Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 13
athugasemdir á vinnuskjölum frá Frakklandi, Noregi, Islandi og Svíþjóð við fyrri rannsóknir Sovét-Bússlands á áhrifum á frí- borðið frá sjávarfylltu þilfari. Einnig voru ræddar frekari rann- sóknir þessa atriðis frá Noregi, Bretlandi og Sovét-Rússlandi. Nefndin samþykkti að athug- unum á lágmarksfríborði fiski- skipa skyldi haldið áfram á þeim grundvelli, sem hér fer á eftir: Þegar um er að ræða ný þil- farsfiskiskip, sem ætlað er að nota til úthafsveiða og án sér- staks tillits til veðurs, skal frí- borðið vera nægjanlega mikið til að öll skilyrðin a), b) og c) hér að framan, séu uppfyllt. Þess var þó sérstaklega getið, að ekki er hægt að tryggja að skilyrðin a), b) og c) séu uppfyllt með kröfu um fríborðið eitt sér. Skip með fríborð núll miðskipa geta upp- fyllt þessi skilyrði, ef hægt er að treysta nægjanlega stórum vatns- þétt lokuðum þilfarshúsum, enda sé þá styrkleiki, lokunarbúnaðar og annað varðandi þéttleikann fullnægjandi til að gera sama gagn og nægjanlega stórt frí- borð annarra skipa, með minni eða veikari yfirbyggingar. Með tilliti til örðugleika við að hafa nægjanlegt eftirlit með hleðsluborði fiskiskipa á hafi úti, eins og rætt er um í vinnuskjali frá Bandaríkjum Norður Am- eríku, þá taldi nefndin, að vanda- málin varðandi lágmarksfríborð til að tryggja nauðsynlegan stöð- ugleika, yrði bezt leyst þannig, að tryggt væri með útreikning- um, þegar skipið væri teiknað og smíðað, að hægt væri að hlaða skipið þannig í notkun, að lág- marksstöðugleiki væri tryggður. Upplýsingar um slíka hleðslu væru afhentar skipstjóra skips- ins, ásamt stöðugleikagögnum fyrir skipið. Þannig yrði ábyrgð- in á hleðsluástandi skipsins og þar með stöðugleika þess hverju sinni ávalt á ábyrgð skipstjóra. Nefndin samþykkti að halda áfram rannsóknum á áhrifum bundins sjávar á þilfari á stöðug- leikann með tilraunum með fiski-jg skipalíkön og á annan hátt að sannprófa niðurstöður rússnesku rannsóknina. Á þessum grund- velli er hugmyndin að reyna að komast að raun um viðbótar stöðugleikamörk yfir fríborð og stöðugleika, sem gætu síðan orð- ið til enn aukins öryggis fiski- skipa. Nefndin lýsti því hinsvegar yfir, að henni væri ljóst, að tryggj a mætti nægjanlegan stöð- ugleika ýmissa gerða fiskiskipa, með því að miða við önnur stöð- ugleika-atriði samfara ákvæðum um lágmarksfríborð, sem ákveðið hefði verið af siglingarmála- stofnunum hverrar ríkisstjórnar með tilliti til veðurfars á veiði- svæðum, hleðslu skipanna og gerð þeirra. Nefndin ákvað að þátttöku- þjóðirnar skyldu gera frekari út- reikninga á eigin fiskiskipum á hallagráðum og fríborði sam- kvæmt nánari ákvæðum, sem nefndin hefur sett sér. Árangri þessara útreikninga skal skilað til Alþjóðasiglingamálastofnun- arinnar (IMCO), fyrir 1. apríl 1969, og Sovét rússneska sendi- nefndin tók að sér að vinna úr þessum gögnum og skila skýrslu um þetta mál fyrir næsta fund nefndarinnar, sem haldinn verð- ur 30. september til 3. október 1969. Á þessum fundi nefndarinnar ræddi nefndin skjal, sem brezka sendinefndin hafði tekið saman, samkvæmt ákvörðun síðasta fundar, um þau megin-atriði í smíði fiskiskipa, sem áhrif hafa á stöðugleika fiskiskipanna og ör- yggi áhafna þeirra. Þessi atriði eru sum hliðstæð ákvæðum ann- ars kafla alþjóða-hleðslumerkja- samþykktarinnar frá 1966, en eins og kunnugt er, nær hún ekki til fiskiskipa. Ákveðið var að allar þátttöku- þjóðir nefndarinnar skyldu rann- saka frekar þessar frumtillögur og senda athugasemdir og breyt- ingartillögur til Alþjóðasiglinga- málastofnunarinnar fyrir 1. apríl 1969. Sendinefnd Bretlands tók að sér að vinna úr þeim gögnum, sem bærust, og semja síðan end- urskoðaða tillögu, og yrði þá leit- ast við að ljúka þessu atriði á næsta fundi nefndarinnar. 3. Stöðugleiki fiskiskipa í sjó. Á síðasta fundi nefndarinnar var ákveðið að auka þær rann- sóknir, sem fram til þessa höfðu miðast við stöðugleika fiskiskipa meðan þau eru stödd á bylgju- toppi, en það ástand er sérstak- lega hættulegt, þegar siglt er undan sjó, eins og kunnugt er. Þessar rannsóknir ná því nú til almennra rannsókna á stöðug- Það flýtur meðan ekki sekkur. VÍKINGUR 147

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.