Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 22
HÆSTUR YFIR LANDIÐ Þessi skemmtilega mynd til vinstri er af Asgeiri Guð- bjartssyni skipstjóra á Guðbjórgu IS 46. og er myndin tekin, þegar kappinn var að koma heim af sildveiðum. Guðbjörg IS 46 aflaði árið 1975 3798 tonn og er þvi aflahæsti togarinn yfir landið, það er við bezt vitum. Að ofan er svo aflask.ipið Guðbjörg IS 46. var með 30 tonn í nóvember, en hafði fengið um 86 tonn í des. fram að jólum. Skuttogarinn Framnes I hafði landað sem af er árinu til nóvember- loka 2344 lestum. Allt árið í fyrra kom út með 3045 lestir. Þess ber að geta að skipið fór í viðgerð til Nor- egs seinni hluta sumars og tafðist frá veiðum í 2 l/i mánuð. Skemmdir þessar hlaut það við bryggju á Þing- eyri. Lítið hefur verið um íbúðar- byggingar fram að þessu. Nokkuð er þar af smærri bátum sem aðallega stunda handfæri á sumrin og er afli þeirra oft ágætur. Flateyri: Þar voru 4 bátar á línu: Sóley, Vísir, Ásgeir Torfason og Kristján í nóvember var beztur afli á bát 86 tonn. Það sem af er des. er bezt um 70 tonn. í marzmánuði eiga Flat- eyringar von á skuttogara, byggðan í Flekkefjord í Noregi. Reikna má með að þeir þurfi þá heldur betur að láta hendur standa fram úr erm- um, þar sem þar er ekki margmenni frekar en á flestum öðrum stöðum á Vestfjörðum. Á sumrin er nokkuð sótt á handfæri og þá mest á opn- um trillum. Einnig virðist grá- sleppuveiði sækja nokkuð á. Flutt var inn i 12 nýjar íbúðir á sl. ári og 6 einbýlishús eru í smíð- um. Súgandafjörður: Ólafur Friðbertsson, Sigurvon og Kristján Guðmundsson réru með línu í haust. Beztur afli í nóvember var um 60 tonn. Heldur varð afli skárri í des., en þá náðist best um 70 tonn til jóla. 1 nóvemberlok hafði skuttogarinn Trausti landað 1958 lestum. Oft hefur atvinna ver- ið meiri en gerst hefur í haust. Súg- firðingar eiga nú annan skuttogara í smíðum hjá Stálvík hf. Ætla má því að þar gefist lítill tími til menn- ingameyzslu þegar fram líða stund- ir. Lítið er nú byggt í bili. 22 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.