Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Qupperneq 35
► > Á myndinni sjáum við stórar lokur í ánni Rín. Tvær aðrar lokur eru í smíðum annars- staðar í ánni og skal þeim framkvæmdum lokið árið 1970. Með þessu er komið á vatns- miðlun, sent eykur siglingamöguleika um fljótin og hindrar sjómengun fljótanna. asta borg Hollands með 730.000 íbúa á 200 ferkílómetra svæði, fjölmennari er aðeins hin marg- umtalaða og glaða söguborg, Am- sterdam, með um 900.000 íbúa, og þriðja að fólksfjölda er sjálf höfuðborgin, Haag, með um 600 þús. íbúa. Þar býr drottningin, og þar á þjóðabandalagið sínar merkilegu byggingar. Holland er þéttbýlasta land Evrópu, eða um 15 til 20 sinnum þéttbýlla en Norðurlöndin, og borgirnar til- tölulega þéttbýlli en landsbyggðin. Stærsta útgrafna hafnardokka veraldarinnar er í Rotterdam, Waalhaven, er hún yfir 300 hekt- arar að stærð, og stærsta olíu- hreinsunarsamstæða í veröldinni er staðsett í Europort olíuhöfn- inni, og ein er fær um nú í dag að veita þjónustu og afgreiðslu risa- tankskipunum, sem komin eru upp í fleiri hundruð þúsund tonn. Sem höfn er Rotterdam svo stórkostleg, að ég sé mér ekki fært að gefa í stuttri grein mynd af öllum þeim ósköpum sem þar er að ske og sjá, í slippum, skipa- smíðastöðvum, skipaafgreiðslum, VÍKINGUR verksmiðjum allskonar, og olíu- iðnaði, verzlun og viðskiptum. Það gæti fyllt margar bækur, en ég mun reyna að gera grein fyrir því helzta, svo lesandinn geti gert sér grein fyrir mikilleik hafnar þessarar. Rotterdam er fyrst og fremst borg athafna, starfs og strits, og þar er dagurinn byr j aður snemma, og við lestun og losun er unnið alla daga, allan sólarhringinn. Atvinnan þarna og iðnaðurinn hefur haft upp á meiri afkomu- möguleika að bjóða en landbúnað- urinn, og flóttinn úr sveitunum hefur ekki riðið þar hjá garði frekar en annarsstaðar og haft lamandi áhrif á þá grein þjóðar- búskaparins, en launin og vinnu- fyrirkomulagið hefur ýtt undir flutninga þessa, að ógleymdri þeirri ákvörðun Rotterdambúa, að gera borgina að miðdepli Evrópu- viðskipta og stærstu hafnarborg heimsbyggðarinnar, sem mikið kapp hefur verið lagt á, enda ár- angurinn eftir því, og því tak- marki nú endanlega náð. Þegar litið er á borgina, þá ein- kennist hún af litlum 3 til 4 íbúða- húsum, byggðum í hollenskum stíl, með gaflana út að götunni. Dyraumbúnaður og gluggabogar eru oftast hvítmálaðir og lyftir það heldur og lífgar upp á hið til- breytingarlausa og alltof almenna húsaform gatnanna. í mikilli andstöðu við þetta húsaform sem hér hefur verið lýst er svo nýi hluti borgarinnar og miðbær með eldspýtustokka form- aðar hallir og slot, há rétthyrnd og köntuð skrifstofustórhýsi og verzlunarmagasín upp á fleiri hæðir og fjölbýlisblokkir í sama stíl. Einnig eru einkennandi fyrir nýja hlutann og miðborgina hin- ar breiðu umferðargötur. Ástæð- una til þessa regin munar í út- færzlu og byggingarfyrirkomu- lagi borgarinnar má rekja 29 ár aftur í tímann eða til stríðsár- anna. 1 maí 1940 þegar Þjóðverj- ar jöfnuðu miðborgina við jörðu, eitt af þeim fáu húsum sem eftir stóðu var ráðhúsið, sem stendur enn með mikilli reisn, umkringt verzlunarhúsum. Framan við ráðhúsið hinumeg- in við „Cool Singek' minnismerk- ið, opnast hið stóra verzlunar- hverfi, „Lijnbaan," þar sem allar lystisemdir veraldarinnar eru á boðstólum, vörur, skraut og varn- ingur frá öllum löndum heims, topp móður og tízka í öllum grein- um fjölbreytileikans, á toppverði og með vingjarnlegu brosi af- greiðslufólksins í kaupbæti. Höfnin í Rotterdam er heilt æfintýri og mikill undraheimur Rotterdam — olíuhöfn. 169

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.