Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 16
sínum fjör að launa. Grautarfötin hennar frú Smith eða frú Brown, sem þær settu á afvikinn stað til kælingar, voru ákaflega freistandi. Stundum tók hann „sjansinn“ á að læðast í eldhússkápa eða í aðrar matargeymslur, þegar sulturinn svarf sem harðast að. Slík fífldirfska gat reyndar kostað hann barsmíð og jafnvel verra, en alltaf hafði Anton sloppið ótrúlega vel. Að minnsta kosti bar hann engin ytri merki. Ekki var heldur hægt að merkja að hann hefði beðið sálar- legt tjón að heldur, nema ef vera kynni fullkomið tillitsleysi við mat- borðið. Eftir því sem tíminn leið náði hann fastari tökum á okkur. Okkur fannst borga sig að þóknast honum í einu og öllu til að halda frið við hann, því skapsmunimir voru stimd- um ekki upp á marga fiska, ef hann varð að þola mótlæti. Stundum vorum við dálítið hræddir um að hann gengi á lagið og sýndi okkur hreinan stórbokka- skap, en sú varð ekki raunin. Hann varð þvert á móti latari og værukærari, sem hefir eflaust stafað af því, að áður fyrr hafði hann oft lapið dauðann úr skel. Og það kom í ljós að hann gat ýmislegt kennt okkur. Þegar djúp- sprengjumar sprungu eða skip skot- ið í kaf hélt hann sig ávallt í nánd við björgunarbátana. Okkur var þess vegna ekki grun- laust um að hann hefði áður fyrr siglt yfir Atlantshafið og öðlast ein- hverja reynslu af því. Hann sýndi fyrirmyndar leikni í því að hlaupa yfir lausabrúna í rysjuveðri og sjógangi án þess að blotna. Honum var bölvanlega við að verða votur og það skýrði eflaust að hann sýndi ótrúlega leikni við að forða sér undan sjósléttum og ágjöf. Og svo kenndi hann okkur vissa borðsiði; enginn skyldi byrja mál- tíðina fyrr en allir voru sestir. Hann var aldrei svo matbráður að hann gæfi sér ekki tíma til að bíða þar til allir vom sestir. En þegar dró að styrjaldarlokum urðum við þess áskynja, að smám saman dró af Antoni. Þóttinn í augnaráði hans og hreyfingum dvínaði. Hann missti matarlystina. Hann nartaði aðeins lítilsháttar úr kjötbitum, sem matsveinninn valdi honum og niðursoðinn skel- fisk, uppáhaldsmatinn sinn, hreyfði hann varla. Við vomm sammála um, að eitt- hvað alvarlegt hrjáði hann. Hann fékk sár í kringum munninn og á tunguna, augun urðu sljó og hann vildi helst alltaf sofa. Þegar augljóst var, að endalokin nálguðust hjá Anton, héldum við fund og samþykkt var, að leysa þyrfti hann frá frekari líkamlegum þjáningum með skjótvirkari hætti. En þegar spurningin um, hver skyldi framkvæma aftökuna, varð ógurlegur hávaði í matsalnum. Karlarnir sem staðið höfðu í eld- línunni við óvinakafbáta og flug- vélai', harðneituðu að koma nálægt þessu. Það varð þó samkomulag um, að varpað skyldi hlutkesti, og hlutur eins hásetans, sunnlendings, kom upp. í fyrstu neitaði hann og hélt því fram, að aðrir væru hæfari til þessa verks en hann. En það stoðaði ekk- ert. Allir stóðu á móti honum og héldu réttilega fram að hlutkesti væri fullkomlega heiðarlegt og hlut- laust með jafna möguleika fyrir alla, að vinna eða tapa og nú hefði hann tapað og dæmdist því til að fram- kvæma verkið. Sunnlendingurinn dró aftökuna í fleiri daga og láði það honum eng- inn. Hann gerði ítrekaðar tilraunir til að hressa upp á Anton þó ekki væri nema að hann þæði nokkra mjólk- urdropa, — en allt kom fyrir ekki. Svo var það árla morguns í janú- arbyrjun 1945 að sunnlendingurinn birtist félögum sínum í matsalnum. Hann var nábleikur og skjálfandi á beinunum. Tilkynnti hann með erfiðismunum, að nú væri Anton fluttur yfir á friðsælar slóðir, en líkami hans hvíldi djúpt á hafsbotni. Það varð dauðaþögn í matsaln- um, en svo kvaddi gamall bátsmað- ur sér hljóðs og hélt stutta en á- hrifaríka ræðu yfir skipskettinum þeirra, sem ekki hefði fengið að lifa til að sjá friðinn. Hann hefði verið mikill styrkur, þeim öllum á hættu- stundum, enda hefði heppnin alltaf fylgt skipinu þau þrjú ár, sem An- ton var skipsköttur um borð. Við heiðruðum minningu hans með einnar mínútu þögn. Matsveinninn og brytinn, sem höfðu fylgst með þessum sorgarvið- burðum, urðu ásáttir um að senda mannskapnum sérstakan „matglaðn- ing,“ í tilefni dagsins og voru þá valdir þeir réttir, sem þeir vissu manna bezt að Anton hélt upp á. Meira að segja skipstjórinn, sem hvorki þótti tilfinninganæmur né úr hófi örlátur, sendi þeim ósvikna „brjóstbirtu“ til að skála í fyrir horfnum félaga. Já — Anton er eflaust sá skips- köttur, sem sárast var tregaður á norska flotanum. En hann var nú líka köttur, algjörlega í sérflokki. Endursagt. G. Jensson. Ms. Hvítá Ms. Skaftá Ms. Selá Ms. Langá HAFSKIP HF. Skrifstofa Hafnarhúsinu. Sími 2116o. Símnefni: Hafskip. Telex 2034 16 VfKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.