Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Qupperneq 12
STÖDUGLQKISKIPA
IHHBI
Frá Skij»»sko«)iiii IKíklsins.
■nni
1. Inngangur-
Dagana 29. október til 1. nóv-
ember 1968, hélt sérnefnd Al-
þj óðasiglingamálastof nunarinn-
ar, IMCO, áttunda fund sinn í
London. Þátttakendur í störfum
þessarar nefndar eru frá eftir-
farandi 17 löndum: Bandaríkjun-
um, Belgíu, Bretlandi, Canada,
Danmörku, Finnlandi, Frakk-
landi, Hollandi, Islandi, Ítalíu,
Japan, Noregi, Póllandi, Spáni,
Svíþjóð, Sovét-Rússlandi og
Vestur-Þýzkalandi. Ennfremur
starfar fulltrúi frá Matvæla- og
Landbúnaðarstofnuninni (FAO)
í nefndinni, sem ritari, ásamt
starfsliði IMCO.
Hjálmar R. Bárðarson, skipa-
skoðunarstjóri, var á þessum
fundi endurkjörinn formaður
nefndarinnar, og G. C. Nickum
frá Bandaríkjum Norður Am-
eríku (USA), var endurkjörinn
varaformaður.
Nefndin hefur nýlega afgreitt
146
tillögur um alþjóðleg stöðugleika-
mörk fyrir fiskiskip og ýms
atriði þeim iskyld, m. a. um ís-
ingu skipa o. fl., en mörg þeirra
eru þó áfram á dagskrá nefndar-
innar, því þau krefjast frekari
athugunar og rannsóknar.
Á þessum fundi nefndarinnar
voru sýndar tvær kvikmyndir.
Norska sendinefndin sýndi kvik-
mynd af tilraunum í tilrauna-
stöð með að hvolfa líkani af fiski-
skipi, sem látið var sigla í reglu-
legum sjó á móti. Þessum rann-
sóknum er nú haldið áfram í
Noregi og verður síðan lögð fyrir
nefndina skýrsla yfir árangur
þessara rannsókna.
Hin kvikmyndin, sem sýnd var,
var af frönskum tilraunum með
líkan af tuna-fiskiskipi, sem
statt er á bylgjutoppi, en skýrsla
yfir þessar rannsóknir var lögð
fyrir nefndina og verður rædd
frekar hér á eftir.
2. Fríborð fiskiskipa.
Nefndin hefur á undanförnum
fundum rannsakað fríborð fiski-
skipa og áhrif þess á stöðugleik-
ann og almennt öryggi fiskiskipa
og áhafna þeirra að störfum. Á
síðasta fundi nefndarinnar var
samþykkt að fríborð fiskiskipa
yrði að vera nægjanlegt til að
uppfylla eftirfarandi skilyrði.
a) Að tryggja að skipið geti upp-
fyllt þær lágmarkskröfur um
nauðsynlegan stöðugleika fiski-
skipa, sem nefndin hefur þegar
samþykkt og gengið frá, sem til-
lögu.
b) Að tryggja nægjanlega mikið
öryiggi fyrir menn, sem vinna
þurfa á opnu þilfari við fisk-
veiðar, og
c) Að tryggja svo sem verða má
öryggi gegn því, að sjór komist
inn í vatnsþétt lokaða hluta
skipsins, og þá samtímis tekið
tillit til styrkleika og þéttleika
lokunarbúnaðar, svo og áhrifa frá
sjávarfylltu þilfari á stöðugleik-
ann, þ. e. a. s. þegar sjór fyllir
þilfarið, og bindst þar um stund
áður en hann nær að renna út
aftur.
Á þessum fundi ræddi nefndin
VlKINGUR
Fífill fullhlaðinn inn með loðnu.