Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 37
Steindór Arnason skipstjóri:
Leiðréttingar
vegna sjónvarpsþáttar
Steindór Árnason, skipstjóra, þarf
varla að kynna fyrir íslenskum sjó-
mönnum, svo oft hefur hann skrifað
í Víkinginn og það hressilegar grein-
ar.
Hann er einn af frumherjunum,
sem lögðu fram ómælda orku og
tíma við að leggja grunninn að sam-
tökum sjómanna. Fylgdist þar að
félagsþroski og framsýni í öllum
þeim málum, er snertu kjara- og ör-
yggismál þeirra. Þótti hann ávallt
einarður og beinskeyttur í málflutn-
ingi þegar um hagsmunamál sjó-
manna var að ræða.
Steindór var fyrir nokkrum árum
kjörinn heiðursfélagi Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Oldunnar.
Hann var sæmdur heiðurspeningi
Sjómannadagsins 1968. Víkingurinn
rakst á þessa stuttu en snörpu á-
drepu í dagblaði nýlega og fannst
engin goðgá að hún kæmi fyrir
sjónir lesenda Víkings. — ritstj.
í sjónvarpsþætti 10. des. sl. voru
rædd vandamál sjávarútvegs af
þeim Matthíasi Bjarnasyn sjávarút-
vegsráðherra, Jakobi Jakobssyni
fiskifræðingi og Kristjáni Ragnars-
syni framkvæmdastjóra. Þættinum
stjórnaði Guðjón Einarsson frétta-
maður.
„Á himinskýjum skáldsins andi
flaug,
sem skrýtinn bláfugl eða apótek“. —
Guðjón skaut inn í þáttinn kvik-
myndi, í tali og teikningum, byggða
á hugdettum Kristjáns Friðriksson-
ar iðnrekenda, á hvem hátt hann
hyggst leysa vandamál fiskveiðanna.
Kristján er að vonum langkvalinn af
þeim ógnum er við blasa að mati
núverandi ríkisstjómar, en hún hef-
ur á sínum snæmm gengisfella í
kippum (samanber fatafellur) eins
og alþjóð er kunnugt. Enginn undr-
ist þótt hann skelfist, þær eru ekki
svo fagrar myndirnar sem málaðar
em á vegginn af landliðinu, en eru
dregnar mjög dökkum litum að
þessu sinni vegna sjóðakerfisins sem
dregst með ægiþunga inn í barátt-
una um sjómannskjörin.
Svarti liturinn veldur ótta, síðar
kannski auðsveipni við samnings-
borðið. Það hlýtur að fara að dofna
yfir þessum sultarsöngsdraug, ef um
hann gildir draugalögmálið gamla,
sem kveður á um að þeir dofni al-
veg hroðalega eftir hálfrar aldar
glettingar.
Eftir kvikmyndina færðist Matt-
hías allur í aukana, sjáanlega alveg
hugfanginn af skipulagshugmynd
iðnrekendans, og hrópaði á skjáinn
að allt hefði ætlað vitlaust að verða
í fyrravetur þegar frumvarp hans
um samræmda vinnslu sjávarafla og
veiða, sem háðar eru sérstökum leyf-
um, var samþykkt á alþingi. Hér
skaut ráðherrann hátt yfir markið.
Hafi einhver orðið vitlaus þá er
hans að leita í stjórnarráðinu.
Athugum hvað gerðist. Skipstjóri
var sviptur rækjuveiðileyfi vegna
þess að landa í heimahöfn, Blöndu-
ósi, sem var í rækjuvinnslustraffi
Matthíasar ráðherra um þessar
mundir. Að margra dómi var
stjórnarráðsgjörningur þessi, að
banna vinnslu, lögbrot. Dómur var
ekki látinn ganga í málinu, en skip-
stjórinn flekaður til þess að láta
af hendi fjármuni með sáttargerð.
Næsta afrek skipulagsmeistaranna
í ráðinu var sjósöltun hafsíldar við
Suðurland. Strangar reglur voru sett-
ar og lagt í gífurlegan kostnað um
borð í skipunum til þess að bjarga
afla og þóknast þeim í ráðinu. Sjó-
söltunin gekk sér til húðar á skömm-
um tíma. Stjórnarráðið hótaði máls-
höfðun og þegar spurt var frétta var
málið í nákvæmri rannsókn. Meðan
svo er veit enginn hvernig málum
lyktar. Síldveiðar hafa nú verið
bannaðar með öllu. Þú mátt ekki
leggja netin þín þótt vanti beitu á
önglana.
Það er augljóst mál, að Matthías
verður enn að leita á náðir alþingis
eigi honum að takast full skipulagn-
ing „vinnslu og veiða“ hafsíldar án
þess að tylla sér á fastalandið. Síld-
arverkun hefur þróast hér til vel
skipulagðra vinnubragða á bryggj-
um og í húsum. Hraði og vöruvönd-
un með ágætum, öllum til sóma
sem að hafa unnið. En þegar skipu-
lagsvísindin ætla að losa sig við
reynsluna og þekkinguna þá verður
þeirra hlutur smár í lokin.
Lífríki Vestfjarða
Hvergi er skipulagið fáránlegra en
við rækjuveiðarnar. Eins og nú er
komið söluhorfum rækjuafurða, þá
VfKINGUR
37