Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Qupperneq 32
urinn seig neðar og neðar og sjór- inn flæddi inn. Sykurleðja gusað- ist út um rifurnar. Skipið slitnaði í tvennt og aftari helmingurinn sökk. Sjórinn ólgaði og sauð líkt og í stórsjó. Eftir andartak var allt orðið jafn hljótt og það hafði ver- ið. „Kisi, þú bjargaðir lífi mínu,“ sagði Skærungur þar sem hann lá á dekkinu og hélt sér dauðahaldi í vatnsleiðslu, „en fórst sjálfur í dauðann.“ Trillan fylgdi framhlutanum og hékk í spottanum. Framhluti skipsins stóð kyrr á boðanum. Sjórinn flæddi inn um opna end- ann og bræddi sykurinn hægt og rólega, Einn og einn sekkur hrundi í sjóinn og hvarf í blátt djúpið. Skærungur lá í margar klukkustundir á dekkinu, hreyf- ingarlaus. Hann kom ekki í land fyrr en á miðnætti. Þá var hann illa sól- brenndur á bakinu. Hann keyrði bátinn upp í fjöruna án þess að drepa á vélinni. Báturinn var full- hlaðinn sykri. Hann ansaði eng- um manni og gretti sig framan í móður sína. Fólkið safnaðist í kringum hann og þakkaði Guði að hann væri á lífi. En móðir hans lofaði framtakið. Gamla konan burðaðist ein í rökkrinu með syk- urinn á börum, upp fjöruna og heim í kotið. Það var glampi í augum hennar. Upp frá þessu neitaði Skær- ungur að vinna. Hann greitti sig framan í fólk, fór að tala við sjálf- an sig og ráfa um. Nokkrum dögum seinna jagað- ist framparturinn í sundur í of- viðri og hvarf að mestu undir sjávarborðið. Hluti þess stóð upp úr í nokkur ár. Enn þann dag í dag eru grásleppukarlarnir að festa netin í skipsflakinu. Ég stóð upp og tók í hönd Skærings. Hann starði á mig þessu djúpa augnaráði. Ég hraðaði mér á brott með stílabókina en hann hélt áfram að tauta. Kóngurinn lét sjóða kokkinn lifandi! Nútímamenn muna Hinrik áttunda, Bretakonung líklega helst fyrir það, hversu margar konur hann átti um sína daga, en á Bretlandi er hans líka minnst fyrir margt annað, t.d. á hann að hafa haft sérlega góða kímnigáfu. Hann sýndi það a.m.k., hvern mann hann hafði að geyma, þegar hann var krýndur árið 1509, en þá var einn af kokkun- um Richard Rose að nafni sek- ur fundinn um að hafa lætt eitri í matinn hjá tveimur gestanna. Hinrik VIII. fannst það vera tilhlýðileg refsing fyrir tiltækið að láta sjóða kokkinn lifandi og var það gert. Gríðarstórum potti varkom- ið fyrir í miðborg Lundúna, og var hann fylltur af vatni og kokkurinn settur í pottinn, síð- an var kynt bál undir pottinum. Það tók aumingja kokkinn 2 klukkutíma að drepast í sjóð- andi vatninu. DRAP 2000 MANNS Á ÁRI Hinrik VIII er yfirleitt ekki talinn meðal grimmdarseggj- anna á einvaldsstóli, en samt kom hann ótrúlega mörgum í gálgann. Talið er að hann hafi látið lífláta að meðaltali um 2000 manns á ári, en réttarhöld og löglegir dómar gengu yfir öllu þessu fólki. En það voru fleiri duglegir og grimmir. Hengingar höfðu verið tekn- ar upp á síðari hluta 11. aldar í Bretlandi, en þær höfðu verið aflagðar árið 1066 af Vilhjálmi sigursæla. Nokkrum árum síð- ar reisti sonur hans William Rufus gálga, en aðeins einn glæpur gat leitt menn í snör- una, semsé að drepa dádýr í skóginum. Það var hinsvegar Hinrik I. sonur hans, sem hóf hengingar aftur til vegs og virðingar í landinu, með því að hengja fólk fyrir ýmsar tiltekn- ar sakir. Á einum degi lét hann t.d. hengja 44 þjófa í Leicestershire. Hengingar þykja á vorum dögum grimmilegar, jafnvel fyrir miklar sakir, en fyrr á öldum þóttu þær hin mesta skemmtun, og aðsókn var nóg, þegar einhver vesalingurinn var tekinn af lífi. 32 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.