Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Side 41
Kynsjúkdómar — Syfilis Önnur grein af fjórum eftir Jón Guðgeirsson kynsjúkdómalœkni Eins og fram kom í grein minni í síðasta blaði er syfilis eða sára- sótt alvarlegasti kynsjúkdómur- inn. Orsökin er eins og áður hefur komið fram gormlaga sýkill, tre- ponema pallidum. Sjúkdómurinn greinist með því að finna þennan sýkil í vessa frá syfilissári og er sýnið skoðað í sérstakri smásjá. Margar aðrar tegundir af gorm- Jón Guðgeirsson læknir, sem skrifar um kynsjúkdóma fyrir VÍKINGINN, er sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum. Hann lauk prófi frá læknadeild Háskóla íslands 1957, en var námskandidat á Borgarspítal- anum, Landsspítalanum og St. Jósefsspítalanum. Hann var héraðslæknir í tvö ár á Kópa- skeri, áður en hann hélt til framhaldsnáms í Svíþjóð 1963. Kvæntur er Jón Guðrúnu Jó- hannesdóttur og eiga þau f jögur börn. laga sýklum eru til staðar bæði á kynfærum og í munnslímhúð. Sýkillinn þekkist á fjölda vind- inga, lengd og hvernig hann hreyfir sig. Sjúkdómurinn smitast við samfarir eða aðra nána snert- ingu. Þó getur smitun átt sér stað á annan hátt, eins og ef hjúkrunar- fólk smitast af sjúklingi, sem það hefur með að gera eða í sambandi við blóðgjafir. Fóstur getur smit- ast gegnum legköku, ef móðir er með syfilis. Á styrjaldarárunum síðari jókst tíðni sjúkdómsins, en eftir stríðið og þegar áhrif penicillins fór að gæta, fækkaði tilfellum stöðugt, jókst svo aftur á 6. tugnum, en er nú aftur í rénun. Á hinum Norð- urlöndunum hafa ný tilfelli verið um 300—500 á ári, en hér á landi voru ný tilfelli 9 árið ’76 og árið ’77 voru 6 ný tilfelli hér á landi. Víða í heiminum er syfilis þó ennþá mikið vandamál. Samkvæmt gamalli hefð er syf- ilis skipt niður í 3 stig þ.e. fyrsta, annað og þriðja stig. Þegar sjúk- dómurinn er á fyrsta og öðru stigi er hann smitandi, en á þriðja stigi er hann ekki smitandi eða mjög vægt smitandi. Fóstur getur þó smitast af móður, sem er með þriðja stigs syfilis. Fyrsta stigið einkennist af sári. Við smitun kemur smá roði og bólga eða nokkurs konar bóla, þar sem sýkillinn hefur komist gegn- um húð eða slímhúð oftast á kyn- færum. Síðan myndast sár, sem er eins og meitlað úr húðinni og er venjulega um eitt sár að ræða. Dálítill roði og þroti er kring um sárið, sem er þétt átöku og eymslalaust. Samfara sármynd- uninni bólgna viðkomandi sog- æðaeitlar. Þessi einkenni koma ekki fram fyrr en 2—3 vikum eftir smitun. Á þessu stigi hefur sjúkl- ingurinn engin önnur einkenni um sjúkdóminn og eðlilegt að álíta, að sjúkdómurinn sé þarna staðbundinn. Þetta er þó ekki til- fellið, því nokkrum mínútum eftir smitun fer sýkillinn út í sogæðar og til nærliggjandi eitla og nokkr- um tímum seinna hefur hann borist með blóðinu um allan lík- amann. Sárið er oftast á kynfær- um, en getur líka komið annars- staðar, eins og á varir, á munn- slímhúð, kringum geirvörtur eða á fingur. í u.þ.b. helmingi tilfella er sárið ógreinilegt, getur verið eins og sprunga í húð eða líkst ígerð og er þá oft erfitt að átta sig á sjúk- dóminum. Stundum getur mynd- ast mikill bjúgur kringum sárið og þá létt að láta sér sjást yfir það. Það er auðvitað heppilegast að greina sjúkdóminn á fyrsta stigi og gefa viðeigandi meðferð og er þá sjúkdómurinn úr sögunni. Sé sjúkdómurinn hins vegar ekki greindur og engin meðferð gefin grær syfilis sárið á nokkrum vik- um eða mánuðum, en skilur eftir sig inndregið ör. Um það bil 2—3 vikum eftir að sárið myndast, hefur líkaminn myndað mótefni, sem hægt er að vinna við blóð- rannsókn og þannig hægt að greina sjúkdóminn. Ef engin meðferð er gefin á fyrsta stigi, gengur sjúkdómurinn yfir í annað stigið 2—3 mánuðum eftir smitun og getur þetta stig staðið í u.þ.b. 2 ár. Einkennandi fyrir annars stigs syfilis eru húð- útbrot, sem geta verið margvísleg og oft samfara bólgnum eitlum. Þessi útbrot geta minnt á ýmsa VÍKINGUR 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.