Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 24
Sif/fús II. Yahlimarsson: KRISTILEGT sjómannastarf Mig- langar til að ræða þetta efni með nokkrum orðum í mál- gagni sjómannanna sjálfra, „Vík- ingnum," því það finnst mér bezt til hlýða. Eins og allir vita, eiga sjó- mennirnir oft við hinar erfiðustu aðstæður að búa. Margir eru fjarri heimilum sínum um lengri eða skemmri tíma, og fara því margs á mis, sem annars væri. Oft reynir á þrek og dug í sam- skiptum við hamfarir náttúrunn- ar, og sjálfsagt finnur þá margur til vanmáttar síns og viðurkennir að sá er einn sem ræður yfir vindi og sjó, og að hann hefir mátt til að lægja hinar hæstu öld- ur, og vísa skipinu heilu og höldnu til hafnar eins og á Genesretvatninu forðum. En hvað tekur þá við? Ef til vill eru þeir eftir, sem áður, fjarri öllum vinum í ókunnri höfn. — Margir velja þá samfylgd með Bakkusi, og reyna með aðstoð hans að skemmta sér og hafa það gott þann frítíma, sem gefst, en oftast fer það svo að Bakkus tek- ur sér alræðisvald yfir þessum mönnum, og þeir verða því nauð- ugir, viljugir að hlýða í einu og öllu. Afleiðingarnar verða því dapurlegar ef ekki sorglegar, svo þegar aftur er komið til skips, hefir pyngjan lézt til muna, en vonbrigði og söknuður aukist að sama skapi hið innra með mann- inum. Aftur er svo haldið út á hafið, og beðið næsta tækifæris til að endurtaka þennan sorgarleik. Snörurnar eru lagðar sem víð- ast út. Allt er gert til að auðvelda þessum mönnum, ásamtallriþjóð- inni, aðgang að sölum Bakkusar konungs hins grimma. Svo virð- ist sem það sé orðið stórt kapps- mál hjá bæjar- og sveitarfélögum að hafa sem flesta slíka staði inn- an sinna vébanda, og gera það meira að segja í nafni menningar- innar. Ríkið er látið verzla með áfengi, og þjóðinni hefir verið fluttur sá boðskapur um áraraðir að hún geti ekki lifað mannsæm- andi lífi án þeirra flöskutekna, sem þessi verzlun gefur af sér, og því til sönnunar eru birtar mjög háar tölur. Nú væri fróðlegt að láta það undratæki, sem nefnt er rafmagnsheili, reikna það út hve mikið það kostar þjóðina raun- verulega að hafa áfengið. Þá er ég viss um að útkoman verður ekki svo hagstæð fyrir þjóðarbú- ið, sem valdhafarnir hafa viljað vera láta. Oft er svo langt gengið til að greiða fyrir þessum óheilla- vænlegu viðskiptum, að jafnvel opinberir aðilar haldi hlífisskildi yfir leynivínsölum, sem fyrir allra augum, afgreiða almenning á livaða tíma sólarhringsins sem er. Svo er hamrað á því, að bæta við áfengum bjór. Það ber ekki sjaldan við, er sjómenn koma til hafnar að næturlagi að þeir séu orðnir drukknir þegar dagur rís. Engir finna betur en sjómennirn- ir sjálfir hve mikið vandræða- ástand ríkir í þessum efnum hér á landi. Hafa margir látið það í ljós við mig. Og fram kom á síð- asta sjómannasambandsþingi ósk um frekari úrbætur með sjó- mannaheimili. En hefir þá ekkert verið gert til hjálpar sjómönnum í þessu efni? Jú, á nokkrum stöðum eru sjómannastofur, auk þess starfs sem ég undirritaður hefi um ára- bil séð um í nafni Salem safnað- arins á ísafirði, og nánar verður vikið að síðar. Öllum þeim aðilum og öðrurn sem að þessum málum vinna, ber að þakka. Þetta eru spor í rétta átt. En betur má ef duga skal. Við erum í samkeppni við aðr- ar þjóðir í svo mörgu, og stönd- um þeim framar í sumu, en hér erum við langt á eftir nágranna- þjóðum okkar. Skal ég nú sýna fram á með nokkrum orðum starf- semi þeirra í þessu efni. Norð- menn eiga 34 sjómannaheimili víðsvegar út um heiminn, og heimafyrir svipað, og 3 trúboðs- og sjúkraskip sem fylgja fiski- flotanum eftir. S.l. ár gaf norska sjómannatrúboðið 34.500 jóla- pakka til sjómanna. Svíar eiga 68 heimili erlendis og 44 heima. — Danir eiga 34 sjómannaheimili og auk þess 2 á Grænlandi og 1 í Englandi. Einnig eru starfi’ækt á vegum sjómannatrúboðsins 2 hvíldarheimili fyrir sjómanns- ekkj ur. Gi’eiða útgerðarf élögin dvalarkostnað þeirra þar. Færey- ingar eiga einnig mörg slík heim- ili, bæði heima og á Grænlandi, og einnig í Reykjavík. Hafa Reyk- víkingar kynnst þeirra mikla áhuga fyrir þessu máli. Allt þetta starf nágranna vorra, er unnið á kristilegum grundvelli, og hefir sjómannatrú- boðið forustuna í því, þó margir aðrir hafi þar lagt hönd á plóg- inn til hjálpar. Hið opinbera í sumum tilfellum, útgerðarfélögin bæði með beinum fjárframlögum, og ókeypis flutningur á vörum fyrir starfið, og ferðir starfs- manna þess með skipum félag- anna. Varð ég aðnjótandi þessa velviija fyrir nokkrum árum frá erlendu skipafélagi sem bauð mér ókeypis ferð fram og aftur með skipi sínu til að kynnast nánar VÍKINGUR 158

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.