Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Side 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Side 43
oZ/brí j^rá 1930 e^tir ^Jn^ótein LEITAÐ TIL HAFNAR. Vitjaði jarðar vindurinn veturinn settist á f jallatinda. Þá kom af hafi skipstjórinn og skipaði fyrir að binda, binda, bæði með keðju, kaðli og vír svo kuggurinn skuli nú verða kyrr. Svo fékk hann skipun, meistarinn að mætti nú hann stoppa í hinzta sinn helvízkan spólurokkinn sinn. Því hér mun ég þrauka þorrann af þótt þrítugir klettar fari í kaf eins þótt að sólin sýni sig og sunnanvindurinn vermi mig. Því fari það bölvað ég fer eitt fet, fyrr en það stigur mitt barómet. í HÖFN. Ég á kvöldið í kvöld, ég á konungsins völd ræð mínum ferðum og gerðum get allt sem ég vil veit á öllu skil hef enga ábyrgð á herðum Geri lífið að leik kveiki á nautnanna kveik, kem þar sem kunnugir búa. Gef mig gleðinni á vald nú skortir ei gjald á sig sjálfan er sælast að trúa Fyrir líðandi stund læt ég allt mitt pund lífið og æruna að veði allt mitt ævinnar strit. Reynslu og vit fyrir augnablik gef ég með gleði. Þú hlærð kannske að mér því þú veizt hvernig fer það fæst ekki allt fyrir borgun stundin sem er, hún er allt fyrir mér, jeg gef dauðann í daginn á morgun. UR HOFN. Það er laugardagur, lokað öllum búðum logn og birta breiðist yfir bæinn, burtu fer í bílum, litaprúðum fólkið sem býr í borginni við sæinn. í ungum augum gleði lífsins ljómar litfögur fjöllin, laða menn og hugga. Niður í bænum eru báðar kirkjur tómar og blessun prestsins fer út um opinn glugga. Svo eru sjómenn, sem sigla burt frá landi og senda kveðju, með andvaranum heim þar ríkir enn sú hefð, sá þrældómsandi að helgi hvíldardagsins sé ekki handa þeim. Við skulum ekki vera öfundssjúkir og alla byrgja beiskju og rétta reiði, þótt bræður vorir, fínir fingramjúkir, fái sinn hlut úr helgidagsins veiði. Látum oss dreyma löngu liðna daga, lífsins helgi í ljósum sumarskrúða, glitrandi daggir ilmi þrungin úða. í fáum greinum hinna fyrstu laga finnst ekki neitt um lokun sölubúða, við skulum fara langt í burtu, og flú, það. VÍKINGUR 177

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.