Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 11
>.yr. ) Stofnfjársjóður hefur þá sérstöðu meðal sjóða sjávarútvegsins, að hann er í rauninni aðeins samheiti yfir sérreikninga einstakra útgerðaráðila, en ekki sameiginlegur sjóður. Inn á þessa reikninga er greitt í hlutfalli við aflaverðmæti og greiðslur falla allar til þess sem lagði inn. Ráð- stöfun tekna í Stofnf jársjóðinn kem- ur lögum samkvæmt ekki til hluta- skipta eða aflaverðlauna. Með lögum 31. des. 1974 var farið í hið fyrra far sem gilt hafði frá 1968 til 1971, en í 2. gr, lag- anna segir: „Þegar fiskiskip selur afla í inn- lendri höfn eða afhendir afla sinn til vinnslu án þess að sala fari fram skal fiskkaupandi eða fiskmóttak- andi greiða gjald til Stofnfjársjóðs fiskiskipa, er nemi 15% fiskverðs eins og það er ákveðið af Verðlags- ráði sjávarútvegsins. í 2. gr. segir: Þegar fiskiskip selur afla í erlendri höfn, skal það greiða 21% af heildarsöluverði (brúttó- söluverðmæti) aflans til Stofnfjár- sjóðs sjávarútvegsins. OG OLÍUSJÓÐURINN Það var með vilja gert, þegar ég sagðist hér áðan vilja „einkum nefna fimm atriði.“ Ég hef alls ekki gleymt Olíusjóðnum. Sá sjóður er slíkur, að ég kýs að nefna hann al- veg sér. Sjóðurinn var stofnaður 1974, eins og alkunna er, og ný lög sett um hann árið 1975. Um þennan sjóð, tilurð hans, tekjuöflun og fleira þarf ekki að fjölyrða, að minnsta kosti ekki við lesendur Sjómanna- blaðsins íkings. SAMHJÁLP SJÓMANNABLAÐIÐ: Sumir segja, að þessir sjóðir séu ein alls- herjar samhjálp. INGÓLFUR: Hlutverk þessara sjóða er margvíslegt. Aflatrygginga- sjóður, Olíusjóður og Trygginga- sjóður mega heita samhjálparsjóðir. Þetta hefur sína kosti og galla, sem einkum verða áberandi, ef um mis- notkun sjóðanna er að ræða. Olíu- sjóðurinn getur hreinlega sett þær útgerðir í vanda, sem berjast 1 bökk- um. Þar á ég við, að þau skip, sem leggja mikið til Olíusjóðsins, gætu jafnvel staðið þokkalega að útgerð, ef ekki væri um að ræða hinar geig- vænlegu greiðslur til sjóðsins. Með stofnun Verðjöfnunarsjóðs var ætlunin að reyna að minnka sveiflur á verðlagi innanlands, þótt um breytingar erlendis væri að ræða. Verðjöfnunarsjóður hefur oft komið að miklu gagni, en enginn sjóður fær staðizt í slíkri verðbólgu og hér hefur verið. Verðjöfnunarsjóður er líka illa á vegi staddur, í sumum greinum. í saltfiskdeildinni er þó um nokkrar upphæðir að ræða, en t.d. í freðfiskdeildinni er hreinn mínus. VÍKINGUR 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.