Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Qupperneq 9
-1 fögnuð, því að yður er í dag frelsari fædd- ur, Það eru þessi orð, sem við þurfum öll að fá að heyra upp aftur og aftur. Það eru orðin um frelsarann, sem fæddist í Betlehem nóttina forðum. Hann sagði síðar, að sá sem hefði séð sig, hefði séð sjálfan Föðurinn á himnum og sá sem þekkti sig, þekkti Guð. Ég er að vísu ekki sjómaður sjálfur, sjó- mannaprestur væri kannski nær lagi. En af kynnum mínum við sjómenn hefur mér fundist að þeir ættu einlæga trú á góðan Guð og son hans, frelsarann Jesú Krist. En er þá sjómennskan svona guðfræðilegur at- vinnuvegur? Eða verður maður guðhrædd- ur af því að stunda sjóinn? Ekki skal ég segja um það. Nokkuð er það, að bestu vinir sjálfs meistarans Jesú frá Nasaret voru sjómenn, fiskimenn. Og eitt er víst: Það er margt líkt með sjóferðinni, sem farin er, og sjálfri ævi- ferðinni. Á æviferðinni þurfum við að sigla eftir góðum leiðarmerkjum, svo að við vill- umst ekki af leið, alveg eins og sjómenn þurfa áttavita og siglingakort. Það er mikið til í orðum sálmaskáldsins, sem kvað: „Haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið.“ Það er sagt frá skipstjóra einum, sem vantaði leiðsögumann, til þess að sigla skipi sínu vandrataða leið. Loks gaf sig fram maður nokkur. Skipstjórinn spurði hann: „Er þér kunnugt um allar torfærur og öll sker á þessari leið?“ Maðurinn svaraði: „Nei, ekki get ég sagt það, herra skipstjóri." Þá sagði skipstjórinn byrstur í bragði: „Hvernig dirfistu þá að bjóða þig fram sem leiðsögumann.“ „Jú,“ svaraði maðurinn, „ég veit nefni- lega, hvar skerin og torfærurnar eru ekki.“ Þá mildaðist svipur skipstjórans og hann sagði: „Það er nóg. Þig get ég notað fyrir leiðsögumann.“ Ég óska sjómönnum innilega gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýárs og bið þeim allrar Guðs blessunar, svo á hafi sem í landi. Lifið heilir. Gunnar Björnsson œjeajts&Stt j»8888tei|. g !■ JJ^ Sjálfstæð stjórnun á báðum skífum. Þótt önnur sé stöðvuð getur hin gengið. Skífurnar geta snúist bæði afturábak og áfram. Fljótlegt að breyta línuspili í netaspil og öfugt. Fótstýrður öryggisloki stöðvar spilið samstundis í neyðartilfellum. Spilin eru framleidd fyrir mismunandi togkraft frá 650 til 2200 kg. á netaskífu. Togkraftur með Danfoss vökvamótor frá 650 upp í 2200 kg við olíuþrýsting 125 kg/cm2 Þyngd 150 kg Hæð upp í öxulmiðju 93 cm Mesta breidd 67 cm ELEKTRAVERKSTÆÐIÐ LYNGÁS111 GARÐABÆ SlMI 53396 PÓSTHÓLF 124 VÍKINGUR 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.