Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 26
skýra út frá þessum hugleiðingum, en fleira kemur til. Sumir eru alla tíð á eftir stóra vinningnum í veiði- happdrættinu og fara því á milli skipa í von um að fá stærri hlut. Aðrir eira ekki í stöðugri vinnu yfirleitt og skipta oft um vinnu og taka þá ýmist vinnu til sjós eða lands, eftir atvikum. í þessum síðast- talda hópi eru margir sem kalla sig sjómenn, en eru kannski ekki frek- ar sjómenn en landmenn. Nauðsyn- legt er að taka tillit til þessa, þegar meta á tíðni ýmissa sjúkdóma meðal sjómanna, eins og t.d. tíðni drykkju- sýki og ýmissa annarra geðsjúk- dóma. Á milli 15 og 20% karla, sem eru lagðir á geðsjúkrahús í Reykjavík segjast vera sjómenn. Nokkuð af þessum hópi mætti vafa- laust eins kalla verkamenn. Þetta er nefnt hér, aðeins til þess að minna á nauðsyn þess að skilgreina, hvað við er átt, þegar talað er um sjó- menn. Nokkru nær raunveruleikan- um er kannski hægt að komast þeg- ar giftar konur telja maka sína sjó- menn. Ýmislegt bendir til, að þær þurfi líka oftar að leita geðlæknis en almennt gerist. Samkvæmt upplýsingum nokk- urra útgerðarfyrirtækja, eru manna- skiptin á skipunum fyrst og fremst meðal hásetanna. Upplýsingar frá tveimur útgerðarfyrirtækjum um hjúskaparstétt áhafna benda einnig til meiri festu meðal yfirmannanna, þar eð 80% af þeim eru giftir. Á hinn bóginn eru aðeins á milli 20 og 30% af hásetunum giftir. Frá norskum og sænskum rann- sóknum er þegar vitað nokkuð um sjúkdóma meðal sjómanna, sérstak- lega geðsjúkdóma, meðal sjómanna því feðurnir eru sjaldan í landi og hafa lítil tækifæri til þess að hafa börn sín með sér. á verslunarflotanum. Þetta varðar þó mest sjúkdómana eins og þeir finnast meðal þeirra, sem innlagðir hafa verið á sjúkrahús. Fyrir 11 ár- um sá norska læknafélagið ástæðu til að gefa út sérstakt hefti af tíma- riti sínu um heilsufar sjómanna á verslunarflotanum. Þekking okkar á heilbrigði sjó- manna, sem fiskveiðar stunda, er á hinn bóginn mjög takmörkuð. Einn- ig er tiltölulega lítið vitað um fjöl- skyldulíf sjómanna og þýðingu starfs þeirra fyrir fjölskyldulífið og fyrir heilsufar fjölskyldunnar og barnauppeldi. Þó er til ein norsk athugun frá 1958, sem Per Olav Tiller sálfræðingur gerði á þýðingu fjarvista föðurins frá heimilinu fyrir þroska persónuleika sjómanns- barna. Rannsóknin tók aðeins til 40 sjómannsbarna á aldrinum 8—9 ára og jafnstórs hóps annarra bama til samanburðar. Niðurstöður þessara rannsókna bentu til, að sjómanns- börnin væru kannski heldur minna þroskuð og háðari móður sinni, drengirnir ættu erfitt með að aðlaga sig jafnöldrum sínum og vildu held- ur leika við stúlkur. Þeir höfðu einnig meiri tilhneigingu til hetju- dýrkunar á föður sínum. Mæðumar yfirvemduðu bömin og leituðu e.t.v. tilfinningalegrar fullnægingar í sam- vistum við þau til þess að bæta sér upp hinar löngu fjarvistir eigin- VlKINGUR 26

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.