Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1976, Blaðsíða 40
HORFIMIR FELAGAR
Fœddur 22. janúarl927
Dáinn 7. desember 1975
„Öruggt var þeirra áralag
engum skeikaði vissa takið.“
Mér komu þessar ljóðlínur Jakobs
Thorarensen í hug, er mér verður
hugsað til Jens Jónssonar, skipstjóra,
sem lést aðeins tæplega 49 ára að
aldri.
Jens var fæddur að Háagerði,
Skagaströnd, 22. janúar 1927. Son-
ur hjónanna Þorbjargar Halldórs-
dóttur og Jóns Sölvasonar, útvegs-
bónda þar. Jens var yngstur þriggja
bræðra, og mun snemma hafa hafið
sjóróðra með föður sínum og bræðr-
um frá Skaga. Eins og mörgum er
títt, var Jens oft efst í huga bernsku-
stöðvar sínar og uppvaxtarár. Sagði
hann mér all oft frá erfiðleikum
þeirra ára, norður á Skaga. Fljót-
lega mun Jens hafa hugsað sér að
gera sjósókn að ævistarfi sínu.
Hann fluttist ungur suður til
Reykjavíkur og hóf störf á róðrar-
bátum suður með sjó. Var Jens
jafnan eftirsóttur sjómaður vegna
afburða dugnaðar og drenglyndis.
Var ætíð sótst eftir að vinna í návist
hans vegna léttleika og jafnaðargeðs.
Fáir munu hafa vitað yfir hvaða
heljarafli Jens átti yfir að búa ef
með þurfti, en alla jafna var hann
þó tregur á að sýna þann aflsmun.
Við Jens kynntumst fyrst í Sjó-
mannaskólanum, en þaðan útskrif-
aðist hann vorið 1952, síðan lágu
leiðir hans eingöngu á togurum.
Stuttu seinna eða í ágúst 1953
giftist Jens eftirlifandi konu sinni
Hlín Kristíansen, hún reyndist
manni sínum ávallt hinn innilegasti
förunautur.
Jens Jónsson
skipstjóri
Kveðja
Hún bjó manni sínum ætíð ynd-
islegt heimili, og nú síðast að Alfta-
mýri 56, Reykjavík.
Börn þeirra hjóna eru Karin gift
Vali Sigurðssyni, Þorbjöm giftur
Guðrúnu Kristinsdóttur, og Ama
sem er yngst þeirra bama og dvelst
nú í föðurhúsum. Bamabörn þeirra
em þrjú. Sambúð þeirra hjóna var
alltaf með ágætum og heimili þeirra
með glæsibrag.
Eftir oð Jens útskrifaðist úr Sjó-
mannaskólanum, fór hann sem stýri-
maður á bv. Úranus. Árið 1958 varð
hann síðan skipstjóri á bv. Pétri
Halldórssyni til ársins 1960, er hann
tók við skipstjóm á bv. Röðli allt til
áramóta 1970, en þá mun Jens hafa
kennt þess meins, er varð til þess að
hann fór til skurðstofu dr. Bush í
Kaupmannahöfn og var gerð þar á
honum mikil höfuðaðgerð.
Með ótrúlegum viljastyrk og karl-
mennsku, þegar Jens hafði náð sér
eftir þá aðgerð, fór hann á sjóinn aft-
ur, nú sem skipstjóri og stýrimaður á
bv. Hvalbak frá Breiðdalsvík. Sem
hann einnig sótti til Japan.
En fljótlega mun hafa dregið á
verri veginn, því hann varð tvívegis
aftur að ganga undir miklar höfuð-
aðgerðir í Reykjavík.
Og enn stóð Jens upp og með
ótrúlegu þreki hóf hann störf á ný.
Nú síðustu árin, starfaði Jens í landi,
mun hann hafa lengst af starfað
hjá Hampiðjunni.
í raun og veru var Jens aldrei
hættur á sjónum, því þar var hugur
hans allur, sem sannaðist best er
kunningjar heimsóttu hann á heimili
þeirra hjóna. Voru þar oft rifjaðir
upp atburðir liðinna ára af sjónum,
af togaranum Röðli, en þar var ég
undirritaður lengst af með Jens,
bæði sem stýrimanni og skipstjóra.
Nú er Jens allur — þar fór góð-
ur drengur, vil ég að endingu votta
eiginkonu hans og bömum mína
dýpstu samúð.
Axel Schiöth.
VlKINGUR
40