Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 35
Herdeild nokkur hafði fengið þjálf-
ara til þess að kenna íþróttir, m.a.
sund. Þeim var kennt innanhúss. —
Stingið ykkur,“ sagði kennarinn, og
svo var gjört, allir syntu yfir með
pryði nema einn. Hann var að mestu
leyti í kafi alla leiðina, en með buslu-
gangi komst hann yfir laugina. Hinum
megin stóð þjálfarinn og sagði: —
Kallar þú þett'a sund?
— Ég veit ekki hvað þið kallið
það, svaraði maðurinn, — en þetta
var nú það, sem bjargaði mér þegar
flugvélarmóðurskipinu „Lexington11
var sökkt.
¥
Sænski símamálastjórinn sagði eitt
sinn í ræðu:
„Ef við hefðum ekki sjálfvirka
símaþjónustu um landið þvert og
endilangt, mundi allt kvenfólk í Sví-
þjóð á aldrinum 16 til 65 ára vera
símastúlkur."
„En hver í ósköpunum ætti þá að
nota símann," spurði einn áheyrenda.
★
— Það er allt í lagi með þig kæri
starfsbróðir. En hvernig er heilsan hjá
mér.
— Fiskprísarnir hafa farið hækkandi í
Þýskalandi — og þá í Englandi.
★
Tveir sjúklingar lágu saman á stofu.
„Það er furðulegt hvað læknavís-
indunum fleygir fram,“ sagði annar.
„Hvernig þá?“ spurði hinn.
„Jú, í gær heyrði ég yfirlækninn
hvísla að hjúkrunarkonunni um mig:
„Þessi maður lifir ekki af að sjá
sólaruppkomuna í fyrramálið.“
„Og svei mér ef hann hafði ekki
rétt fyrir sér, — það var rigning og
þoka í morgun!“
★
Norsk herdeild var á æfingum upp
til fjalla og lá við í tjaldi. Kvöld eitt
heyrðist mikill hávaði úr einu ný-
liðatjaldinu. Liðþjálfinn stakk höfð-
inu inn um tjaldopið og öskraði:
— Þegar ég segi góða nótt, meina
ég: haldið kjafti.
— Góða nótt, liðþjálfi, svöruðu
tjaldbúarnir í kór.
Það var á kosningafundi úti á landi
fyrir mörgum árum síðan. Frambjóð-
andinn, sem var reyndur i faginu og
vissi að hann átti marga pólitíska
andstæðinga í salnum, hagaði ræðum
sínum eftir því og var mjög hógvær
og „diplomatiskur.“
í fundarlok stóð hann upp og sagði:
„Jæja, góðir fundarmenn, þetta
hefir nú verið svo sérstaklega ánægju-
legur fundur, og mér finnst viðeigandi
að ljúka honum með því að syngja
eitt lag.“
Þá gall við rödd úr salnum:
„Mér finnst passa best að við syngj-
um „Sig bældi refur við bjarkar-
rót. . .“
★
Pétur bauð konu sinni eitt sinn í
sirkus.
Meðal skemmtiatriða voru nokkrir
fílar, sem sýndu ýmsar listir, þ.á.m.
dans. Þegar dansinn stóð sem hæst
hnippti konan á mann sinn og sagði:
— Heyrðu vinur, ég held ábyggi-
lega að þetta séu skólabræður þinir
úr dansskólanum.
Draumur fangans í Sing Sing.
VÍKINGUR
35