Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Side 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Side 37
Skip til allra veiða hér við land hafa farið stækkandi með árunum og má þar benda á loðnuflotann, þar er ekkert lát á og engin tak- mörk. Það eru líka loðnuskipin, sem sigla á Nýfundnalandsmið til veiða í seinni tíð, en ekki togar- arnir eins og áður. Það er því kaldhæðnislegt og varla hefur fyrrnefndan útgerðar- mann og fyrrverandi útgerðar- mann og fyrrverandi alþingis- mann órað fyrir því, að með áhuga sínum á að gera töluna 500 að einhverjum ákveðnum við- miðunarpunkti fyrir útgerðar- menn, væri hann óbeint að koma því til leiðar sem nú, nokkrum ár- um síðar virðist ætla að verða staðreynd, að í togaraflota íslend- inga verði ekkert skip stærra en 499 brl. Það sé sá tölulegi há- punktur, sem íslensk togaraútgerð skuli miða við í framtíðinni, ef hún eigi á annað borð að bera sig. Tímabil 16 koju skutaranna og bátakjarasamninganna er því hafið. Þeir eru nú þegar orðnir 60 talsins. 70 ára saga botnvörpunganna á enda og togarasamningarnir, sem þeim tilheyrðu, aðeins minnis- varði um liðna kjarabaráttu rétt eins og vökulögin. 16 koju skutarinn og vinnu- brögð þar eru afleiðing og svar útgerðarmanna við óðaverðbólgu og peningahungri, rétt eins og uppmælingin og bónusinn í landi. Með þessum skipum heyjum við okkar fjórða þorskastríð og nú við þorskinn sjálfan. Örlítið meira til- lit til fiskifræðinganna og þeirra vísinda og minna af brjóstviti og óskhyggju getur bjargað þorskin- um. Utgerðarmenn og sjómenn hafa sýnt að þeir bera traust til fiskifræðinganna og vilja fara að þeirra ráðum, en stjórnmála- mennirnir ráða. Togarasjómenn þurfa að fylgj- ast vel með hvert stefnir í þeirra málum. Stóru togararnir mega ekki hverfa úr fiskiflota okkar fyrir tímabundið stjórnleysi stjórnmálamanna á landsmálum. Ég hef trú á því að stóru togar- arnir standi af sér þessi áföll eins og svo mörg önnur á liðnum ára- tugum. Togarasjómenn taka einnig að átta sig, þegar meira jafnvægi Nýtt „flótel” Nýlega sögðum við frá fljót- andi hótelum, sem verið var að smíða til notkunar á Nílarfljóti. Núna virðist vera mikill skriður á fljótandi hótelum og hafa þau hlotið alþjóðlegt heiti og nefnast FLÓTEL (samanber hótel — floating hotel). Hér birtum við mynd af einu slíku, sem verið er að smíða í Consafe Offshore AB í Gauta- borg, en FLÓTELIÐ verður notað í Norðursjónum fyrir bormenn hjá Chervon Petro- lium í Bretlandi. Alls verður rými fyrir 600 manns í flótelinu í 300 tveggja manna klefum, en íbúðir eru á þrem þilförum, en auk þess eru salarkynni með allskonar leik- kemst á í okkar þjóðfélagi, pen- ingahungrið minnkar og gull- grafarahugsunarhátturinn þokar fyrir öðrum skynsamlegri til sjós og lands. Vestfjarðarmiðum í maílok 1978 Guðbjartur Finnbjörnsson loftskeytamaður. í Nordursjó tækjum, því einangrun er mikil úti á hafinu. Þar verða kvik- ntyndahús, sauna bað og stór verslun. Efri myndin sýnir flótelið í smíðum, en á hinni myndinni sést svefnherbergi fyrir tvo. VÍKINGUR 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.