Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 3
Mig langar til að fara nokkrum
orðum um hina svokðlluðu þýsku
samninga því ástæða væri til þess
að hafa þá til vamaðar, ef forráða-
menn okkar verða svo lánlausir að
semja við Englendinga líka, eftir
uppvöðslu þeirra hér á miðunum.
Ekki þarf að efa það að þeir heimta
ekki verri aðstöðu en Þjóðverjar
sem halda öllum þeim miðum er
þeir töldu sig hafa sögulegan rétt til,
eins og þeir orða það. Það er engu
líkara en okkar samningamenn hafi
verið alls ófróðir um, um hvað þeir
voru að semja. Aftur á móti virðast
þeir þýsku hafa haft ráðgjafa sem
þekktu hverja fermílu á íslandsmið-
um. Það vefst ekki fyrir neinum ís-
lenskum togaramanni, sem fiskað
hefur á þessum slóðum, hve ná-
kvæmlega Þjóðverjarnir láta sveigja
takmarkalínuna til svo að þeir nái
sínum uppáhaldstogsvæðum og það
svo nákvæmlega að maður sér þá í
anda hvar þeir halvika sér til á
þessum gömlu breddum sínum. Mun
ég reyna að finna máli mínu stað
með nokkrum orðum.
Fyrir Suðausturlandi fá þeir allt
svæðið norðan frá 65. breiddarbaug
vestur að 15. lengdarbaug, 23 sjó-
mílna fjarlægð frá grunnlínu, nánar
tiltekið austan af Reykjafjarðarflaki,
allan Reyðarfjarðarálinn, vestur yfir
fótinn, það er stórufsamið, en sú
fisktegund er dýrmætust fyrir sjó-
laxiðnað Þjóðverja. í úthallinu af
Fætinum eru svo þorskmið ásamt
stórkarfa. Allan kantinn út af Hval-
bak, vestur yfir Berufjarðarálinn, fá
þeir líka, mátulega eða langt upp í
álinn til að ná kasti, og togi út með
horninu að austan þar sem menn
beygja venjulega fyrir á úttoginu, til
þess að ná ufsanum þar. Þessum
miðum er togaramönnum okkar
mikil eftirsjón að. Áfram liggur svo
línan vestur yfir Papagrunn og
Lónsdýpið, nógu ofarlega til þess að
ná ufsanum þar á hominu, síðan
vestur yfir Stokknesgrunn og Horna-
fjarðarál, vestur á Mýragmnnið og
sneið af ýsuslóðinni þar. Þar að auki
fá þeir svo frjálsar hendur á djúp-
slóðunum, allan Þórshrygginn og
allan Rósagarðinn, út að miðlínu-
takmörkunum móti Færeyjum, og
þeirra hluta hafa þeir svo að sjálf-
sögðu að vild sinni.
Ekki lét hin rómaða íslenska gest-
risni sér til skammar verða við út-
hlutun Vesturlandsmiðanna. Þar var
þeim sagt að gjöra svo vel að vera
eins og heima hjá sér. Austan frá
22. lengdargráðu vesturlengdar, þ.e.
austan frá Geitahlíð á milli Herdís-
arvíkur og Krísuvíkur með ýmsum
tilbrigðum frá 25 sjómílna fjarlægð-
inni frá grunnlínu. Vestur yfir
Grindavíkurdýpi, Skerjadýpið, út
með Skerjahryggnum, út yfir Eld-
eyjarboðasvæðið, báðum megin, yfir
allan Sandflákann sem er vestur af
boðanum, þar sem ýsan er full af
síldarhrognum síðari hluta vertíðar,
ekki bætir það klak vorgotssíldarinn-
ar. Sömuleiðis fá þeir allan Reykja-
neshrygginn langt á haf út, allt
karfasvæðið út af Eldeyjarbanka-
kantinum, nógu mikið til þess að ná
að toga yfir hornið, þar sem þorsk-
urinn er þéttastur á vertíðinni. Allt
svæðið þaðan norður á Breiðafjarð-
arflákann og að sjálfsögðu allt karfa-
svæðið þar út til hafs, norður að
Víkurál. Á þessari leið taka þeir svo
frávik frá aðallínunni lengra upp á
flákann. Mörgum ókunnugum hef-
ur gengið illa að skilja hvað þessi
hlykkur ætti að þýða. Þýsku samn-
ingamennimir vissu sínu viti, þarna
eru nefnilega steinbítsmið sem þeir
leggja mikið upp úr vissa tíma árs-
ins. Auðvitað fengu þeir það fyrir
hálft orð.
Það sem ótalið er, er þó sárgræti-
legast, að afhenda þeim til frjálsra
afnota. Það er allur kanturinn frá
Víkurálnum austur yfir Halann,
austur yfir djúpálinn, áfram austur
yfir Þverál og áfram. Allt þetta
svæði eru þorskmið, ásamt karfa og
ufsa. Halinn og öll þessi síðasttöldu
mið hafa verið lífæð togaraflota
okkar allar götur síðan 1924. Mikil-
vægi þeirra fer sífellt vaxandi með
útgerð stórra netabáta en þeim
fjölgar sífellt. Hópast þeir saman á
vetrarvertíðinni í Eyrarbakkabug
og Eldeyjarbanka svo að ekki er
mögulegt lengur að kasta þar trolli.
Mega togarar okkar illa við því að
missa neitt af djúpmiðunum sem
þeir hafa áður haft og útlendingum
þarf að fækka þar en fjölga ekki.
Þar að auki veitir okkur ekki af að
nýta okkar karfa- og ufsamið sjálfir.
Þótt þeim fisktegundum væri mokað
í sjóinn um árabil, meðan nóg var
af þorski, þá er það liðin tíð og nú
teljast þessar tegundir til nytjafiska
og magn þeirra ekki of mikið, svo
skammt mun þess að bíða að gæta
verði hófs í veiði þeirra.
Þjóðverjar lofa að veiða ekki
nema fimm þúsund tonn af þorski,
en það má segja það öðrum en mér
að þeir kasti honum fyrir borð þegar
þar að kemur, enda kemur það út á
eitt, sá fiskur er dauður hvort eð
er, sem inn á skip kemur.
Mikil andstaða er nú gegn frek-
ari samningum því fleiri þjóðir eiga
eftir að ganga á lagið og heimta
sinn skammt. Enda sjá þær að Þjóð-
verjar fengu allt sem þeir fóru fram
á, og auðvitað telja þeir sér mis-
boðið með því að vera afskiptir.
Fiskifræðingar okkar hafa varað
við ofveiði, og allir landsmenn vita
að álit þeirra er rétt, og margir út-
lendingar líka. Þó eru menn að tala
um að leggja íslenskum fiskiskipum
um leið og þeir sömu menn vilja
semja útlend skip inn á miðin. Auð-
vitað þýðir sú ráðstöfun landauðn
fyrir mörg byggðarlög íslands.
Það er því full ástæða til þess að
hugsa sig tvisvar um áður en fleiri
mistök eru gjörð.
Sjómannablaðið
Víkingur óskar
sjómönnum og öðrum
landsmönnum,
árs og friðar
VÍKINGUR
3