Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Síða 33
Mál er aö linni
Um 499 brúttólesta boðorðið
ÞAÐ MUN ekki hafa farið fram-
hjá neinum, að þáttaskil hafa
orðið í útgerð togara frá Islandi.
Það hljómmikla nafn botnvörp-
ungur heyrist ekki lengur. Togari
heyrist æ sjaldnar. Nú tala menn
um að fara á skutara og fjölmiðlar
segja fréttir af skuttogurum.
Skuttogveiðiskip heita þau í al-
manaki fiskifélagsins.
Allir bæir og þorp við sjó og til
sveita vilja eignast skuttogara.
Öllu atvinnuleysi á að útrýma
með útgerð skuttogara. Það er að
segja, með þeim afla, sem þeir
skila á land. Það er aukaatriði þótt
þurfi að fá mannskap á þá annars
staðar frá. Víða þarf hvort sem er
að fá fólk frá Ástralíu til vinnu í
frystihúsin. Ef allt gengur svo ekki
eins og til var ætlast með stórút-
gerðina, má fá aðstoð úr ein-
hverjum sjóðnum þó févana sé.
Þegar farið var að endurnýja
togaraflotann eftir stríð varð þró-
unin sú, að kaupa sífellt stærri og
stærri togara. Nýsköpunartogar-
Guðbjartur Finnbjörnsson.
VÍKINGUR
arnir voru frá 600 brl. uppí 760
brl. Síðan komu nokkrir þýsk—
smíðaðir togarar, sem voru um
960 brl. og var það í lok karfa-
ævintýrsins. Síðan gekk skuttog-
araöldin í garð og enn voru smíð-
uð stærri skip, eða allt að 1200 til
1400 brl.
Á öðrum vettvangi hafði þó
ýmislegt annað gerst. Nýjar al-
þjóð legar mælingareglur skipa
voru að taka gildi. Þær áttu litlu
sem engu að breyta um stærð
skipa, en samt urðu þessi skip,
sem áætluð höfðu verið 1200 til
1400 brl. ekki nema um 970 brl.
Það var sem sé hægt, að gera stór
skip minni samkvæmt þessum
reglum.
Útgerðarmaður, sem komst á
Alþingi íslendinga var þar nógu
lengi til þess að fá því framgengt
að önnur lög og reglur yrðu látin
gilda fyrir fiskiskip, sem væru
undir 500 brl. heldur en um hin,
sem væru 500 brl. og stærri. Hann
átti eitt af þessum stóru, sem nú
var hægt að gera minna.
Allt fram að þeim tíma höfðu
togarar verið gerðir út samkvæmt
togarasamningunum. Samning-
um, sem höfðu þróast gegnum ár-
in með ótal verkföllum og laga-
boðum togarasjómönnum til
hagsbóta, enda stóðu togarasjó-
menn einhuga að þeim alla tíð,
hvar sem var á landinu þar sem
togarar voru gerðir út.
Þegar svo þessir nýju togarar af
minni gerðinni undir 500 brl.
koma til landsins þykja togara-
samningarnir ekki við hæfi leng-
ur. Nú er ráðið uppá bátakjara-
samningana. Útgerðarmennirnir
eru líka flestir aðeins að stækka
togbátana sína eða að breyta til
eftir að síldarævintýrinu mikla
lauk, ,,því að síldin hún sást ekki
lengur“ eins og stendur í vísunni.
Nú var að hefjast þorkævintýri
og enginn mátti missa af því.
Margt gerist nú í senn. Verð-
bólgan geysist áfrarn. Fiskverð
hækkar utanlands sem innan. Hin
afkastamiklu skip, sem koma nú
eins og á færibandi til landsins,
flytja mikinn afla að landi, fiskað
er jafnt með flottrolli, sem botn-
trolli. Togarasjómenn hafa svim-
andi háar tekjur og enn eitt ævin-
týrið er hafið á miðunum við ís-
land.
Nú vilja allir togarasjómenn
vera á bátakjarasamningunum.
Það er nóg, að hafa 16 eða jafnvel
15 menn, segja hinir nýju stórút-
gerðarmenn. Færri menn á skip-
unum gefa hærri tekjur.
Öfugt við það sem á sér stað í
landi, þar sem farið er fram á
hærra kaup og jafnframt styttri
vinnutíma, þá bjóða sjómenn
meiri vinnu fyrir meira kaup.
Jafnvel gömlu vökulögin eru ekki
í hávegum höfð, enda standa
margir sjómenn í þeirri meiningu,
að vökulögin taki ekki yfir þessi
skip, sem gerð eru út á bátakjara-
samningana.
Á stærri togurunum hefur það
verið viðurkennt óformlega ef
vökulögin eru ekki virt, með því
að greiða tímakaup fyrir auka-
vinnu um borð við aðgerð.
Á minni skipunum er það ekki
viðurkennt í neinu, aðeins, að því
meira sem afkastað er og því
lengur, sem staðið er í aðgerð, ef
svo ber undir, því hærri hlutur.
Dæmi eru þess, að togari af
33