Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Síða 18
MÝTT SKIP
„Helga Guðmundsdóttir11
Stœrsti fiskibátur Yestfjarða, m/s „Helga Guðmundsdóttir,“ kom til heimaliafnar
sinnar, Patreksfjarðar, í byrjun marz s.l. Báturinn var smíðaður í skipasmíðastöð
Erlings og Bjarna á Akranesi. Teikningu af skipinu gerði Benedikt Erlingur Guð-
mundsson. —■ Samkvæmt nýjum mælingarreglum fiskislcipa er „Helga“ 322 brúttó-
lestir að stærð. Aðalvélin er MWM 990 hestöfl. í reynsluför komst gangliraðinn
upp í 13 mílur. Tvær „Fromhut“ 105 hestafla Ijósavélar framleiða raforku fyrir
skipið, er það riðstraumur, 220 volt og 50 rið. — Allar vistarverur eru hitaðar
með rafmagni, og eru ibúðir allar aftan miðskips. — Skipið hefur tvær þver-
skrúfur og er búið öllum nýtízku fiskileitartækjum, tveimur radartækjum og veg-
mæli af „Sallog" gerð. Fullkomin áliöld eru um borð til viðgerðar á tækjum og
vélum skipsins. Er skip og búnaður allur hið vandaðasta og til mikilla fyrir-
myndar. H.f. „Yesturröst gerir skipið út, og er Finnbogi Magnússon skipstjóri
skipsins, en 1. vélstjóri er Búi Guðmundsson.
þrjár raðir af hringlaga skurðum,
sem voru í tengslum við sjóinn.
Platon segir líka, að um miðbik
borgarinnar hafi komið þar upp
bæði heitt og kalt vatn.
Prófessor Galanopoulos hefur
eftir frásögnum Platons sett sam-
an sögu eyjarinnar Theru.
Platon segir að eyjan hafi
sokkið. í sæ 9000 árum áður en
hann fæddist og hafi verið geysi-
mikið landflæmi.
Galanopoulos lítur svo á að
Platon hafi þarna orðið á mikil
mistök. Hann telur heimspeking-
inn hafa gert sig sekan um óná-
kvæmni, bæði hvað snertir tíma-
ákvörðun og landstærð, sem mun-
ar hvorki meira né minna en 10
faldri ónákvæmni.
Framsetning Platons hafði þau
áhrif, að menn héldu heilt megin-
land hafa farizt þarna með ótrú-
lega gamla minoíska menningu. 1
stað þess er hér um tiltölulega
litla eyju að ræða, sem líður und-
ir lok fyrir miklu skemmri tíma
en Platon ákvað.
Sú eyðilegging, sem gekk yfir
Théru var að víðáttu til sérstætt
fyrirbrigði.
Haffræðingar hafa fundið eld-
fjallaösku, sem þekur gríðarstór
svæði á hafsbotni Egea-hafsins.
Amerískur vísindamaður, Bruce
Heason, hefur sérstaklega kynnt
sér þetta. Hann telur gosið, sem
átti sér þarna stað, hafi verið
mjög svipað gosinu í Krakataus
árið 1883 í Indonesíu. Síðara eld-
gosið var enn kröftugra.
I Indonesíu fórust þá 36000
manns og margar smærri eyja
hurfu af yfirborðinu. Þá mynd-
uðust haföldur, 35 m. háar. Þess-
ar öldur breiddust út og fóru
þrisvar umhverfis jörðina, áður
en þær jöfnuðust.
ösku skaut upp í háloftin í
slíku magni að það hafði litar-
áhrif á sólsetur allt umhverfis
jörðina í heilt ár (Biskups hring-
ur).
Samkv. athugunum ameríska
vísindamannsins telur hann, að
gosið á Théru hafi eyðilagt land-
búnað mionísku menningarinnar,
sem leiddi af sér algjört hrun
þessarar menningar á egisku eyj-
unum kringum 1400 f. Krist.
1'OnM.KIFAFIMHJH
VEKUR ATIIYGLI.
Framhaldsrannsóknir leiða í
ljós, hvort þetta er Atlantis eða
ekki — ef á annað borð verður
nokkum tíma hægt að sanna það.
En að finna heila mínoiska
borg á eyjunni Théra er einn
stærsti viðburður fornleifafræð-
inga á þessari öld.
Vísindamennimir telja að hér
hafi verið borg af stærðinni IV2
fermíla með 30000 íbúa. Þeir áttu
heima í litlum steinhúsum með
tveim til þrem íbúðum. Vísinda-
mennirnir hafa líkafundiðsumar-
höll einhvers ríks höfðingja.
Frá fornleifafræðinga-sjónar-
miði hafa nokkuð góðir hlutir
gerzt þarna, því að við gosið
grófst nær öll borgin í ösku, en
askan hefur varðveitt ýmsa hluti
allt til vorra daga, sem annars
hefðu eyðzt og hefur tekizt að ná
mörgum munum óskemmdum upp
á yfirborðið.
Nokkuð svipað átti sér stað í
rómversku borgunum Herculane-
um og Pompej árið 79. En þá
kom gos úr Vesúvíusi skyndilega
öllum að óvörum. Grófst þar
fjöldi manna ásamt eignum sín-
um í þykku öskulagi.
Nákvæmar gipsafsteypur hafa
verið gerðar af mannslíkömum í
dauðatygjum, en slík för komu
fram í öskulaginu eftir fólkið,
sem lézt í þessum hroðalegu nátt-
úruhamförum. — Eru afsteypur
þessar áhrifamiklar og hræðileg-
ar í senn og sýna kvalafullan
dauðdaga.
Fornaldaríbúar eyjarinnar
Théru virðast hafa sloppið við
þennan hræðilega dauðdaga. Við
uppgröft á eyjunni hafa aðeins
fundist tvær beinagrindur af
mönnum. Einnig finnst ekkert
verðmæti úr gulli eða silfri. Gíg-
urinn virðist hafa gert boð á und-
an sér.
Áframhaldandi rannsóknir á
minoískum menningarborgum og
þá sér í lagi á borginni á gömlu
Théru mun kannske alveg á næst-
unni leiða til þess að rökræðurnar
um Atlantis taki enda og allsherj-
ar punktur verði þar á settur.
Þýtt úr svenska Sjamannen.
Vertu sanngjarn og þolinmóður
gagnvart þeim, sem eru gáfaðri og
göfugri en þú.
152
VÍKINGUR