Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 17
Framnes I, IS-708 togari Þingeyringa var frá veiðum rúma 2 mán. '75 og aftur
núna.
Halldór Hermannsson, ísafiröi:
Er stefnt að
stjórnskipuðum
fiskveiðum?
Svo er að sjá að við séum að
ganga inn í nýtt tímabil í fiskveiði-
sögu okkar, sem verður að mörgu
leyti mjög frábrugðið því sem við
eigum að venjast, en það eru fisk-
veiðar háðar stjórnarleyfum, í flest-
um tilfellum.
Það sem gerst hefur á síðustu
mánuðum x fiskveiðimálum hefur
verið þess eðlis að vakið hefur fjölda
spuminga innra með okkur sjómönn-
um. Er ekki laust við að kvíða gæti
hjá mörgum,
Sú spuming, sem ber hæst, er
hvort við séum ekki fjarri því að
vera undir þessar breytingar búnir.
Ég tel að við séum mjög vanbún-
ir undir slíkar tilhaganir.
Atvinnu minni hefur verið þann-
ig háttað að ég hef stundað rækju-
veiðar yfir haust- og vetrarmánuði
í allmörg ár, en þær veiðar em eins
og vitað er, háðar leyfum. Telja má
að töluverð reynsla hafi komið þar á.
Allir eru sammála um að hún sé
slæm. Menn hafa oft furðað sig á
VÍKINGUR
hvemig standi á þessum hávaða og
látum kringum þessa tegund veiða.
Stundum hefur verið sagt í léttum
dúr að þetta stafaði af því að rækjan
væri rauð.
En þetta eru afleiðingar af þeirri
stjórnun við fiskveiðar sem nú em
tiltækar. Eða réttara sagt að við er-
um ekki komnir nema stutt áleiðis í
þróun og meðhöndlun þessara mála.
Hvort tveggja hefur verið að
fiskimenn hafa ekki verið nægjan-
lega sveigjanlegir og eijmig hefur
stjórnun verið afleit.
Þegar komið er á miðin þekkja
sjómenn fátt annað en að mega
veiða frjálst. Þannig hefur þetta
gengið fyrir sig í öllum tegundum
farkosta frá upphafi.
Ef sú skoðun er rétt hjá Halldóri
Laxness að þjóðir lifi við ákveðið
munstur, sem erfitt sé að breyta
nema á löngum tíma, þá má telja
að sjómenn hér á landi falli í þá
skoðun, sem hafa vanist freki við
veiðar.
Oftlega hafa sjómenn verið átaldir
vegna virðingarleysis síns gagnvart
settum reglum. Kemur þá stundum
fram lítil þekking á starfi þeirra.
Menn þekkja lítt þá pressu sem
hvílir á skipstjóra að finna og ná
fiski til bjargræðis fyrir áhöfn og út-
gerð. Það er þungur róður að landi
með tómt skip að koma. Það er að
sjálfsögðu ágætt að koma fram með
góðar hugmyndir, en hægara er að
framsetja en framkvæma.
Um þessar mundir ber mikið á
mönnum sem virðast spámannlega
vaxnir og una sér engrar hvíldar að
koma skoðunum sínum á framfæri
við fjöldann, dyggilega studdir af
blaðamönnum í þessu puði sínu.
Hafa margir þessara manna tekið
miklu ástfóstri við fiskveiðimál. Sýn-
ist ekki af veita á köflum að setja
blýlóð um fætur þeirra til að fá þá
nær jörðu.
Okkur vantar kannski ekki mest
hugmyndir, heldur hitt að fara að
undirbúa okkur undir þessa breyt-
ingatíma sem í vændum eru.
Varast verður að koma fram
með einhæf atriði til úrbóta. Ein-
hæfing verður aldrei annað en trúar-
skoðun sem ekki getur gengið á
þessu sviði.
Fiskvernd er margþætt. Afleið-
ingar aflaleysis einnig, t.d. ofveiði,
sjávarhiti, veðurfar, smáfiskveiði, ó-
hófleg veiði á hrygningasvæðum,
stanzlaus fiskelting (jögun) o.fl. o.fl.
Sé rakinn einn þáttur út úr til
björgunar eru það mistök. Fiski-
fræði eru ein þeirra fræðigreina sem
einna skemst eru á veg komnar í
vísindalegu tilliti. Spurning er hvort
menn séu þar ekki ábúðarfyllri en
efni standa til.
Ef við snúum okkur að stjómun-
arþætti fiskveiða, verður að ætlast
til að þeir aðilar séu vel upplýstir,
sem með þau mál fara.
Það gengur ekki að setja óundir-
búinn frænda í hlutverkið. Þama
þurfa sérþjálfaðir menn að vera í
starfi, vel undirbúnir til þess að
koma niður á bryggjur og um borð
17