Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Síða 23
Reykjanesvitinn var byggður á Valahnúk, alveg fram við sjó, skammt frá brúninni, þar sem bjargið er 43 m hátt, þverhnípt. Vitaturninn sjálfur var áttstrend- ur, 6.17 m á hæð upp á pall, múr- aður úr höggnu grjóti, lögðu í Esjukalk. Ljóskerinu, sem var úr málmi og einnig áttstrent, var komið fyrir ofan á palli vitaturns- ins. Til þess að verja rúðurnar í ljóskerinu á flugi farfugla, var stór grind og vírnet sett upp í kringum ljóskerið, en erlendis er reynslan sú, að farfuglar blindast í ljós- bjarmanum, fljúga inn á vitana og rota sig á ljóskerinu, jafnvel svo þúsundum skiptir á ári hverju. Þessa hefur á hinn bóginn ekki orðið vart hérlendis, enda var fuglagrindin á Reykjanesvita brátt tekin niður og fjarlægð. í starf vitavarðar var ráðinn Arnbjörn Ólafsson, austan af Rangárvöllum. Fékk hann fyrstu tilsögn um vitavörsluna hjá Rothe, en sumarið 1879 hlaut Arnbjörn fjárstyrk til utanfarar til að kynna sér vitagæslu í útlönd- um. Arnbjörn var síðan vitavörð- ur til 1884, er hann fluttist til Keflavíkur. Upphaf vitamála norðan lands og austan. íslensku blöðin fylgdust allvel með framkvæmdum við byggingu Reykjanesvitans sumarið 1878. í Þjóðólfi og ísafold birtust smá- pistlar öðru hverju um framvindu mála, og var þá hvergi dregið úr erfiðleikum við bygginguna og auknum kostnaði, sem af þeim leiddi. Virðist einnig, sem vita- málið hafi verið tíðrætt manna á meðal um þessar mundir. Eyfirðingur skrifar í desember 1978 ritgerð í Norðanfara, sem gefinn var út á Akureyri, og minnir á samþykkt Hins eyfirska ábyrgðarfélags frá því í mars á sama ári. Þar voru menn sammála um nauðsyn þess að fá byggðan vita við Eyjafjörð og töldu Siglu- nes hentugasta staðinn fyrir vita. Nokkru síðar birtist í Norðan- fara svargrein við ritgerð Eyfirð- ings eftir J. L., og hefur höfundur ýmislegt við vitabyggingu á Siglunesi að athuga. J. L. telur, að dæmi Eyfirðings um erlendar þjóðir, sem hafi þéttar raðir vita með ströndum fram, sanni alls ekki nauðsyn á vitum hérlendis, því aðstæður séu allt aðrar. Er- lendis sé allvíðast lágt og flatt land og því óglöggt að þekkja eða glöggva sig í náttmyrkri, en víða útgrynnsli mikil, og skipaferðir stöðugar og miklar árið um kring, þegar sjór sé auður. Aftur sé hér fjöllótt og sæbratt land, vogskorið og gott að þekkja, litlar útgrynn- ingar, einkum nálægt Siglunesi í samanburði við erlendis, og skipaferðir strjálar nema helst um hásumarið, þegar nótt sé björt. Þann tíma ársins, sem nótt sé dimm, komi hins vegar svo oft hríðar dimmviðri, andstætt því sem venjulegt sé erlendis, og geti menn því engin not haft af vita hérlendis, því annað hvort sé bjart og gott skyggni, svo menn sjái til lands, eða dimmir hríðarbyljir, svo vitinn sjáist alls ekki. J. L. tekur það fram í grein sinni, að það sé ekki ætlun sín að spilla fyrir innlendum sjómönnum, heldur liggur honum það á hjarta, að ekki sé fleygt stórfé úr landssjóði í vitabyggingu, sem lítil eða engin not yrðu síðan af. Viti var hins vegarekki byggður á Siglunesi fyrr en árið 1909. Var vitanum ætlað að vera landtöku- viti fyrir Eyjafjörð og Siglufjörð og þurfti því að lýsa sem lengst til hafs. Til þess að þurfa ekki að byggja mjög háan turn, var vitinn reistur uppi í hlíðinni. Með því náði vitinn tilgangi sínum í góðu skyggni, en þegar lágskýjan var, hvarf hann sjónum manna í þoku, þótt bjart væri á sjó. Austfirðingar taka að leggja áherslu á vitabyggingu á Aust- fjörðum, þegar fram á síðasta áratug 19. aldarinnar kemur. Er það í tengslum við rnikil umsvif Wathnes og fleiri manna á Seyð- isfirði. í grein í Austra vorið 1893 er lagt til, að reistur verði viti í Seley fyrir utan Reyðarfjörð, og jafnframt bent á, að Múlasýslu- menn leggi tiltölulega mest fé í landssjóð en fái aftur minnst úr honum. En þegar Alþingi og lands- stjórnin gerðu ekkert í vitamálum VÍKINGUR 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.