Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 39
HORFNIR FELAGAR Þegar ég heyrði lát míns gamla skipsfélaga, Hermanns Hjálmars- sonar vélstjóra fanst mér eins og það væri ekki veruleiki, að þessi sterk byggði maður væri látinn. En þetta er sú staðreynd, sem enginn kemst undan. Það fer fyrir mér eins og öllum öðrum, að minningarnar raðast upp í huganum, við leiðar- lok góðs félaga. Við Hermann sigldum á sama skipi flest stríðs- árin. Þetta var Sæfellið frá Vest- mannaeyjum, rúmlega fjögur hundruð tonna stálskip, sem var í ís- fiskflutningum milli Englands og Eyja. Hermann var fyrsti vélstjóri þar á þessum árum. Eins atviks minnist ég sérstaklega úr starfi Hermanns frá þessari samveru. Það mun hafa verið í apríl 1943, er við vorum á leið frá Vestmanna- eyjum til Fleetwood, að vatnsrör i katlinum tóku að leka. Ég hlustaði á tal manna um þetta, en hafði ekki kynnst neinu í sambandi við gufuketil, því ég hafði alltaf áður verið á vélbátum. Þessi leki á rörunum ágerðist, og að því kom ,að ekki varð hjá því komist að þétta þau. Vélin var stöðvuð og skipið lá undir flötu, en valt rólega, þar sem veður var frem- ur gott og það fullhlaðið fiski. Hermann Hjálmarsson vélstjóri Kveðja Við hásetar stóðum okkar töm í brú, á meðan beðið var eftir því að eldhólfin kólnuðu niður og við- gerð gæti farið fram. Svo vildi til, að ég átti törn í brú, þegar Her- mann fór inn til að þétta ketilinn og þegar ég hafði verið leystur þar af, fór ég niður á þilfar og sé ég þá hvar Hermann vélstjóri liggur þar á bakinu hreyfingarlaus eins og dauður væri. Er ég hafði áttað mig, sá ég hvað það er að fara inn í hálf- heitan gufuketil til að vinna. Her- mann var mikill dugnaðarmaður í starfi sínu og gekk að hverjum vanda ótrauður, einnig ekki fyrir að víla þó syrti í álinn af eðlilegum eða hernaðarástæðum. Því er haldið fram, að tengsl milli skipsfélaga verði því nánari sem báran rís hærra fyrir stafni. Ég tek undir það. Eftir að Hermann hafði verið um 40 ár vélstjóri á togurum, þar á meðal 15 ár fyrsti vélstjóri á togar- anum Baldri, var hann síðustu 20 árin við Ljósafossstöðina. Fyrir all- mörgum árum veiktist Hermann af sjúkdómi, sem ekki vildi batna. Hann lést 25. mars 1975 og var jarðsunginn 2. apríl frá Fríkirkj- unni í Reykjavík. Stefán Nikulásson VÍKINGUR 39

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.