Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 40
landið, og árleg framleiðsla er á- ætluð um 700.000 tonn d.w. Hollenskir skipasmiðir hafá komið sér upp merkilegri til- rauna- og rannsóknarstöð á stöð- ugleika og sjóhæfni skipa, ,,The Netherlands Ship Model Basin“ við Wageningen, undir yfirstjórn verkfræðinganna próf. Troost, Van Lammeren og Van Manen, sem vakið hefur alheims athygli. Hafið gefur og hafið tekur, er sannmæli í Hollandi ekki síður en annarsstaðar. Starf og stríð Hol- lendinga við hafið og á því, er efni í fjölda bóka, og þeirra hálfa líf. Tíu sumarvikur er ströndin frá Hock van Holland til Den Helder þakin sumar- og baðstrandargest- um. í miðjum maí er mikil hátíð í Vlaardingen, Scheveningen, Ij- muiden og öðrum fiski- og sjávar- þorpum, fiskiflotinn siglir út og þá upphefst mikið kapphlaup um fyrstu vorsíldina. Fyrsta tunnan er flutt með hraði til Soestdijk og afhent líkt og fyrsta vipueggið á vorin til drottningarinnar af Hol- landi, síðan flýgur fiskisagan, síldin er komin og fyrstu dagana þurfa allir að bragða á síldinni, og lnin selst á geypiverði. Síðan iækkar hún og þegar hún er kom- in niður í 10 cent þá er sumarið komið. Hátíðisdagar Hollendinga eru litskrúðugir, t.d. afmælisdagur drottningar 30. apríl. Þá eru Drath Orgel keyrð um allar götur og músik og marseringar barna, riddaraliðs og lögreglu punta upp á umhverfið. Þriðja þriðjudaginn í september þegar drottningin og prinsinn og prinsessurnar aka í gullkerru til Riddarasalsins í Haag. 4. maí er minningardagur fallinna í síðustu heimsstyrjöld. I febrúar er Karneval í Brabat og Limburg og víðar, og ljóshátíðir eru haldnar víða og á ólíkum tím- um og Luciu-hátíðir og afmælis- dagar borgarstjóra eru ávallt haldnir hátíðlegir. Því meira sem ég sé af Hol- landi, því ljósara er mér hvað það hefur upp á mikið að bjóða, og Fyrir um það bil 22 árum lét einn stjórnarmaður Síldarverk- smiðja ríkisins þau orð falla í umræðum um bræðslusíldarverð- ið inn til verksmiðjanna: „Hvað varðar okkur um þjóðarhag.“ Þessi ummæli munu vafalaust hafa verið bókuð í doðranta verk- smiðjanna, og þá væntanlega í samhengi við umræðuefnið, sem var á dagskrá — hugsanlegt há- marksverð hráefnis til verksmiðj- anna — og túlka skoðun þessa stjórnarmanns, að því hafi verið, þá eins og fyrr og síðar, takmark sett. En þrátt fyrir það að öll stjórnin mun hafa verið innilega sammála um þessa staðreynd, og þá jafnframt einhuga um að reyna að stilla því svo í hóf að vonir gætu staðið til að afkoma verksmiðjanna yrði sæmileg,voru hin tilfærðu orð strax gripin á lofti, og hafa lengst af, þann tíma síðan þeim var sleppt, verið túlk- uð sem óvéfengj anleg sönnun um óþjóðlegar hugrenningar Þórodds Guðmundssonar og hans fylgis- manna. Til þessara ummæla hef- ur verið gripið, í tíma og ótíma, þegar mikils hefur þurft við þurfa. Framámenn þjóðarinnar, allt frá óbreyttum Alþingismönn- um til hæstvirtra ráðherra, hafa vitnað til þeirra, svo að þeir gætu kryddað mál sitt, bæði í ræðu og riti. Þessi setning var gullkorn, sem ólnigsandi er að telja það allt upp í stuttri grein. Þessi dugmikla, hagsýna, frið- sama og vinnusama þjóð á enn um ófyrirsjáanlega framtíð eftir að leggja mikið af mörkum í við- skipta-, verzlunar- og samgöngu- málum heimsbyggðarinnar og bar- áttu mannsins fyrir betra og auð- ugra mannlífi. ekki mátti týnast, eða falla í gleymsku, og þótti þá ekki ástæða til að birta samhengi hennar við aðra „parta“ ræðunnar. Margir munu hafa talið þessi orð óþarflega oft tuggin upp, og þeim lítt til framdráttar sem oft- ast gripu til þeirra. Þau hafa þá líka minna verið notuð, nú hin síðustu árin, af hvaða ástæðum sem það kann að vera. Hvort þau, þrátt fyrir allt, eru ekki alltaf jafn fersk og ilmandi, eða að hugarfarsbreyting hafi orðið hjá þeim landsfeðrum sem oftast gripu til þeirra, og þeir séu farnir að líta á hugtakið „Þjóðarhag" í öðru ljósi. Ég hefi aldrei fundið ástæðu til hinnar miklu hneykslunar, sem þessi spurning Þ. G. olli á sínum tíma, né heldur hinn mikla póli- tíska mátt, sem reynt hefur verið að magna út úr henni, hinsvegar finn ég heldur enga ástæðu til þess að steinhætta að minnast á þessi ummæli svona allt í einu, og ætla að velta þeim lítillega fyrir mér og lesendum Víkingsins,þeim sem kynnu að nenna að fylgjast með. Hvort Þjóðarhagur var betur tryggður með nokkrum aurum hærra verði á síldarmáli, til út- gerðarmanna og sjómanna, en minni von um hallalausan rekst- ur verksmiðjanna, skal ekki lagð- ur dómur á, enda aldrei um það spurt, í sambandi við þessi gull- vægu orð. Hins vegar verður því ekki neitað að óbreyttum borgara get- ur stundum veitzt erfitt að finna umhyggju fyrir Þjóðarhag, hjá, liinum ýmsu trúnaðarmönnum þjóðarinnar, ef athuguð eru verk þeirra og ráðslag allt síðustu ára- tugi. Það er sama hvert litið er til: Ríkisstjórnarinnar, banka- og lánastofnana, forstjóra hinna sí- VÍKINGUR 174

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.