Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Page 22
Arnbjörn Ólafsson siglingar kaupskipa mjög strjálar lengi framan af og alfarið bundn- ar við sumartímann. Fyrstu skipin komu á vorin, þegar dag tók að lengja og nótt styttist, og síðustu skipin sigldu héðan að hausti. Yfir veturinn lágu kaupsiglingar niðri. Fiskveiðar voru stundaðar á opn- um áraskipum, sem fóru að jafn- aði ekki lengra út en svo, að sæist til lands. Má því nteð nokkrum sanni segja, að ekki hafi verið þörf fyrir vita hér við land fyrr á tím- um. Um miðja 19. öld hefst fyrir al- vöru sú umbylting á hinu forna bændasamfélagi á íslandi. sem vart er enn lokið. Auknar sam- göngur við útlönd og stórtækari verslun eru hér einn þáttur. Skút- um fjölgar, og þegar á öldina líð- ur. leysa gufuskip þær smátt og smátt af hólmi, og jafnframt stækka fiskiskipin og fara að leita fiskjar lengra frá landi. En sigl- ingar eru bundnar við sumartím- ann og dagsljósið, og skipatrygg- ingafélög fást ekki til að taka skip í ábyrgð, nema gegn afarháu gjaldi. Menn sjá því brátt, að við vita- leysið hér við land verður ekki unað lengur. Á Alþingi 1874 var vitamálinu hreyft í fyrsta sinni. Halldór Kr. Friðriksson, þingmaður Reykvík- inga, og Snorri Pálsson, þingmað- ur Akureyringa, fluttu frumvarp til laga um vitagjald, sem heimt yrði af sérhverju skipi, sem kæmi að landi milli Reykjaness og Hornbjargs. Fyrir vitagjaldið skyldi síðan hið fyrsta reistur og rekinn viti á Reykjanesi við Faxa- flóa. Frumvarpið þótti ekki vel undirbúið. Menn töldu varhuga- vert að leggja vitagjald á, áður en viti væri korninn. Jafnframt voru rnenn ekki á eitt sáttir um það, hvort landinu bæri að kosta vita- byggingu eða hitt, að byggingin félli undir flotamál, sem voru sameiginleg með Dönum og ís- lendingum, og skyldi þess vegna kostuð af ríkissjóði. Frumvarpið var því fellt. Á hinn bóginn sam- þykkti Alþingi áskorun til kon- ungs um vitamál og óskaði þess, að hans hátign hlutaðist svo til um, að veitt yrði fé úr ríkissjóði til vitabyggingar á Reykjanesi. Finsen landshöfðingi kom áskorun Alþingis á framfæri við ráðamenn í Kaupmannahöfn. Hann skýrði jafnframt þann vilja Alþingis, að ríkissjóður skyldi al- farið kosta vitabygginguna en landssjóður aftur á móti rekstur- inn. Flotamálastjórnin hafði málið til meðferðar til hausts 1876 og svaraði þá óskum Alþingis. Gat stjórnin ekki fallist á erindið og bar því við, að viti á Reykjanesi hefði ekki þýðingu fyrir almennar siglingar, einungis fá skip sigldu þar framhjá, og málið félli því ekki undir flotamálastjórnina. Flotamálastjórnin bauð hins vegar, að rikissjóður legði til vita- byggingarinnar fjárframlag, sem svaraði kostnaði við kaup á ljós- keri og Ijóstækjum, ef á móti kæmi, að bygging og uppsetning vitans ásamt rekstri hans og við- haldi yrði kostuð af landssjóði. Alþingi féllst á þetta tilboð. Varð þessi lausn jafnframt til þess, að vitamálin voru úr þessu ávallt talin sérmál íslands, þó svo danska stjórnin styrkti síðar vita- byggingar hér, bæði fjárhagslega og á annan hátt. Til þess að hafa yfirumsjón með byggingu Reykjanesvitans var að undirlagi dönsku flotamálastjórn- arinnar ráðinn danskur verkfræð- ingur, Rothe að nafni. Kom Rothe til íslands vorið 1877 til þess að athuga staðhætti á Reykjanesi, undirbúa framkvæmdir og gera gera endanlega kostnaðaráætlun. Landshöfðingja var á hinn bóginn falið að gera ráðstafanir til að koma upp íbúðarhúsi vitavarðar, og kom Rothe þar hvergi nærri. Vorið 1878 var hafist handa við vitabygginguna. Sóttist verkið illa og kom þar margt til. Stirðlega gekk að leita vatns, og hraun- grjótið, sem borið var að bygging- arstaðnum, reyndist algerlega ónothæft byggingarefni. Veðurfar var fremur rysjótt, en þá sjaldan, er brá til betri tíðar, voru verka- mennirnir samstundis hlaupnir burtu til sjóróðra eða til að sinna búskap. Og ekki bætti úr skák, að þráfaldlega kom fyrir, að einföld- ustu áhöld vantaði og þurfti þá að sækja þau um langan veg. Loks má nefna, að menn voru á þessum árum yfirleitt óvanir steinhúsa- gerð. Ráðgert hafði verið, að vitinn yrði fullgerður á 4 mánuðum. í ágústlok skýrir Rothe landshöfð- ingja svo frá, að engin von sé til, að hann geti skilað af sér fyrr en um miðjan október. Vitinn varð samt ekki fullbúinn fyrr en um miðjan nóvember, og voru þó gerðar ýmsar athugasemdir varð- andi frágang, bæði á vitanum sjálfum og á íbúðarhúsinu, þegar verkinu var skilað og það tekið út. Hinn 1. desember 1878 var svo kveikt á Reykjanesvitanum og hann þar með tekinn formlega í notkun. 22 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.