Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 37
Rotterdamhöfn.
komast undan að finna, líkt og
persónuáhrif manna.
Áhrif Rotterdam eru margvís-
leg, en þó mest einkennandi í
verzlun og viðskiptum, fljótri,
góðri og yfirgripsmikilli hafnar-
þjónustu, þar sem andi athafna
og framtaka er áberandi, frábær
hagkvæmni, skipulagning og
hreinlæti hvert sem litið er,
vinnugleðin og afköstin mikil.
Þeir skilja og vita og það ljómar
upp þeirra starfsíþrótt og vinnu-
rythma, að þeir eru að byggja
upp hafnarborg, sem á afkomu
sína undir hinni hörðu sam-
keppni í heimsviðskiptunum, þar
sem þjónustan, hraðinn og vinnu-
tæknin ráða miklu um árangur-
inn.
Gleði- og skemmtistaðaborg er
Rotterdam ekki í samanburði við
margar aðrar borgir, en þar eru
að sjálfsögðu dansstaðir, fínir
matsölustaðir, kvikmyndahús og
næturklúbbar og aðrar lystisemd-
ir gjálífsins, og má þar minna á
Kinatown, sem er safn gleðihúsa
og bara, með skækjur í hverju
skoti, þar er lífstakturinn annar
en á hafnargörðunum, þó báðir
staðirnir einkennist af ys, önn og
hávaða. Þó má þar sjá mannlegt
líf, bæði á réttunni og röngunni,
niðurbrotnar sálir, vonlausar og
einmana, ráfa þar um í eirðar-
leysi sínu, glæsilegar gyðjur sem
ekkert vita hvað þær eiga að gera
við glæsileika sinn og hreysti, ber-
ast hér fyrir straumi freistinga
og nautna, mótstöðulaust til glöt-
unar. Þannig fer æfi margra í
kapphlaupinu um lífsnautnirnar
og veraldargæðin, í darraðadans-
inum um gullkálfinn.
Þar eins og í spillingabælum
stórborganna eru fleiri hendur á
lofti til rána, en til hjálpar, og
þar fer lítið eftir réttlætinu eða
heiðarleikanum. Þegar kúnninn
er búinn að hafa skipti á ver-
aldarauð sínum og viti og víni og
gleðikonum bareigandans, má
hann þykjast góður að komast lif-
andi út lítt sjálfbjarga, þar týna
margir sjálfum sér.
Það tekur aðeins tvær klukku-
stundir að ferðast þvert yfir Hol-
VlKINGUR
land eða eftir því endilöngu, og
fjarlægð frá stað til staðar eru
stuttar, vandima liggur bara í að
skipuleggja leiðir og velja staði
til dvalar eða dundurs, því af
miklu er að velja. Bezt væri að
geta tekið ferð um Holland rólega
og dvalið sem lengst á hverjum
stað. Fjöldi er þar af fögrum stöð-
um úti í náttúrunni, sem er fjöl-
breytt og fögur. Eins má skoða
merkar byggingar, borgir og sögu-
staði, söfn, list, þjóðlíf og þjóðar-
starf í öllum fjölbreytileika,
blómarækt og búskap, markaði og
mannamót, sport, sund, siglingar,
golf, tennis, veðreiðar, kapp-
akstra. Vindmillur, kanala, kast-
ala, kirkjur, fólk í þjóðbúningum,
á tréskóm. Delft leirvörur, bað-
strendur og sjósport. Spurningin
er aðeins hvernig á að skipta
þessu skynsamlegast niður á dag-
inn og tímann. Holland býður upp
á milljón möguleika til að gleðj-
ast yfir og njóta, og tíminn líður
fyrr en varir. Það má fara og
hlusta á fræga hlj ómlistarmenn
og hljómsveitir, óperettur og ó-
perur, og tónleika frá Back og
niður í Beatles.
Concertgebouw í Amsterdam
býður upp á topp class listamenn
allsstaðar að úr veröldinni. Já,
hér er jazz, dixiland, twist og
jafnvel Afro Cuban músik eða
valsar og umpa umpa. Ekki er
gott að benda á neina borg í Hol-
landi og segja hér hefur þú allt,
því svo er ekki, en hver staður
hefur upp á eitthvað sérstakt að
bjóða, en ekki er hægt að skoða
þá alla, en það eru þó þrjár borg-
ir sérstaklega, sem enginn má
láta vera að sjá er til Hollands
kemur, Rotterdam, Haag og Am-
sterdam, stærstu borgirnar, enda
eru þær allar það nálægt hver
annarri að það er vandalaust, að-
eins klukkutíma ferð í bíl eða lest
á milli þeirra, og hverja sem er
má nota sem miðpunkt ferðalags-
ins um nágrennið eða til alls Hol-
lands, eftir því hvernig ferðinni
er hagað.
Fá lönd hafa upp á jafn auðug
og fjölbreytileg söfn af málverk-
um, list og gömlum hlutum að
bjóða og nálægt hvert öðru og
Holland. Til eru þeir hlutir sem
ekki fást hvenær sem vill og hvar
sem helzt, hve mikið fé sem væri
Höfnin í Amsterdam.
171