Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 20
*
Maður nokkur hringdi í tann-
lækni og pantaði tíma. „Því miður
ekki í dag. „Ég á eftir að fylla 18
holur.“
Að því mæltu tók hann golfkúl-
urnar sínar og labbaði sig út á gólf-
völlinn.
*
Norska skáldið Arnulf Överland
sagði í einum fyrirlestri, sem hann
hélt í Danmörku vorið 1956:
„í Noregi notum við þrjú mál.
Ríkismál, landsmál og slagsmál!“
Hagnýt sálfræði.
Forstjóri nokkur auglýsti eftir
einkaritara og fékk sálfræðing til að
dæma um hæfni umsækjenda.
Þrjár stúlkur sóttu um stöðuna
og lagði sálfræðingurinn sömu
spurninguna fyrir þær:
„Hvað eru tveir og tveir?“
Sú fyrsta svaraði hiklaust:
„Fjórir.“
Sú næsta sagði: „Það gætu verið
tuttugu og tveir.“
Og sú þriðja sagði: „Það geta
verið tuttugu og tveir og það geta
verið fjórir."
„Þarna sjáið þér,“ sagði sálfræð-
ingurinn sigri hrósandi, „hvað sál-
fræðin getur verið hagnýt. Sú þriðja
hafði mesta gerhygli til að bera. Ég
tel hana hæfasta til starfsins."
„Hvert er yðar álit ?“
„Ég tek þá ljóshærðu með bláu
augun,“ sagði forstjórinn!
*
Jótar eru ekki sagðir sérlega
hrifnir af Kaupmannahafnarbúum.
Eitt sinn átti sölumaður frá höfuð-
borginni erindi þangað. Hann kom
inn í blaðasölu og bað um Kaup-
mannahafnarbláð.
„Við lesum ekki austantjaldsblöð
hérna,“ var svarið.
*
Sonurinn við föður sinn: „Hérna
er einkunnarbókin mín og hérna er
ein af einkunnarbókunum þínum,
þegar þú varst í sama bekk. Ég fann
hana uppi á háalofti.“
*
„Konan, sem ég leigði hjá síðast
grét þegar ég fór.“
„Það ga?ti nú ekki komið fyrir
mig, — ég læt leigjendurna alltaf
borga fyrirfram."
Hagræðing:
— Því íriiður verður að fresta burtför-
inni — skipsliöfnin er of fjölmenn.
í dönsku blaði stóð nýlega:
„Stórveldin prédika sýnkt og heil-
agt að þau séu alltaf að berjast
fyrir friði.“
„Hvernig væri að skipta einu
sinni friðarverðlaunum Nobels á
milli þeirra, ef það mætti verða til
þess, að þau færu að hugsa um frið
í alvöru!“
*
„Gafst þú honum ekkert fyrir að
bjarga þér frá drukknun?“
„Jú, hundrað krónur. Og hvað
sagði hann?“
„Ekkert, hann starði stundarkorn
á mig og gaf mér svo fimmtíu krón-
ur til baka!“
*
Dómarinn: „Er yður ljóst, að með
því að hlaupast frá konunni yðar
eruð þér að bregðast skyldu yðar;
gerast liðhlaupi.“
Sakborningur: „Ekki liðhlaupi,
hr. dómari. Ég krefst þess að verða
sýknaður og fá að njóta lagaverndar
sem flóttamaður frá einræðisríki!“
— Felst hætta í því acV konur gerist stýrimenn?
k
»
c
154
VÍKINGUR