Til norðausturs frá mynni Tófafjarðar gengur hinn forni Skagafjörður (sem á grænlenzku heitir Illua — innfjörður). Norð- an við Tófafjörð gengur til norð- vesturs úr Skagafirði fjörður að nafni Kangikitsoq — Höfðafjörð- ur og upp af honum Sölvadalur hinn forni með stöðuyötnum og daladrögum yfir að Kétilsfirði. Nú seinkuðum við klukkunni um þrjá tíma og settum hana jafna grænlenzkum meðaltíma. Með birtingu kl. 7 morguninn eftir, sunnudaginn 23. ágúst, var akkerum létt og haldið sem leið 144 liggur vestur með Hallendu og Halaev (Pamiagdluk), sem báðar liggja þarna suður af mynni Skagafjarðar. Kipp fyrir sunnan Tófafjörð beygir norðurströndin til vesturs. Þar rétt fyrir vestan gnæfa upp tvær samofnar fjall- spírur á annað þúsund metra há- ar, líkt og risavaxin grýlukerti úr graníti sem reist hafa verið upp á endann. Fjall þetta heitir Rauöafjall (Augpalartoq qaqaq). Austan við það er lítill vogur, sem gríðarmikil granítklöpp skyggir þó á. I kvos þar ofan við er þorpið Rauðavík (Augpalar- toq). Sáum við nokkur húsanna, og þar á meðal kirkju upp fyrir klöppina. Einhver skúta lá þar inni á voginum, þegar við fórum framhjá, og ísjaki stóð grunn við innsiglinguna. Vestur þaðan liggur sundið meðfram bröttum hamrahlíðum og endar í vogi þaðan sem mikil dalskóra gengur vestur yfir landið allt til Ketils- fjarðar (Tasermiut). Heitir dal- skora þessi Itivdlerssuaq, sem ég þýði Lágheiði á íslenzku. En nú snerum við af leið og stefndum til suðvesturs, niður Mjósund (Torsukataq) í átt til hafs, en við enda þess gnæfir eyjan Nunarssuaq — Háey, 775 m. há og varnar hafrótinu að ber- ast inn í sundið. Var nú haldið út með Háey að sunnanverðu til þess að komast á hreinar leiðir Vesturbotns. Síðan var siglt framhjá Frameyjum (Savssat) vestur af Háey og haldið út fyrir Eiríkshólma (Kitsigsut) sem eru margar gróðurlausar klettaeyjar um fjórar sjómílur undan landi þar vestur af. Þegar við sigldum vestur sund- in um morguninn glóði allt af sól- skini og hin stórfenglegu og mik- ilúðlegu fjöll undir Hvarfi voru vafin svo margvíslegri litadýrð að ekki verður með orðum lýst. Fjöllin eru víða sem ein hella frá sjávarmáli upp á brún og skift- ast á þeim ótal litbrigði líkt og af margvíslegum gróðri sé þann- ig að tilsýndar er sem sjái á grænar grasbreiður með blóma- skrúði eða gulnaða móa þar sem er nakið bergið, máð af næðing- um hafvindanna. Uppi yfir gnæfa hin furðulegustu fyrirbæri hnjúka og tinda, sem taka á sig ótrúlegustu myndir manna og dýra og alls konar kynjavera, sem stigið hafi út úr heimum álfa og trölla eins og þjóðsögum, gnæfa sem „risar á verði við sjóndeild- arhring“. — Ég hef að minnsta kosti hvergi séð stórfenglegra landslag. Það er sem það hrópi ómótstæðilegu kalli með þögn- inni og tignleikanum að ennþá sé hér ólesin sagan um liðin ör- lög og óræða framtíð. Það væri hægt að raða upp heitum ýmissa kennileita sem menn með samvistum við þessa náttúru fegurðar og feikna hafa reynt að túlka með áhrifamagn hennar á hugi sína og skapað með því sögu samofna mikilúðleik landsins. En hverju skiptir það í stuttri grein um lítilmótlegt ferðalag nokkurra fiskimanna á litlu skipi til þess að draga annað enn minna burt frá ströndum þessa stórbrotna lands. Sólin skein á bláum himni yfir þessa töfrandi fegurð. Hinn mikli Þór (Tornarseuaq) yppti áru sinni yfir kolla granna sinna upp móti heiðríkjunni og var sem gullnum eldi slægi á ásjónu hans er landið fjarlægðist smám sam- an og þokumistrið sem lá til hafs- ins færði sig ofar smátt og smátt unz höfðar og fell hurfu í móð- una. Suðurhöföi (Kangeq kujatd- leq) Drangeyjar hvarf loks sýn- um til suðausturs. Og loks deyfð- ist landsýn öll sem í þokubakka til austurs, og höfðum við ógreini- lega landsýn úr því vegna þoku og rigningarúða næstu daga, er við héldum norður með landinu. Kokkurinn hafði glímt við að brenna uppþýtt íslenzkt lamba- kjöt meðan stímað var gegnum fegurð sundanna og glöddu menn nú maga sína við bras og súpu um það leyti, er lagt var út á lognværar Öldur Vesturbotnsins. Framh. í næsta blaði dk Á VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.